Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
Miðvikudagur, 30. nóvember 2011
Aðför að Jóni Bjarnasyni vegna ESB-andstöðu hans
Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hefur fylgt yfirlýstri stefnu Vinstri grænna um að Íslandi er betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Aðförin að Jóni í ráðherraembætti er vegna þess að hann stendur við loforð Vinstri grænna að Ísland fari ekki í aðlögunarferli að Evrópusambandinu.
Nái aðförin fram að ganga og Jóni verði bolað úr ríkisstjórn Íslands eru ESB-sinnar einráðir í stjórnarráðinu.
Ríkisstjórnin er þar með komin í beina andstöðu við 65 prósent hluta þjóðarinnar sem er andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hversu lengi getur það gengið?
Vilja Jón áfram sem ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. nóvember 2011
Ísland með krónu betri en ESB og evran
Ef Ísland hefði verið í evru-samstarfið væri þar meira atvinnuleysi og hagvöxtur nánast enginn, skrifar viðskiptaritstjóri Daily Telegraph, Ambrose Evans-Pritchard. Hann ber saman atvinnuleysi og hagvaxtarhorfur nokkurra evru-ríkja við spá OECD fyrir Ísland og kemst að eftirfarandi niðurstöðu:
Ísland með eigin mynt og fullveldi gat brugðist við hruninu á skilvirkari og skynsamari hátt en þær þjóðir sem búa við evru og Evrópusambandið.
Samt er á Íslandi til fólk sem vill fórna fullveldinu fyrir aðild að Evrópusambandinu. Það er ekki allt í lagi heima hjá okkur.
Mánudagur, 28. nóvember 2011
Evran á tíu daga eftir, nema...
Dagar evrunnar eru taldir nema leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykki þríþætta grundvallarstefnubreytingu á næsta neyðarfundi, þann 9. desember. Í fyrsta lagi að Evrópski seðlabankinn fá leyfi til að prenta peninga, í öðru lagi útgáfu evru-skuldabréfa, þar sem ríku Norður-Evrópuþjóðirnar niðurgreiða vexti Suður-Evrópu. Í þriðja lagi þarf að stofna sameiginlegt fjármálaráðuneyti fyrir evrulöndin 17.
Greiningin kemur frá Wolfgang Münchau sem þungaviktarmaður í fjármálaumræðunni og skrifar í Financial Times.
Það er sem sagt lengra til jóla en að evran leggist í kör.
AGS á ekki í viðræðum við Ítali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. nóvember 2011
Stór-Evrópa - kaputt evra
Eina leiðin til að bjarga Evrópusambandinu úr skuldakreppunni sem stafar af evru-samstarfinu er að leggja niður sem sjálfstæð þjóðríki þau 17 lönd sem mynda evruland. Tálsýn var að aukinn samruni á sviði fjárlagagerðar sé nóg til að bjarga evru-samstarfinu.
Hagfræðingurinn Liam Haligan greinir málið á þennan veg
There is clearly no hope of Germany stumping up any more bail-out cash without tighter controls on the Club Med countries purse strings. Such controls may be put in place. But thats not fiscal union. The only way a single currency can work in the long term is by pooling a large share of total tax revenues and having intra-regional fiscal transfers, as in the US. Yet that will never happen in Western Europe.
Haligan segir Stór-Evrópu ekki í augsýn og því sé endatafl evrunnar á næsta leiti. Hvernig evru-samstarf ríkjanna 17 mun liðast í sundur er ómögulegt að spá um. Aðeins eitt er öruggt. Evran eins og hún er í dag er kaputt.
Ítalir mótmæla einkavæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. nóvember 2011
Merkel og íslenska umsóknin
Merkel kanslari Þýskalands sagði á leiðtogafundi í gær vanda evrusvæðisins aðeins leystan með breytingum á stofnsáttmálum Evrópusambandsins og samruna ríkisfjármála aðildarríkjanna. Aumingja Össur utanríkis á Íslandi sagði í fyrradag að skuldakreppan í álfunni væri efnahagslegt lítilræði hvers lausn væri þegar ,,teiknuð."
Samkvæmt Financial Times hefur Merkel ekki áður tekið jafn sterkt til orða um nauðsyn samruna ríkisfjármála. Samruninn felur í sér að fjárlagavaldið flyst frá þjóðríkjum til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.
Ráðuneytið á Rauðarárstíg er ekki með heimild frá alþingi að flytja valdheimildir um íslensk ríkisfjármál til Brussel. Umsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður að afturkalla.
(Tekið héðan.)
Fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Össur fávís um ESB
Pólitískar breytingar á starfsemi Evrópusambandsins voru kynntar í gær, þar sem sambandið tekur sér heimildir til að grípa inn í fjárlög aðildarríkja. Í Evrópu er umræðan öll á þann veg að Evrópusambandið sé búið að vera í núverandi formi og ekkert annað en gerbreyting á stofnanakerfi þess geti bjargað sambandinu.
Vorskipin eru ekki enn komin í höfn hjá utanríkisráðuneyti Íslands með tíðindi úr Evrópu. Í gær stóð í ræðustól alþingis Össur Skarphéðinsson ráðherra utanríkismála og aðlahöfundur umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hér er endursögn af málflutningi hans
Össur segist vera þeirrar skoðunar að menn séu búnir að skilgreina vandann í Evrópu. Menn viti í hverju hann liggi. Þetta er fyrst og fremst skuldakreppa ríkjanna. Menn þekkja vandann og menn þekkja umfang hans, segir Össur og bætir við að menn hafi teiknað upp leiðir til að taka á þeim vanda.
Utanríkisráðherra sem ekki er betur að sér um helsta viðfangsefni ráðuneytisins ætti að íhuga nýjan starfsvettvang. Til dæmis að telja fiska.
Umræðan súrrealísk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Fullveldi fórnað fyrir framtíð evrulands
Evru-samstarf 17 af 27 ríkjum Evrópusambandsins krefst æ meira af fullveldi aðildarríkjanna. Framkvæmdastjórnin í Brussel ætlar sér að handstýra ríkisútgjöldum einstakra ríkja. Agavaldi Brussel verður mætt með efnahagslegri skæruliðastarfsemi. Nú þegar neita Grikkir að borga snarhækkaða rafmagnsreikninga.
Tilraunir til herða reglurnar og yfirtaka fullveldi þjóðríkja evrunni til bjargar eru dæmdar til að mistakast að dómi þeirra Simon Tilford og Philip Whyte sem birtu nýlega greiningu á evru-samstarfinu.
Tilford og Whyte eru hlynntir samrunaþróun ESB og þeirra greining er að yfirþjóðlegt vald Stór-Evrópu sé eina meðalið til bjargar - annars sé evru-samstarfið dauðadæmt.
Tillögur ESB kynntar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. nóvember 2011
Skynsemi.is og ályktun Sjálfstæðisflokksins
Um 9300 manns hafa skrifað undir ályktun á skynsemi.is þar sem segir: ,,Við skorum á alþingi að leggja til hliðar aðildarumsókn að Evrópusambandinu." Efnislega er áskorunin samhljóða ályktun Sjálfstæðisflokksins um að gera hlé á við ræðum við Evrópusambandið, en þar segir
Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Skynsemin segir okkar að skrifa undir hjá skynsemi.is
Mánudagur, 21. nóvember 2011
Skýr andstaða Sjálfstæðisflokksins við ESB-aðild
Sjálfstæðisflokkurinn vill hætta umsóknarferlinu gagnvart Evrópusambandinu og ekki leggja af stað á ný í þann leiðangur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér er málsgreinin um Evrópumál í ályktun landsfundarins
Sjálfstæðisflokkurinn telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusa bandið (ESB) og styður því ekki aðildarviðræður ríkisstjórnarinnar. Samstarfinu við ESB er best viðhaldið og það eflt á grundvelli EES-samningsins. Sjálfstæðisflokkurinn varaði við því að hafnar yrðu aðildarviðræður við ESB án þess að ákvörðun um að óska eftir aðild væri tekin á grundvelli breiðrar samstöðu í samfélaginu og án þess að skýr samningsmarkmið lægju fyrir. Ekkert tillit var tekið til þeirra aðvarana og eru aðildarviðræðurnar nú í ógöngum á ábyrgð klofinnar ríkisstjórnar til málsins. Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Með þessari samþykkt er enn á ný staðfest einangrun Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Allir flokkar nema Samfylkingin eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Harðlínuöfl ofan á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. nóvember 2011
Hlé á ESB-viðræðum, þjóðaratkvæði um framhaldið
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti ályktun um utanríkismál þar sem segir að hlé skuli gert á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Landsfundurinn ítrekar að Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn í landinu sem vill aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Felldu tillögu um að draga umsókn til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 39
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 2002
- Frá upphafi: 1176856
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 1824
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar