Leita í fréttum mbl.is

Illugi Gunnarsson skrifar um Evrópusambandið og evruna

Illugi_GunnarssonIllugu Gunnarsson, hagfræðingur með meiru, ritaði grein í Fréttablaðið á dögunum þar sem hann fjallar um Evrópumálin. Er óhætt að mæla með greininni, en hana má nálgast hér. Vegna athugasemdar sem gerð er við grein Illuga má nefna að ástæða þess að efnahagslíf Finna og Íra er í mun betri skorðum en nær allra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins hefur minnst með aðild þeirra að sambandinu að gera. Það segir sig auk þess væntanlega sjálft að ef það væri ávísun á öflugt og gott efnahagslíf að ganga í Evrópusambandið væri slíkt væntanlega raunin í a.m.k. meirihluta aðildarríkja sambandsins og í sjálfu sér væri ekkert óeðlilegt að gera ráð fyrir því að það ætti við um mikinn meirihluta þeirra.

Raunveruleikinn er hins vegar sá að slíkt heyrir til algerra undantekninga og, eins og áður segir, síst hægt að skrifa á reikning Evrópusambandsins heldur fyrst og síðast vegna umbóta sem viðkomandi stjórnvöld hafa komið á í löndum sínum að eigin frumkvæði. Evrópusambandið er þvert á móti í sívaxandi mæli dragbítur á efnahagslíf aðildarríkja sinna og það á ekki síst við um evrusvæðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 87
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 1865
  • Frá upphafi: 1183068

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 1632
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband