Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Segja evruna í stórhættu vegna stöðu mála á Spáni

Sérfræðingar hafa auknar áhyggjur af stöðu evrunnar eftir að lánshæfismat Spánar var lækkað sl. föstudag. Ekki var tilkynnt um lækkunina fyrr en eftir lokun fjármálamarkaðanna á Spáni og því er ekki að vænta viðbragða þeirra fyrr en á morgun mánudag þegar þeir opna á ný. Spánverjar hafa átt í gríðarlegum fjárhagserfiðleikum og telja margir að landið sé á sömu leið og Grikkland. Telja sérfræðingar horfurnar mjög slæmar sem gerir það að verkum að tiltrú á evrunni fer minnkandi.

Lesa meira


Viðurkennir að almennir borgarar evruríkja voru blekktir

Forseti Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, viðurkenndi sl. þriðjudag að því hafi verið haldið frá almennum borgurum í ríkjum Evrópusambandsins að upptaka evrunnar hefði það m.a. í för með sér að efnahagsþróun í öðrum evruríkjum hefði beinar afleiðingar á lífskjör þeirra. Með því var van Rompuy að vísa til þess að önnur evruríki hafi þurft að hlaupa undir bagga með Grikkjum í efnahagsþrengingum þeirra og munu hugsanlega þurfa þess í tilfelli fleiri ríkja á evrusvæðinu.

Lesa meira


Enginn vill bera ábyrgð á ESB-umsókninni

Ljóst er að lítill áhugi er fyrir því að axla ábyrgð á umsókn ríkisstjórnarinnar um inngöngu í Evrópusambandið. Á fundi sem fram fór í dag á skrifstofu Heimssýnar með rúmenska ESB-þingmanninum Christian Dan Preda lagði hann mikla áherslu á það að íslensk stjórnvöld hefðu lagt fram umsóknina. Það hefði ekki verið að frumkvæði sambandsins. Hliðstæð sjónarmið komu fram hjá talsmönnum Evrópusambandsins sl. haust þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi andstöðu Íslendinga við inngöngu í sambandið.

Lesa meira


Vogunarsjóðir veðja á hrun evrunnar

Stórir alþjóðlegir vogunarsjóðir veðja nú á að gengi evrunnar eigi eftir að hrynja og hafa tekið svokallaða skortstöðu gagnvart henni. Örvæntingarfullar aðgerðir Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissóðsins til þess að reyna að bjarga evrunni nýverið með yfirlýsingum um 750 milljarða evra neyðarsjóði fyrir evrusvæðið hafa engu breytt í þeim efnum. Ofan á annað eru uppi miklar efasemdir um að sambandið hafi burði til þess að útvega slíkar fjárhæðir ef þörf yrði á því en ekkert hefur verið upplýst um það hvaðan það á að koma.

Lesa meira


Skugga verði ekki varpað á hátíðarhöldin 17. júní

Allir fulltrúar í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur utan einn samþykktu bókun í dag þar sem þeirri ósk er beint til ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að formleg ákvörðun verðir ekki tekin á þjóðhátíðardag Íslands um að hefja viðræður um inngöngu í Evrópusambandið, en jafnvel er búist við að slík ákvörðun verði tekin á fundi leiðtogaráðs sambandsins sem fram fer 17. júní nk. Stefán Jóhann Stefánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu, lagði bókunina fram en hinn fulltrúi flokksins, Oddný Sturludóttir, var ein um að leggjast gegn henni.

Lesa meira


Björgunaraðgerðir vegna evrunnar kaupa aðeins tíma

Björgunaraðgerð Evrópusambandsins vegna evrunnar upp á 750 milljarða evra kaupir aðeins tíma fyrir evrusvæðið þar til fjárlagahalla ríkja á svæðinu hefur verið komið í lag. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í ræðu sem hún flutti í gær 16. maí á þingi þýsku verkalýðshreyfingarinnar. Þessi orð fela í sér talsvert annan boðskap en yfirlýsingar hennar og annarra forystumanna sambandsins fyrst eftir aðgerðina þar sem talað var um að þær fælu í sér algera björgun evrusvæðisins.

Lesa meira


Merkel vill Evrópusambandsher og eina efnahagsstjórn

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, sagði í ræðu sem hún flutti 13. maí sl. í þýsku borginni Aachen að verja yrði evruna þar sem endalok hennar þýddu endalok Evrópusambandsins. Ríki sambandsins yrðu því að koma sér saman um eina sameiginlega efnahagsstjórn. Sagði hún að Evrópusambandið væri að ganga í gegnum erfiðasta tímabil í sögu sinni og að nauðsynlegt væri að koma á sameiginlegri efnahagsstefnu og pólitískri stefnu innan þess. Í kjölfarið mætti síðan skoða t.a.m. hugmyndir um Evrópusambandsher.

Lesa meira


Norðmenn sem fyrr andsnúir inngöngu í ESB

Mikill meirihluti Norðmanna er áfram andsnúinn inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir norska ríkisútvarpið NRK eins og verið hefur í hverri einustu könnun sem gerð hefur verið í Noregi síðan árið 2005. 55% segjast nú andvíg inngöngu í sambandið en einungis 32,2% eru því hlynnt. 12,7% eru óákveðin.

Lesa meira


Vaxandi efasemdir um björgun evrunnar

Sú ákvörðun leiðtoga evruríkjanna að setja á laggirnar sérstakan neyðarsjóð til þess að bjarga evrunni upp á 750 milljarða evra er vægast sagt umdeild. Fyrstu viðbrögð markaðarins voru jákvæð en efasemdir hafa síðan færst í aukana. Óvíst þykir hvort aðgerðin dugi til þess að koma evrunni í skjól og að líklegra að hún muni aðeins fresta vandamálinu. Einnig eru efasemdir um að aðgerðin komi í veg fyrir árásir spákaupmanna á evruna og sé allt eins líkleg til þess að gera hana enn ákjósanlegra skotmark.

Lesa meira


Evrópusambandssinnar fagna í dag

Eins og áður fagna Evrópusamtökin og önnur samtök Evrópusambandssinna í dag Evrópudeginum svokölluðum á heimasíðum sínum. Þann 9. maí árið 1950 sendi þáverandi utanríkisráðherra Frakka, Robert Schuman, frá sér svonefnda Schuman-yfirlýsingu sem markaði upphafið að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag. Dagurinn er þjóðhátíðardagur sambandsins.

Lesa meira


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 490
  • Sl. sólarhring: 498
  • Sl. viku: 2328
  • Frá upphafi: 1187555

Annað

  • Innlit í dag: 452
  • Innlit sl. viku: 2072
  • Gestir í dag: 426
  • IP-tölur í dag: 418

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband