Leita í fréttum mbl.is

Svíar vilja ekki evruna

swedish_flagÞann 15. september 2003 höfnuðu Svíar því í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka upp evruna í stað sænsku krónunnar. Tæpu ári áður hafði þáverandi ríkisstjórn Svíþjóðar, undir forsæti Görans Perssonar, ákveðið að leggja málið í dóm sænskra kjósenda, enda sýndu þá skoðanakannanir að mikill meirihluti þeirra styddi upptöku evrunnar. Síðan hófst barátta andstæðra fylkinga um hylli kjósenda og niðurstaðan varð s.s. sú að dæmið snerist algerlega við og 56,1% Svía höfnuðu evrunni á meðan 41,8% studdu að hún yrði tekin upp.

Nær allir stjórnmálaflokkar Svíþjóðar studdu upptöku evrunnar auk verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnurekenda. Persson spáði því, rétt áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, að ef Svía höfnuðu evrunni myndi það þýða miklar hörmungar fyrir sænskt efnahagslíf. Ætlunin var augljóslega sú að reyna að hræða fólk frá því að kjósa gegn henni. Raunin hefur hins vegar orðið allt önnur og hefur sænskt efnahagslíf gengið mjög vel síðan og mun betur en gerst hefur á evrusvæðinu.

Síðan evrunni var hafnað í Svíþjóð hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að stöðugur meirihluti Svía er andvígur upptöku hennar og ef eitthvað er hefur andstaðan aukist frá því sem var í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það er því sennilega ekki að undra að ný ríkisstjórn mið- og hægrimanna í Svíþjóð hafi lýst því yfir að hún hafi engin áform uppi um að taka evruna á dagskrá á nýjan leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert vel upplýstur maður… Mjög áhugavert að lesa bloggið þitt.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.12.2006 kl. 22:34

2 identicon

Það vill raunar svo til að um er að ræða blogg samtaka þeirra Íslendinga sem telja aðild að ESB ekki til þess fallna að þjóna hagsmunum Íslands og íslensku þjóðarinnar.

Heimssýn (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 02:37

3 identicon

"Nær allir stjórnmálaflokkar Svíþjóðar studdu upptöku evrunnar auk verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnurekenda. Persson spáði því, rétt áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, að ef Svía höfnuðu evrunni myndi það þýða miklar hörmungar fyrir sænskt efnahagslíf. Ætlunin var augljóslega sú að reyna að hræða fólk frá því að kjósa gegn henni. Raunin hefur hins vegar orðið allt önnur og hefur sænskt efnahagslíf gengið mjög vel síðan og mun betur en gerst hefur á evrusvæðinu.".

Í Svíþjóð er atvinnuleysi með því hæsta sem gerist á evrusvæðinu og launin með þeim lægstu, tugþúsundir Svía sækja vinnu í €-löndum.  Hvaða bull er þetta eiginlega?

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 1777
  • Frá upphafi: 1183634

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1550
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband