Leita í fréttum mbl.is

Hagsmunir Íslands eða hagsmunir Evrópusambandsins?

EvropusamtokinHvaða hagsmunum eru Evrópusamtökin íslensku að berjast fyrir? Hvers vegna bregðast forystumenn samtakanna ævinlega hinir verstu við ef einhver nefnir opinberlega að hugsanlega gæti verið hægt að tryggja hagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu með betri hætti en nú er gert með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og án þess að ganga í sambandið sjálft? Hvers vegna vilja þeir ekki heyra minnst á að aðrar leiðir í því sambandi séu skoðaðar en Evrópusambandsaðild? Er það ekki einmitt ótvírætt Íslandi í hag að hafa úr sem flestum möguleikum að spila hverju sinni? Ef Evrópusamtökin bera hag Íslands fyrir brjósti, hvers vegna einblína þau þá á aðild að Evrópusambandinu og vilja ekki fyrir nokkurn mun að öðrum leiðum í þeim efnum sé nokkur gaumur gefinn? Hvaða hagsmunum eru Evrópusamtökin að berjast fyrir? Hagsmunum Íslands eða Evrópusambandsins?

Um þetta er m.a. fjallað í greininni "Evrópusamtökin og hagsmunir Íslands" eftir Hjört J. Guðmundsson sem birtist í Morgunblaðinu 10. desember sl. og berja má augum á bloggsíðu hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna vilja þeir ekki heyra minnst á að aðrar leiðir í því sambandi séu skoðaðar en Evrópusambandsaðild?

Nú vegna þess að Evrópusamtökin eru hópur fólks sem er sannfært um að hagsmunum Íslands sé best borgið innan ESB, alveg eins og Heimssýn var stofnuð í kringum þá skoðun að ESB aðild væri aldrei möguleiki. Hvort tveggja ber vott um mikla þvermóðsku og þröngsýni og þó að það sé ágætt að fólk sé að rífast um þetta og draga fram rök með og á móti þá skyldi maður aldrei nokkurntíman líta á eitthvað sem kemur frá þessum samtökum báðum sem eitthvað annað en ofureinfaldaðan áróður.

Bjarki (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 21:43

2 identicon

Sá munur er þó á að Heimssýn beitir sér reglulega fyrir umræðum um Evrópumál frá báðum hliðum og hefur haldið bæði fundi og ráðstefnur þar sem þess hefur verið gætt að bæði sjónarmið fengju að njóta sín. Evrópusamtökin hafa hins vegar aldrei haldið fund þar sem sjónarmið þeirra, sem ekki telja aðild að Evrópusambandinu fýsilega fyrir hagsmuni Íslands, hafa átt fulltrúa. Heimssýn er m.ö.o. boðin og búin til að ræða það á málefnalegan hátt hvort það kunni að þjóna hagsmunum Íslands að ganga í sambandið en Evrópusamtökin eru augljóslega ekki tilbúin að ræða þessi mál frá neinum öðrum hliðum en þeirri sem þau aðhyllast sjálf. Framganga þeirra til þessa er því til sönnunar.

Hjörtur J. Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 21:54

3 identicon

Þetta eru menn sem myndu gerast Quislingar fyrir Evrópusambandið. Þetta eru menn og konur sem myndu selja okkur aftur undir erlendan konung. Þeir bera ekki hag Íslands fyrir brjósti. að mínu mati þá eru þetta landráðsmenn í þjálfun. Þeir eru ámóti sjálfstæði Íslands og á móti öllu því sem Jón Sigurðsson forseti vann að. 

Enn þetta er mín skoðun á þeim. 

Fannar frá Rifi (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 172
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 1834
  • Frá upphafi: 1183418

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1611
  • Gestir í dag: 151
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband