Leita í fréttum mbl.is

ESB hefur eitt rétt til að undirrita milliríkjasamninga fyrir hönd aðildarríkja sinna

boeingAðildarríki Evrópusambandsins geta ekki undirritað tvíhliða samninga við Bandaríkin eða önnur ríki um loftferðir að mati ráðgjafa við hæstarétt sambandsins í Lúxemburg. Ef viðræður Evrópusambandsins við Bandaríkjanna um þau mál, sem nú standa yfir, sigla í strand geta aðildarríki sambandsins því ekki gripið til þess ráðs að semja einhliða við Bandaríkjamenn um loftferðir. Hæstiréttur Evrópusambandsins hefur áður úrskurðað að framkvæmdastjórn sambandsins hafi ein rétt til þess að undirrita milliríkjasamninga um loftferðir fyrir hönd aðildarríkjanna. Frá þessu var m.a. greint í The Wall Street Journal 17. nóvember sl.

Það sama á við um aðra milliríkja- og alþjóðlega samninga. Með aðild að Evrópusambandinu afsala ríki sér sjálfstæðum rétti sínum til að undirrita slíka samninga til stofnana sambandsins í Brussel, hvort sem það eru t.d. viðskiptasamningar (þ.m.t. fríverslunarsamningar), samningar um skiptingu fiskveiðistofna (svokallaðra deilistofna sem eru t.a.m. mikið hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga) eða samningar um loftferðir.

Heimild:
EU Adviser Urges Ban on Air Deals Made Bilaterally (Wall Street Journal 17/11/06)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 160
  • Sl. sólarhring: 349
  • Sl. viku: 1910
  • Frá upphafi: 1183767

Annað

  • Innlit í dag: 131
  • Innlit sl. viku: 1657
  • Gestir í dag: 129
  • IP-tölur í dag: 127

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband