Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
Sunnudagur, 20. nóvember 2011
ESB fær íslenska lýtaaðgerð

Laugardagur, 19. nóvember 2011
Kvótahopp í boði Össurar
Bretar og Írar kynntust kvótahoppi spænskra útgerða strax eftir inngöngu Spánverja í Evrópusambandið um miðjan níunda áratuginn. Með styrkjum frá ESB keyptu Spánverjar útgerðir á Írlandi, Skotlandi og Englandi og komust þannig yfir kvótann. Reynt var að reisa skorður við yfirgangi Spánverja en það kom fyrir lítið. Auðvelt var að sniðganga kvaðir um ,,efnahagsleg tengsl" við það ríki sem í hlut átti.
Aðalsamningamaður Össurar Skarphéðinssonar segir hreint út að Íslendingar verða ofurseldir kvótahoppi gangi þeir í Evrópusambandið
Kolbeinn Árnason, formaður samningshóps um sjávarútvegsmál við Evrópusambandið, segir að ljóst sé að ef Ísland gangi í Evrópusambandið verði borgurum annarra ríkja ESB heimilt að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi en hægt er að krefjast þess að eigendur útgerða hafi efnahagsleg tengsl við það ríki sem úthlutar þeim aflaheimildum.
Innganga í Evrópusambandið er efnahagslegt sjálfsmorð fyrir Íslendinga.
![]() |
Öðrum leyft að fjárfesta hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. nóvember 2011
Ómarktæk könnun ESB-sinna
ESB-sinnar keyptu eftirfarandi spurningu hjá Capacent Gallup:
Hvort vilt þú slíta aðildarviðræðum við ESB eða ljúka aðildarviðræðum og fá að kjósa um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Með því að tengja þjóðaratkvæðagreiðsluna við aðildarviðræður er sótt í þann hóp fólks sem er hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslum - en þarf ekkert endilega að vera hlynnt aðildarviðræðum. Spurningin heldur ekki máli faglega.
Skoðanakönnun sem MMR gerir fyrir Andríki sýnir að meirihluti landsmanna, 50,5 prósent, vill draga aðildarumsóknina tilbaka en 35,3 prósent halda umsókninni til streitu.
Capacent Gallup gerði hliðstæða könnun fyrir Heimssýn í sumar og þar 51 prósent landsmanna fylgjandi því að draga umsóknina tilbaka.
Í báðum þessum könnunum var fylgt heiðarlegum vinnubrögðum og spurt hlutlaust.
MMR spurði fyrir Andríki svona
Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka?
Capacent Gallup spurði fyrir Heimssýn á þennan veg
,,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?
Með svindlkönnun ESB-sinna, þar sem fylgjendur þess að klára aðildarviðræður eru lagðir saman við þá sem hlynntir eru þjóðaratkvæðagreiðslum, tekst að kreista hlutfallið upp í 53,1 prósent.
Litlu verður Vöggur feginn.
(Tekið héðan.)
![]() |
Meirihluti vill kjósa um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. nóvember 2011
Afturköllum ESB-umsóknina, segir þjóðin
Meirihluti þjóðarinnar vill afturkalla umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Könnun MMR fyrir Andríki sýnir sömu niðurstöðu og könnun Capacent Gallup í sumar fyrir Heimssýn.
Í báðum tilvikum vilja rúm 50 prósent draga umsóknina tilbaka en 35 til 38 prósent vilja halda umsókninni til streitu.
Aðildarsinnar á Íslandi eru fyrir löngu búnir að tapa slagnum um það hvort þjóðin sé fylgjandi eða andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Seinni víglína aðildarsinna, ,,að klára umsóknina til að kíkja í pakkann," er að hrynja.
![]() |
Fleiri vilja hætta við umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. nóvember 2011
Svindlkönnun ESB-sinna fyrir landsfund
Á morgun verður birt skoðanakönnun aðildarsinna þar sem Capacent Gallup hefur selt trúverðugleika sinn og hannað niðurstöður fyrir aðildarsinna. Spurning Capacent Gallup er þessi:
Hvort vilt þú slíta aðildarviðræðum við ESB eða ljúka aðildarviðræðum og fá að kjósa um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu?
1 Slíta aðildarviðræðum
2 Ljúka aðildarviðræðum við ESB og fá að kjósa um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.
3 Vil ekki svara
4 Veit ekki
Framsetningin á spurningunni þverbrýtur meginreglur skoðanakannana. Viðskeytið ,,fá að kjósa um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu" við einn svarmöguleikann skekkir niðurstöðuna. Þeir sem vilja slíta aðildarviðræðum þurfa að vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslum - en það er óvart tveir aðskildir hlutir.
Skoðanakönnunin verður kynnt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og til þess gerða að hafa áhrif á landsfundarfulltrúa.
Líklega verður næsta skoðanakönnun aðildarsinna á þessa leið: viltu fá samning við Evrópusambandið og betra veðurfar?
(Tekið héðan.)
Miðvikudagur, 16. nóvember 2011
Svindlkönnun ESB-sinna fyrir landsfund
Á morgun verður birt skoðanakönnun aðildarsinna þar sem Capacent Gallup hefur selt trúverðugleika sinn og hannað niðurstöður fyrir aðildarsinna. Spurning Capacent Gallup er þessi:
Hvort vilt þú slíta aðildarviðræðum við ESB eða ljúka aðildarviðræðum og fá að kjósa um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu?
1 Slíta aðildarviðræðum
2 Ljúka aðildarviðræðum við ESB og fá að kjósa um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.
3 Vil ekki svara
4 Veit ekki
Framsetningin á spurningunni þverbrýtur meginreglur skoðanakannana. Viðskeytið ,,fá að kjósa um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu" við einn svarmöguleikann skekkir niðurstöðuna. Þeir sem vilja slíta aðildarviðræðum þurfa að vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslum - en það er óvart tveir aðskildir hlutir.
Skoðanakönnunin verður kynnt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og til þess gerða að hafa áhrif á landsfundarfulltrúa.
Líklega verður næsta skoðanakönnun aðildarsinna á þessa leið: viltu fá samning við Evrópusambandið og betra veðurfar?
(Tekið héðan.)
![]() |
Dregur saman með frambjóðendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. nóvember 2011
Þjóðverjar og Bretar og ólík ESB-framtíð
Þjóðverjar krefjast þess að Bretar borgi meira til að bjarga evru-samstarfinu. Ítalía og önnur Suður-Evrópuríki eru komin að fótum fram og þurfa meiri efnahagsaðstoð en Þjóðverjar og Frakkar hafa efni á að veita.
Bretar, á hinn bóginn, eru ekki í evru-samstarfinu og hafa auk þess allt aðra sýn á framtíð Evrópusambandsins en Frakkar og Þjóðverjar. Bretar sjá fyrir sér fríverslunarbandalag en meginlandsþjóðirnar sameinaða Evrópu.
Telegraph fjallar um ásakanir Þjóðverja á hendur Bretum að þeir vilji ekki borga fyrir sameiginlegar þarfir Evrópusambandsins en aðeins njóta ávaxtanna. Bretar svara á móti að það sé evru-samstarfið sem sé í uppnámi en ekki Evrópusambandið sjálft.
Orrahríðin er rétt að hefjast. Til að bjarga evru-samstarfinu verður að stórauka miðstýringu á ríkisfjármálum þeirra 17 ríkja af 27 ESB-ríkjum sem eru með evru fyrir lögeyri. Miðstýring frá Brussel er eitur í beinum Breta.
Evru-löndin munu engjast í skuldakreppum um langt árabil og deilurnar milli Frakka og Þjóðverja annars vegar og hins vegar Breta stigmagnast. Gagnólík sýn á framtíð Evrópusambandsins leiðir fyrr heldur en seinna til klofnings. Nema, auðvitað, að evru-samstarfið hrynji áður. Þá er alltbú.
![]() |
Álag á ítölsk skuldabréf rúm 7% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. nóvember 2011
Þjóðverjar þurfa ekki evruna
Vandamál evrusvæðisins er fremur styrkur Þýskalands en veikleiki Grikklands, því það er styrkur þýsks efnahagslífs sem skapar mesta ójafnvægið.
Þetta vilja ýmsir evrusinnar ekki heyra á minnst, en ýmsir þýskir hagfræðingar hafa þó komið inn á svipaða hluti, t.d. Heiner Flassbeck, einn af yfirmönnum hjá Sameinuðu þjóðunum, sem heimsótti Ísland fyrir nokkru.
Markmið sumra með því að stofna Evrópusambandið var að koma í veg fyrir að Þjóðverjar yrðu of öflugir, en stofnun myntbandalags Evrópu hefur þrátt fyrir það leitt til þess að efnahagsstyrkur Þýskalands hefur vaxið gífurlega á meðan jaðarríkin í bandalaginu hafa veikst.
Lausnin gæti því verið að Þjóðverjar færu út úr evrunni, tækju upp markið aftur, sem myndi styrkjast og draga úr hagkvæmni útflutnings frá Þýskalandi. Þannig kæmist kannski fyrst á jafnvægi í Evrópu.
![]() |
Aukinn hagvöxtur í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. nóvember 2011
Raddir Evrópu
Heimssýn eru víðsýn samtök. Þess vegna gerði tíðindamaður samtakanna sér far um það þegar hann átti þess kost að fara um nokkrar borgir í Mið-Evrópu að hlusta á rök heimamanna. Það sem kom á óvart var að þau voru flest á einn veg og það var viss beygur í fólki. Myntsamstarfið hefur leikið lönd Evrópu með misblíðum hætti. Sum hafa blómstrað eins og Þýskaland. Önnur hafa ekki komist almennilega á skrið, eins og Slóvakía.
Leiðsögumaður í Vínarborg óttaðist að evran myndi draga Austurríki enn frekar inn í skuldabaslið í álfunni. Þjónn á veitingahúsi í borginni sem var frá Túnis var búinn að fá sig fullsaddan af ástandinu og því að fólk gæti verið heima á fínum bótum þegar fólk vantaði í vinnu í hans geira. Hann var sjálfur á leið til Túnis!
Leigubílstjóri í Bratislava í Slóvakíu var verkfræðingur án verkefna í því fagi. Honum var tíðrætt um dýrtíðina með evrunni, mikið atvinnuleysi og erfiðleika hjá fólki við að ná endum saman.
Tékkar hafa ekki tekið upp evruna og þykjast margir hólpnir. Þegar ég greindi ungum tékkneskum hjónum frá ummælum Merkel um erfiðleika í Evrópu á næstunni kom skelfingarsvipur á andlit þeirra. Þau höfðu nýverið staðið í fjárfestingum á nýju húsnæði. Ef atvinna minnkar eiga þau erfitt með að standa í skilum.
Hagfræðiprófessor frá Póllandi þakkaði sínum sæla fyrir að Pólverjar hefðu ekki tekið upp evruna. Hann óttaðist verulega að ef af því yrði myndi pólskur iðnaður lúta í lægra haldi í samkeppninni við velsmurða iðnaðarmaskínu Þýskalands. Hann sá enga aðra lausn fyrir Evrópu í þessum efnum en að gjaldmiðilssamstarfinu yrði skipt upp að einhverju leyti.
Evrópskir vinir mínir spurðu um stöðuna á Íslandi. Ég sagði þeim að hagvöxtur væri á Íslandi og atvinna að aukast og að við værum í vissu skjóli frá atburðarásinni á meginlandinu.
-s
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. nóvember 2011
Hjálendustefna Samfylkingar
Samfylkingarhluti ríkisvaldsins er skipaður úrtölufólki sem notar hvert tækifæri til að tala niður kjark og dug þjóðarinnar. Ráðherrar Samfylkingar sjá Ísland fyrir sér sem hjálendu Evrópusambandsins.
Gjaldmiðilinn, efnahagsstefnuna og aðrar bjargir eigum við að sækja til Brussel, segja þau Jóhanna, Össur og Árni Páll.
Hjálendustefnan elur á eymd og volæði.
![]() |
Sveiflast milli bjartsýni og svartsýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
- Viðskiptasamningur sem breyttist í yfirtökusamning
- Spurningunni sem aldrei var svarað
- Klipptir strengir
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 278
- Sl. sólarhring: 327
- Sl. viku: 1854
- Frá upphafi: 1208729
Annað
- Innlit í dag: 244
- Innlit sl. viku: 1712
- Gestir í dag: 228
- IP-tölur í dag: 225
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar