Leita í fréttum mbl.is

Bændasamtökin alfarið andvíg aðild að ESB

tractor.jpgStjórn Bændasamtaka Íslands ætlar að berjast gegn hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu, meðal annars á vettvangi stjórnmálaflokkanna. Stjórn Bændasamtakanna heimsækir bændur víðs vegar um landið þessa dagana og ræðir við þá um ýmis mál, svo sem miklar hækkanir á aðföngum, hærri fjármagnskostnað, væntanlegt matvælafrumvarp, og síðast en ekki síst efnahagsþrengingar. Slíkur fundur var haldinn í Skagafirði í dag, og þar var hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu sérstaklega rædd. Stjórn Bændasamtakanna hefur tekið afstöðu, hún er á móti aðild.

Svana Halldórsdóttir, sem er í stjórn Bændasamtaka Íslands, segir að með Evrópusambandsaðild færist yfirstjórnin úr landi, tildæmis verðlagsmál. Og hún bendir á að kjör bænda í mörgum löndum sem gengu í sambandið hafi versnað í kjölfarið. Í kjölfar aðildar legðist búskapur af sumsstaðar.

Heimild:
Bændasamtökin gegn aðild að ESB (Rúv.is 25/11/08)

Tengt efni:
„Höfum ekkert að gera í ESB að óbreyttri fiskveiðistefnu þess"
Sjómenn sem fyrr andvígir ESB-aðild

LÍÚ segir Evrópusambandsaðild sem fyrr ekki koma til greina

Ítarefni:
Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 34
  • Sl. sólarhring: 304
  • Sl. viku: 2403
  • Frá upphafi: 1165031

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 2042
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband