Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Sunnudagur, 30. september 2007
Meirihluti andvígur aðild að ESB og upptöku evru
Meirihluti Íslendinga er andvígur því að taka upp evru í stað krónu sem gjaldmiðil. Meirihluti er einnig andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var fyrir Fréttablaðið í gær og sem birt er í dag. Tæp 56% sögðust andvíg því að skipta íslensku krónunni út fyrir evru á meðan rétt rúm 44% sögðust því fylgjandi. Talsvert mjórra er á mununum í afstöðu til Evrópusambandsaðildar, en rétt rúm 51% sögðust mótfallin aðild á meðan tæp 49% sögðust henni hlynnt.
Úrtak könnunarinnar var 800 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og hlutfallslega jafnt á milli landshluta. Svarhlutfallið var í kringum 75%.
Heimildir:
Meirihluti andvígur upptöku evru (Mbl.is 30/09/07)
Meirihluti andvígur evru og ESB (Dv.is 30/09/07)
Stuðningur við ESB eykst (Fréttablaðið 30/09/07)
Meirihluti vill halda íslensku krónunni (Fréttablaðið 30/09/07)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. september 2007
Ekki verður sótt um aðild að ESB eða tekin upp evra á kjörtímabilinu
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ítrekaði á fundi með sjálfstæðismönnum í Valhöll í dag að núverandi ríkisstjórn myndi ekki beita sér fyrir því á kjörtímabilinu sem nú er nýhafið að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu eða tekin upp evra sem gjaldmiðill Íslands. Sagði hann forystumenn stjórnarflokkana vera samstíga um þetta.
Heimildir:
Geir H. Haarde: Að taka upp evru einhliða álitið veikleikamerki (Mbl.is 29/09/07)
Geir: ESB-aðild ekki á dagskrá (Rúv.is 29/09/07)
Evran verður ekki tekin upp á Íslandi (Dv.is 29/09/07)
![]() |
Geir H. Haarde: Að taka upp evru einhliða álitið veikleikamerki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. september 2007
Víðtæk og mikil andstaða við Evrópusambandsaðild í Noregi
Tæplega 53% Norðmanna eru mótfallin því að Noregur gerist aðili að Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Sentio. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar eru nú í meirihluta í öllum landshlutum, aldurshópum, tekjuhópum og bæði á meðal karla og kvenna. Sé litið til stjórnmálaflokka eru andstæðingar aðildar í meirihluta á meðal kjósenda allra flokka nema Høyre. Einungis 35,6% sögðust fylgjandi aðild í könnuninni.
Stöðugur og mikill meirihluti hefur haldist í Noregi gegn aðild að Evrópusambandinu samkvæmt skoðanakönnunum allt frá því fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi árið 2005.
Norðmenn hafa sjálfir tvívegis hafnað aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslum, fyrst árið 1972 og aftur 1994.
Heimildir:
Norðmenn á móti ESB-aðild (Blaðið 25/09/07)
Hele Norge sier nei (Nationen 24/09/07)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. september 2007
Fólkið og Evrópusambandið
"Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna koma saman um þessa helgi í Portúgal til að ræða um breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins (ESB) í samræmi við niðurstöður leiðtogafundar ESB-ríkjanna í Brussel í júní sl. Ætlunin er að breyta stofnunum og skipulagi ESB, án þess að bera þurfi ákvarðanir um breytingarnar undir þjóðir ríkjanna í atkvæðagreiðslu.
Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ræddi á dögunum við Hollendinginn Pierre Mathijsen, prófessor við Frjálsa háskólann í Brussel. Hann starfaði árum saman hjá Evrópusambandinu, m.a. sem skrifstofustjóri hjá framkvæmdastjórninni. Mathijsen flutti fyrirlestur á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík miðvikudaginn 5. september um væntanlegan stofnsamning ESB og áhrif hans á samstarf Íslands og sambandsins. Birtist viðtalið við hann í Morgunblaðinu 5. september.
Mathijsen sagði ljóst, að nýi samningurinn gæti skipt máli fyrir stöðu Íslands í samstarfinu á Evrópska efnahagssvæðinu, EES, án þess hann lýsti þó frekar í viðtalinu, hvernig þetta gæti skipt máli. Kristján spurði Mathijsen, hvort Íslendingar gætu fengið undanþágur frá sjávarútvegsstefnu ESB, ef þeir gerðust ESB-aðilar. Mathijsen sagðist kenna, að engin regla væri án undatekninga. En yrði hún varanleg? spyr Kristján og svarið er: Er til nokkuð eilíft í lífinu? En þið gætuð samið, fengið undanþágu og séð síðan til. Minnast má þess sem annar sérfræðingur um ESB sagði á dögunum, Gabriel Stein: Þið kunnið að fá undanþágu en síðan kemur ESB-dómstóllinn og afnemur hana í krafti jafnræðisreglu."
Grein Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, má lesa í heild á heimasíðu hans.
Miðvikudagur, 5. september 2007
Forsætisráðherra segir ekkert kalla á gjaldmiðilsbreytingu
"Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að ekkert kallaði á gjaldmiðilsbreytingu nú en talsverð umræða er um hvort ástæða sé að taka upp evru í stað krónu. Geir sagði hins vegar að sjálfsagt væri að ræða þessi mál. Geir benti einnig á, að íslensk fyrirtæki væru með gríðarmikil viðskipti í dollurum. Þannig væri t.d. ál selt í dollurum og ferðaþjónustan ætti viðskipti í dollurum. Þá væru mörg fyrirtæki með viðskipti í pundum. Sagðist Geir ekkert sjá sem kallaði á, að Íslendingar hrapi að niðurstöðu um jafn mikilvægt mál þótt eitt fyrirtæki, Straumur-Burðarás, hefði ákveðið að skrá hlutafé sitt í evrum."
![]() |
Ekkert sem kallar á gjaldmiðilsbreytingu nú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
- Viðskiptasamningur sem breyttist í yfirtökusamning
- Spurningunni sem aldrei var svarað
- Klipptir strengir
- Skrýtið - en þó ekki
- Snorri talar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 6
- Sl. sólarhring: 275
- Sl. viku: 1417
- Frá upphafi: 1208234
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1325
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar