Leita í fréttum mbl.is

Viðurkennir jákvæða reynslu Svisslendinga af tvíhliða samningum

Christa_Markwalder_BarChrista Markwalder Bär, þingmaður á svissneska sambandsþinginu, viðurkenndi á fundi sem Evrópusamtökin héldu 25. október sl. á Grand hótel að reynsla Svisslendinga af tvíhliða samningum við Evrópusambandið hefði verið jákvæð og þeir njóti stuðnings öruggs meirihluta kjósenda í landinu. Sagði hún ítrekaðar atkvæðagreiðslur um samningana hafa sýnt það og sannað.

Þetta er einkum athyglisvert í ljósi þess að Markwalder Bär er formaður svissnesku Evrópusamtakanna og má því gera fastlega ráð fyrir að henni sé ekki of annt um tvíhliða samingana, enda eru þeir sem slíkir fyrirstaða fyrir aðild Sviss að Evrópusambandinu. Það er því merkilegt að hún skuli sjá nokkuð jákvætt við þá, en ummæli hennar skýrast væntanlega af því hversu afgerandi stuðningur Svisslendinga er við samningana.

Sem kunnugt er höfnuðu Svisslendingar aðild að Evrópska efnahagssvæðinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í desember 1992. Í stað þess sömdu þeir við Evrópusambandið um ýmis hagsmunamál sín í tvíhliða samningum sambærilegum við hefðbunda milliríkjasamninga.

Heimild:
Tvíhliða neyðarlausn (Fréttablaðið 26/10/06)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 1877
  • Frá upphafi: 1184614

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1606
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband