Leita í fréttum mbl.is

Ţjóđverjar vilja ţýska markiđ aftur í stađ evrunnar

GermanMarkSamkvćmt skođanakönnun sem gerđ var á međal eitt ţúsund Ţjóđverja dagana 14. og 15. desember sl. fyrir ţýska tímaritiđ Stern myndu 58% ađspurđra vilja taka upp ţýska markiđ á ný í stađ evrunnar. Einungis 40% höfnuđu ţví og 2% treystu sér ekki til ađ segja af eđa á. Skekkjumörk eru 2,5%. Önnur könnun, sem gerđ var í síđasta mánuđi, sýndi ađ 2/3 Ţjóđverja breyta enn evrum yfir í mörk í huganum ţegar ţeir velta fyrir sér hvađ hlutirnir kosta, tćpum fimm árum eftir ađ evran var tekin í notkun sem almennur gjaldmiđill í Ţýskalandi.

Ţjóđverjar tóku sem kunnugt er evruna upp í byrjun árs 2002 og lögđu um leiđ niđur ţýska markiđ. Skođanakannanir hafa allar götur síđan ítrekađ bent til ţess ađ ţetta skref hafi ekki notiđ stuđnings meirihluta Ţjóđverja, en ekki ţótti ástćđa til ađ spyrja ţá álits áđur en ţessi mjögsvo róttćka breyting var gerđ. Helstu ástćđur andstöđunnar viđ evruna eru ţćr ađ upptaka hennar hafi leitt til vaxandi atvinnuleysis í Ţýskalandi, minni hagvaxtar og síđast en ekki síst hćrra vöruverđs.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ sem Ţýska ríkisstjórnin gerđi ekki, sem ţó nokkrar ţjóđir gerđu var ađ ţeir gáfu iđnađinum og versluninni frjásar hendur međ umbreytingunni frá DM yfir í €. Markađurinn notfćrđi sér ţessa breytingu til ađ hćkka öll verđ. Ţađ kom reyndar í bakiđ á sumum. Allir sem eru í kringum dýrari vörur, s.s bifreiđar, húsgögn, o.s.f seldu minna og verđstríđiđ mikla í Ţýskalandi hófst. Ódýrt varđ ađ tísku en ekki gćđi. Ţeir sem selja smávörur, t.d matvöruverslanir og ađrar smávöruverslanir, hafa hagnast mest á umbreytingunni. Einfaldlega út af ţví ađ ţeir eru ađ selja vörur sem almenningur ţarfnast fyrir hiđ daglega amstur. Ţađ má samt taka ţađ fram ađ ţau fyrirtćki sem hafa ekki hćkkađ ţrátt fyrir € voru Aldi, Norma, Kik og nokkrar fleiri verslunarkeđjur, tvöfölduđu jafnvel ţrefölduđu veltu og hagnađ. Svo ţađ má segja sem svo ađ markađurinn hafi refsađ ţeim sem reyndu ađ nýta sér ađstćđurnar.

Hallgrimur Viđar Arnarson (IP-tala skráđ) 26.12.2006 kl. 23:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 187
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1598
  • Frá upphafi: 1208415

Annađ

  • Innlit í dag: 165
  • Innlit sl. viku: 1484
  • Gestir í dag: 152
  • IP-tölur í dag: 152

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband