Leita í fréttum mbl.is

Ekki rétti tíminn fyrir ESB-umsókn

Lausnarorðið á Íslandi þessa dagana virðist fyrir mörgum vera aðeinseitt; Evran. Það á jafnt við seka og saklausa, þá fáu sem orsökuðuhrunið og hina mörgu sem eru fórnarlömbin. Hinir seku kenna evruleysilandsins um ófarnir eigin fyrirtækja og fela eigin vanhæfni í leiðinni,hinir saklausu eru margir tilbúnir að grípa hvaða hálmstrá sem býðst efþað leiðir okkur út úr ógöngunum. Það virðist stafa af þessulausnarorði ljómi sem birgir mönnum sýn á annað. Þar sem forsendaupptöku evrunnar er að Ísland gangi í Evrópusambandið þá virðistsamkvæmt sömu nauðhyggju óhjákvæmilegt að sækja um inngöngu. Þaðauðveldar þeim lífið sem gera sér pólistískan mat úr þessu ástandi, alaá Evru-trúnni öllum stundum og hafa fram að þessu fitnað eins og púkinná fjósbitanum.

Forsenda viðræðna er upplýst umræða
Enlátum liggja milli hluta hversu sérkennilegt það væri ef Ísland ættieftir að ganga í ESB út af Evrumálinu  einu og sér, því vissulega ersvo fjöldamargt annað sem fylgir ESB-aðild fyrir land og þjóð. Ef aðlandsmenn vilja ganga í ESB út frá þeim fjölbreyttu forsendum þarf munvíðsýnni, dýpri og efnismeiri umræðu en hingað til, svo hver og einngeti tekið upplýsta ákvörðun um aðild. Til þess þarf tíma sem þýðir aðumsókn er ekki á dagskrá næstu mánuði eða ár.

ESB mun ekki bjóðaupp á einhverjar millistigs könnunarviðræður,  sem gefa almenningu kostá að skoða hvað er í pokanum og ákveða síðan hvort við ætlum að hefjaalvöruviðræður og sækja um af alvöru. Verði farið í viðræður á annaðborð er það fyrir alvöru og valkostir almennings verða þeir einir aðkjósa með eða á móti umsömdum  pakka. Og umræðan um almenna kosti oggalla ESB hefur einfaldlega ekki farið fram enn þá. Því er allt tal umumsókn nú byggt á ósjálfráða viðbrögðum þess sem verður fyrir höggi.Fyrir utan þá auðvitað sem hafa inngöngu á pólitískri stefnuskrá sinniog nýta sér ástandið nú sjálfum sér í flokkspólitískum tilgangi.

Þvíer rétt að skoða hvort æskilegt er að sækja um inngöngu í ESB í dag eðanæstu mánuðum, með upptöku Evrunnar sem helsta markmið.

Afleit samningsstaða
Égtel umsókn nú ekki vera tímabæra og fyrir því eru eftirfarandi ástæður:Í fyrsta lagi er að nefna að Ísland er að semja úr afleitri stöðu oghefur nánast engin spil á hendi. 

ESB er búið að dusta Íslandvið hjarn í Icesave-málinu og finnst eflaust að það hafi verið mátulegtá þessa sjálfsmiðuðu örþjóð. Ísland hafði ekki einu sinni burði til aðláta reyna á löggjöf Evrópusambandsins sjálfs í deilunni. Í öllu fallimá gefa sér að það mál hafi ekki aukið álit Íslendinga innan ESB néaukið á velvilja í okkar garð. Icesave-málið hefur því eitt og sérveikt samningsstöðu okkar sem er þó nógu slæm fyrir, með allt íkaldakoli hér heima hvort sem er í efnahagsmálum eða stjórnmálum.

Framkomabankanna og íslenskra bissnissmanna í löndum eins og Danmörku ogBretlandi hefur heldur ekki orðið okkur til framdráttar í dag.Sendiferðir Ingibjargar Sólrúnar og Geirs (og Ólafs Ragnars forseta) ávegum íslenskra banka og viðskiptalífs, þar sem þau hafa haldið frammálflutningi sem augljóslega virðist kolrangur í dag, hafa heldur ekkiaukið virðingu eða traust á þessum leiðtogum Íslands, sem sumir hverjiramk ætla sér að ná samningum við ESB um inngöngu. Erlendir ráðamenn ogþar með leiðtogar ESB hljóta að draga þá ályktun að annað hvort hafiþetta fólk farið með visvítandi blekkingar eða verið ótrúlega illaupplýst um stöðu mála í eigin heimalandi.

Mannaskipti og kosningar nauðsynlegar
Þannigað það er augljóst að það væri afleikur í annars mjög slæmrisamningsstöðu að tefla odddvitum stjórnarflokkanna, nú eðafjármálaráðherra eða bankamálaráðherra, fram fyrir Íslands hönd. Geirfæri þar að auki í samningaferlið tilneyddur og með hundshaus, meðan aðIngibjörg Sólrún verður með glýju í augum og gerir flest til að fá aðvera með. Það er búið að gefa það út fyrirfram að "við" teljum inngönguí ESB vera eina bjargráðið fyrir þjóðina í dag og því ljóst að ESB sérí hendi sér að ekki þurfa að borga innkomu Íslands neinu dýru verði.Evrópusambandið veit eins og er, að ef Ísland kemur nú með betliskjal íhendi og á ekki einu sinni inni fyrir því að geta litið í augun áviðsemjendum sínum sökum þrælsótta og sektarkenndar, að þá færbandalagið allt það sem það hefur áhuga fyrir á silfurfati. Þar meðtalið hagstætt gengi á íslensku krónunni við gjaldmiðilsskiptin yfir íevruna.

Það er því ljóst að þó ekki væri nema til að skapaÍslandi lágmarkssamningsstöðu er, nauðsynlegt að kjósa sem fyrst og aðstjórnmálamenn sem hafa umboð þjóðarinnar, ræði við ESB. Hafi þeir áannað borð áhuga á slíku. 

Noregur í húfi
Þar fyrirutan hefur alltaf verið ljóst, jafnvel þegar góðæri ríkti á Íslandi, aðESB þarf ekkert á Íslandi að halda - og ef að Ísland telur sig þurfa áESB að halda, þá er augljóst hver hefur undirtökin frá upphafi. Ef aðESB vill semja við Ísland núna, þá gerir það af því að það telur sighafa feitari gölt að flá annars staðar, nefnilega Noreg. Sú "velvild ogáhugi" sem ESB sýnir umsókn Íslands núna stafar ekki síst af því aðsambandið veit að það getur fengið það sem það vill hvort sem er ífiskveiðimálum, orkumálum  eða hverju sem er. Og að það veikirsamningsstöðu Noregs. Og fyrir því hefur ESB áhuga. Noregur mun standamun veikar að vígi, bara við það eitt að Ísland sækir um. Það að Íslandmun ganga að hvaða afarkostum sem er, semji núverandi stjórnvöld viðESB, veikir stöðu þeirra enn frekar. Samningar landanna um Evrópskaefnahagssvæðið er fyrir bí með Noreg og Lichtenstein ein eftir. Og þvímun umsókn og innganga Íslands neyða Noreg til samninga við ESB.

Umsókn Íslands gerir Noregi grikk
Núer það svo að Noregur hefur á undangengnum áratugum unnið heimavinnunasína varðandi ESB mun betur en Ísland. Hagsmunasamtök eins og stórnvöldhafa haldið úti föstum nefndum og skrifstofum í Brussel og eru öllumhnútum mun kunnugri en Íslendingar. Þegar norskir ráðherrar mæta heimeftir að hafa setið EFTA-fundi eða fundi er tengjast ESB á einhvernhátt, er þeim mætt af norskum fjölmiðlum sem spyrja ítarlega um hvaðhafi nú verið á seyði. Almenn umræða og þekking um ESB er því mun meirimeðal stjórnmálamanna, fjölmiðla og almennings í Noregi en nokkru sinnihér heima, þar sem umræðan hefur verið rykkjótt, klisjukennd ogyfirborðsleg. Og þessi upplýsta umræða Norðmanna um ESB hefur skilaðafdráttarlausri niðurstöðu; meirhlutinn er á móti inngöngu í ESB og ferandstaðan vaxandi.

Umsókn Íslands að ESB setur strik íinnanlandsmál í Noregi og gerir annað tveggja: neyðir norsku þjóðinatil samninga um inngöngu í ESB þvert á vilja meirihluta landsmanna, eðaneyðir þá til að semja á ný með einhverjum hætti um aðgang að mörkuðumESB. Og þá út frá verri samningsstöðu en var uppi þegar þeir sömdu ísamfloti með öðrum þjóðum og út frá sterkri stöðu um EES-samninginn ásínum tíma. Þau kjör sem Íslendingar gangast að, verða á matseðlinumfyrir Noreg. Ekki er örgrannt um að mörgum Norðmanninum  þættiÍslendingar launa þeim hjálpsemina með sérkennilegum hætti, fari svo.Og spurning hvort Íslendingum dugi að vísa til frændsemi þjóðanna ogaldagamallar vináttu, næst þegar við þurfum á greiðasemi þeirra aðhalda.

Evran er sýnd veiði en ekki gefin
Bjargráðiðevran er hvort sem utan seilingar amk næstu fjögur til fimm árin. Ogþað er skemmsti mögulegi tíminn sem það tekur að fá að gera evruna aðíslenskum gjaldmiðli - að því gefnu að við uppfyllum þau skilyrði semfyrir því eru sett. Og við erum sennilega fjarri þvi nú en nokkru sinnisl. 10 ár að uppfylla slík skilyrði. Fyrst yrðum við hvort sem er settá "reynslutíma" í ERM II (European Exchange Rate Mechanism) þar semgengi krónunnar fær svigrúm til að sveiflast 15% upp og niðurfyrirmeðalgengi evrunnar. Takist okkur ekki að uppfylla öll skilyrði fyrirupptöku evrunnar, þá getum við verið í því limbói árum saman eða svolengi sem þolinmæði ESB þrýtur ekki. Það má nefna að Bretland gekk inní upphaflegt  ERM árið 1990 en hraktist út aftur 1992, eftir aðspekúlantar á borð við Georg Soros gerðu áhlaup á breska pundið. Svoekki er alveg víst hversu mikil vörn felst í því skjóli.

Þegarog ef Íslandi tekst loksins að uppfylla öll þau skilyrði sem krafist erfyrir upptöku evru, verður Ísland í allt annari stöðu efnahagslega ennú er og spurning hvort nokkur þörf sé á upptöku evrunnar. Íslendingumer það að sjálfsögðu í sjálfsvald sett að setja sjálfum sér þann rammasem upptaka evrunnar krefst, ef að menn telja að það megi verða tilbjargar í efnahagsmálunum. Og við getum auðvitað tengt krónuna evrunniog látið eins og við séum með hana, en það verður þá án frekara skjólsfrá ESB. En við getum ekki tekið evruna upp einhliða eins ogSvartfjallaland hefur gert, án þess að gera það í óþökk ESB.

Valdaafsal
Þámá ekki gleyma að forsenda upptöku Evrunnar er innganga í ESB og vegnaþess hversu mikið valdaframsal er í því falið, krefst það breytinga ástjórnarskrá Íslands sem þarf að samþykkjast á tveimur þingum. Ætlamætti að landsmenn séu búnir að fá sig fullsadda af leyndarsamningumfyrir sína hönd. Þeim nauðarsamningi sem gerður var viðAlþjóðagjaldeyrissjóðinn, IMF, og Alþingi og landsmönnum var fyrstkynntur eftir að hann var undirritaður, fylgdu vissulega slæm kjör ogvaldaafsal. Þó er það valdaafsal aðeins til skemmri tíma, meðan aðinnganga í ESB þýðir valdaafsal til ófyrirséðar framtíðar. Forsendaumsóknar í ESB er því upplýst umræða.

Önum ekki úr öskunni í eldinn
Íslendingumer því sennilega hollast að bíða með allar hugleiðingar um aðild að ESBað sinni. Það byggist á ofangreindum ástæðum, ekki á þeirri skoðun aðÍsland eigi alla tíð að standa utan ESB. Hyggilegt er að ráða ráðumsínum með Noregi áður en lengra er haldið. Löndin eiga fleirisameiginlega hagsmuni en þá sem sundra. Það er Noregi í hag að hafaÍsland með í ráðum og það verður ekki sagt um mörg önnur lönd í dag.

Hvortþað sé Íslandi hollast að ganga inn í ESB síðar, er annað mál. Þaðþurfa landsmenn að ræða út frá fleiri forsendum en þeim að við eigumekki annarra kosta völ. Mun fleiri álitamál þarf að skoða en evrunaeina, fiskinn eða hið goðsagnakennda "evrópska matarverð". Til þessþarf tíma, opna umræðu meðal almennings, betri fjölmiðla og víðsýnni ogupplýstari stjórnmálamenn.

Páll Helgi Hannesson

(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)


mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 113
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 692
  • Frá upphafi: 1116885

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 609
  • Gestir í dag: 105
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband