Leita í fréttum mbl.is

Þjóðverjar vilja þýska markið aftur í stað evrunnar

GermanMarkSamkvæmt skoðanakönnun sem gerð var á meðal eitt þúsund Þjóðverja dagana 14. og 15. desember sl. fyrir þýska tímaritið Stern myndu 58% aðspurðra vilja taka upp þýska markið á ný í stað evrunnar. Einungis 40% höfnuðu því og 2% treystu sér ekki til að segja af eða á. Skekkjumörk eru 2,5%. Önnur könnun, sem gerð var í síðasta mánuði, sýndi að 2/3 Þjóðverja breyta enn evrum yfir í mörk í huganum þegar þeir velta fyrir sér hvað hlutirnir kosta, tæpum fimm árum eftir að evran var tekin í notkun sem almennur gjaldmiðill í Þýskalandi.

Þjóðverjar tóku sem kunnugt er evruna upp í byrjun árs 2002 og lögðu um leið niður þýska markið. Skoðanakannanir hafa allar götur síðan ítrekað bent til þess að þetta skref hafi ekki notið stuðnings meirihluta Þjóðverja, en ekki þótti ástæða til að spyrja þá álits áður en þessi mjögsvo róttæka breyting var gerð. Helstu ástæður andstöðunnar við evruna eru þær að upptaka hennar hafi leitt til vaxandi atvinnuleysis í Þýskalandi, minni hagvaxtar og síðast en ekki síst hærra vöruverðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem Þýska ríkisstjórnin gerði ekki, sem þó nokkrar þjóðir gerðu var að þeir gáfu iðnaðinum og versluninni frjásar hendur með umbreytingunni frá DM yfir í €. Markaðurinn notfærði sér þessa breytingu til að hækka öll verð. Það kom reyndar í bakið á sumum. Allir sem eru í kringum dýrari vörur, s.s bifreiðar, húsgögn, o.s.f seldu minna og verðstríðið mikla í Þýskalandi hófst. Ódýrt varð að tísku en ekki gæði. Þeir sem selja smávörur, t.d matvöruverslanir og aðrar smávöruverslanir, hafa hagnast mest á umbreytingunni. Einfaldlega út af því að þeir eru að selja vörur sem almenningur þarfnast fyrir hið daglega amstur. Það má samt taka það fram að þau fyrirtæki sem hafa ekki hækkað þrátt fyrir € voru Aldi, Norma, Kik og nokkrar fleiri verslunarkeðjur, tvöfölduðu jafnvel þrefölduðu veltu og hagnað. Svo það má segja sem svo að markaðurinn hafi refsað þeim sem reyndu að nýta sér aðstæðurnar.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 1795
  • Frá upphafi: 1182998

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1577
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband