Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Lissabon-sáttmálanum hefði verið hafnað í flestum ríkjum ESB

Charlie McCreevy, ráðherra innrimarkaðsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, viðurkenndi í ræðu sem hann hélt í Dublin 25. júní sl. að Lissabon-sáttmálanum (Stjórnarskrá Evrópusambandsins) hefði verið hafnað í flestum ríkjum sambandsins ef íbúar þeirra hefðu fengið að greiða atkvæði um hann. Eins og kunnugt er höfnuðu Írar sáttmálanum í þjóðaratkvæði sumarið 2008.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Brian Cowen er búinn að lesa Lissabon-sáttmálann!

Forsætisráðherra Írlands, Brian Cowen, barðist af krafti fyrir því að Írar samþykktu Lissabon-sáttmálann svonefndan (þ.e. Stjórnarskrá Evrópusambandsins) í þjóðaratkvæði sem fram fór sumarið 2008. Stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna var hann spurður að því hvort hann hefði sjálfur lesið þennan sáttmála sem hann vildi svo mjög fá samþykktan. Spurningin kom flatt upp á hann og neyddist hann til þess að viðurkenna að það hefði hann alls ekki gert.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Vera í Evrópusambandinu hefði ekki bjargað Íslendingum

Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, hélt fyrirlestur í Dublin 18. júní sl. á vegum Institute of European Affairs þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að það hefði ekki bjargað Íslendingum frá því efnahagslega fárvirðri sem leiddi til efnahagshrunsins hér á landi sl. haust og falls þriggja stærstu bankanna ef Ísland hefði verið í Evrópusambandinu. Hann benti í því sambandi m.a. á að vera í sambandinu hefði ekki bjargað lettneska hagkerfinu frá því að dragast saman um 18% á þessu ári.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Seðlabanki ESB óttast nýja bankakrísu á næsta ári

Breska dagblaðið Daily Telegraph fjallaði um það nýverið að Seðlabanki Evrópusambandsins fylgdist náið með vaxandi erfiðleikum 25 banka á evrusvæðinu sem taldir eru skipta sköpum fyrir efnahagsleg afdrif svæðisins. Bankinn óttist aðra bankakrísu á svæðinu á næsta árið dragist efnahagskreppan á langinn. Dejan Krusec, sérfræðingur bankans í efnahagslegum stöðugleika, sagði bankana nógu sterka til þess að lifa af núverandi niðursveiflu en ekki ef það tekur lengri tíma að koma efnahagslífinu aftur í gang.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Umsókn um inngöngu í ESB ástæðulaus

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lýsir andstöðu við að Ísland sæki um inngöngu í Evrópusambandið en eins og kunnugt er liggur þingsályktunartillaga frá ríkisstjórninni þess efnis fyrir Alþingi. Jón Bjarnason er andvígur inngöngu og vill ekki sækja um hana. Hann segir menn ekki eiga að banka á hurð sem þeir vilji ekki að sé opnuð því þeir ætli sér aldrei þangað inn, því telji hann það algerlega ástæðulaust að sækja um inngöngu. Það megi kalla slíkt athæfi bjölluat.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Engin evra í Svíþjóð í fyrirsjáanlegri framtíð

Núverandi ríkisstjórn hægrimanna í Svíþjóð mun ekki boða til nýs þjóðaratkvæðis um evruna en kjörtímabili hennar lýkur í september á næsta ári. Hægriflokkarnir hafa ennfremur lýst því yfir að verði þeir áfram við völd á næsta kjörtímabili verði það sama uppi á teningnum. Nýverið lýstu vinstriflokkarnir í landinu því sömuleiðis yfir að ef þeir kæmust í ríkisstjórn eftir kosningarnar á næsta ári yrði ekki boðað til þjóðaratkvæðis á kjörtímabilinu. Því kjörtímabili lýkur árið 2014 þannig að ljóst þykir að þjóðaratkvæði um evruna í Svíþjóð verði ekki aftur á dagskrá fyrr en eftir það - ef einhvern tímann.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Írar þurfa að kjósa aftur um óbreyttan Lissabon-sáttmála

Forystumenn Evrópusambandsins hafa ákveðið að Írar skuli greiða aftur atkvæði um Lissabon-sáttmálann (Stjórnarskrá Evrópusambandsins), en þeir höfnuðu honum sem kunnugt er í þjóðaratkvæði sumarið 2008. Talið var að gerðar yrðu breytingar á sáttmálanum til þess að auka líkurnar á að írskir kjósendur samþykktu hann en horfið var frá því m.a. vegna þess að það hefði þýtt að önnur ríki sambandsins hefðu þurft að staðfesta hann aftur en 23 af 27 ríkjum þess hafa þegar gert það. Írar voru þó einir um að fá að greiða atkvæði um sáttmálann í þjóðaratkvæði en annars staðar var hann staðfestur af viðkomandi þjóðþingum.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Aðkoma Alþingis að Evrópumálunum álitin formsatriði

Því er haldið fram á vefnum Orðið á götunni að undirbúningur sé kominn á fullt í utanríkisráðuneytinu fyrir viðræður um inngöngu í Evrópusambandið. Þannig sé t.a.m. þegar farið að hafa samband við hina ýmsu hagsmunaaðila innanlands og þrýsta á þá að undirbúa tilnefningar fulltrúa í ráðgjafarhópa sem ætlað er að vera íslensku viðræðunefndinni til aðstoðar. Ennfremur kemur fram að þessi undirbúningur innan veggja ráðuneytisins sé ekki án vitundar og vilja Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Þjóðin mun ekki eiga síðasta orðið um ESB

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, upplýsti á Alþingi þann 18. júní að stefna ríkisstjórnarinnar væri að halda einungis ráðgefandi þjóðaratkvæði um hugsanlegan samning um inngöngu í Evrópusambandið en ekki bindandi. Þetta staðfesti Jóhanna í svari við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni benti á að þetta þýddi að íslenska þjóðin hefði ekki síðasta orðið um málið heldur ríkisstjórnin sem tæki endanlega ákvörðun um það hvort hún færi eftir niðurstöðunni eða ekki.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Fleiri skora á þingmenn VG að hafna ESB tillögu

Þann 15. júní sl. sendi Félag Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Skagafirði frá sér ályktun þar sem forysta flokksins var gagnrýnd fyrir að hafa opnað á inngöngu í Evrópusambandið þrátt fyrir þá stefnu hans að vera á móti slíkri inngöngu. Sömuleiðis hvatti félagið þingmenn flokksins til þess að hafna þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að sótt yrði um inngöngu í sambandið. Þann 17. júní sendi Félag Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Hveragerði og Ölfusi frá sér hliðstæða ályktun.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1964
  • Frá upphafi: 1176818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1789
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband