Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Evrópuelítan fundar - sex punktar um væntanlega óöld

Valdstjórnarskipti í Róm og Aþenu voru ekki á dagskrá fundar Evrópuelítunnar í Varsjá í síðustu viku - en það var fylgst með yfirtöku tæknivelda á ríkisstjórnum tveggja evrulanda. Í Varsjá voru mættir þrír fyrrum utanríkisráðherrar stórvelda álfunnar, þar á meðal sjálfur Josckha Fischer frá Þýskalandi, auk annarra frammámanna í Evrópuelínunni að ræða stöðuna á samrunaverkefninu sem heitir Evrópusambandið.

Vettvangurinn heitir European Council on Foreign Relations og er m.a. fjármagnaður af auðkýfingnum George Soros. Blaðamaðurinn Gideon Rachman frá Financial Times segir í sex liðum hver meginstef fundarins voru. Í hnotskurn eru þau þessi

1) Meiri pólitískur samruni er nauðsynlegur til að bjarga evrunni og þar með Evrópusambandinu.

2) Bretland og Svíþjóð verða ekki hluti af pólitískum samruna og það felur í sér að Evrópusambandið klofnar í kjarna og hismi. Ekki er eining um þessa afstöðu meðal Þjóðverja sem missa mikilvæga bandamen við klofninginn.

3) Bretar eru ljóti andarungi Evrópusambandsins.

4) Fjármálamarkaðir eiga enn eftir að leika evruland grátt. Lánshæfni stórríkja er í hættu, jafnvel Þýskalands, vegna sameiginlegrar skuldbindinga evru-ríkja.

5) ,,Öfgaflokkar" til hægri og vinstri ógna samtöðunni í stjórnmálakerfum Evrópusambandsríkja. Slíkir flokkar eru andsnúnir ESB.  Framsóknarflokkurinn á Íslandi var ekki nefndur á nafn í þessu samhengi - þótt ótrúlegt megi virðast.

6) Það er ábyrgðarlaust að vera á móti evru-verkefninu. Ef það fellur þá fellur Evrópusambandið. Ef Evrópusambandið líður undir lok rís nasisminn upp á ný.

(Nei, Eiríkur Bergmann var ekki á fundinum, eftir því sem næst verður komist).


mbl.is Berlusconi segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhugsandi að óbreytt evru-samtarf standi

Evran veldur óstöðugleika í Evrópu sökum þess að skuldug evru-ríki eiga enga möguleika að rétta sig af. Skuldirnar hlóðust upp vegna þess að Suður-Evrópuríki nutu í áratug þýskra vaxta en ekki þýsks fjármálaaga.

Til að bæta upp tapaða samkeppnisstöðu gagnvart Þýskalandi hefðu Suður-Evrópuríkin þurft að lækka gengið hjá þér - en það er ekki hægt í myntbandalagi.

Í París og Berlín eru þessa dagana settar saman áætlanir um framtíð evru-samstarfsins. Aðeins eitt er öruggt að komi út úr þeirri vinnu: óbreytt evru-samstarf 17 ríkja af 27 ríkjum Evrópusambandsins er óhugsandi.


mbl.is Vilja enn varðveita evrusvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkel: ESB er búið að vera

New York Times hefur eftir Angelu Merkel kanslari Þýskalands orð sem tæpast verða túlkuð á annan veg en þann að Evrópusambandið sé búið að vera í núverandi mynd. Hér er tilvitnunin í Merkel

“It is time for a breakthrough to a new Europe,” Mrs. Merkel said. “A community that says, regardless of what happens in the rest of the world, that it can never again change its ground rules, that community simply can’t survive.”

Þegar bæði forseti Frakklands og kanslari Þýskalands taka til við að boða uppskiptingu á Evrópusambandinu eru deginum ljósara að sambandið er komið á ruslahaug sögunnar.

Einhver ætti að hnippa í forsætisráðherra Íslands og láta vita um þessa atburði í útlöndum.

       


mbl.is Sarkozy: Tveggja-hraða ESB eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur: Heimssýn eru samtök gegn lýðræði

Í utandagskrárumræðu á alþingi sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að Heimssýn væru samtök gegn lýðræði.

Eina baráttumál Heimssýnar er að Ísland eigi betur heima utan Evrópusambandsins en innan þess.

Utanríkisráðherra sem segir að frjáls félagasamtök með sakleysislegt áhugamál séu gegn lýðræðinu er vís með að fylgja sannfæringu sinni eftir. Og hvað er þá orðið eftir af lýðræðinu?


Ómálefnaleg umsókn og umræða eftir því

Umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins um aðild Íslands að Evrópusambandinu er ómálefnaleg með því að hvorki var nýkjörið alþingi með umboð frá kjósendum að sækja um aðild sumarið 2009 né var breið samstaða um umsóknina í þjóðfélaginu. Þvert á móti var umsóknin keyrð í gegnum alþingi með pólitískri fjárkúgun af hálfu Samfylkingar og beinum svikum Vinstri grænna við kjósendur sína.

Af hálfu ríkisvaldsins er umræðan um Evrópusambandið keyrð áfram af blekkingum sem neitar einföldustu staðreyndum um ferlið sjálft, þ.e. að umsóknarríki fara í aðlögunarferli inn í Evrópusambandið. Eftirtekjan er í samræmi málatilbúnaðinn: andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu er aldrei meiri.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra situr uppi með ónýta aðildarumsókn. Til að bjarga andlitinu og fegra ömurlega ásýnd Samfylkingarinnar í málinu skipar Össur ,,samráðshóp í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu." Össur segir að samráðshópurinn eigi að stuðla að ,,málefnalegri" umræðu. Heyr á endemi.

Eina málefnalega útleið Össurar og samfylkingarhluta ríkisvaldsins í málinu er að draga tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is Salvör formaður ESB-samráðshóps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB ákveður gríska ríkisstjórn - og eigið andlát

Hótun Evrópusambandsins að Grikkjum yrði sparkað úr Evrópusambandinu ef þeir efndu til þjóðaratkvæðis um neyðarlán frá ESB dró þann dilk á eftir sér að gríska stjórnin féll. Íhlutun ESB í grísk innanríkismál er enn einn naglinn í líkkistu sambandsins.

Samkvæmt Telegraph veldur hótun leiðtoga Evrópusambandins gagnvart Grikkjum þeim ófyrirséðu afleiðingum að tiltrú á Evrópusambandið sjálf snarminnkar hjá þeim sem höfðu þó ekki Brusselvaldið í hávegum: fjármálamörkuðum.

Fjármálamarkaðir stunda veðmál um allar trissur þar sem í húfi er tilvist Evrópusambandsins. Hótun um brottrekstur ríkis úr sambandinu eykur óvissuna sem aftur elur á spákaupmennsku um framtíð ESB.

 


mbl.is Ný stjórn í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar íhuga stöðu sína í Evrópusambandinu

Breytingar á atkvæðavægi í ráðherraráði Evrópusambandsins, sem er æðsta valdastofnunin í Brussel, og fyrirsjáanlegur samruni ríkisfjármála evru-ríkja eru þyrnar í augum Breta. Hvorki finnst Bretum fýsilegt að verða ofurliðni bornir með atkvæðum evru-ríkja né vilja þeir framselja meira af fullveldi sínu til Brussel.

Bretland kaus að standa utan evru-samstarfsins og engar líkur eru að þeir gangi til liðs við evru-löndin 17 þegar fyrir liggur að það er uppskrift að efnahagsböli. Bretar vilja gjarnan eiga frjáls viðskipti við meginlandið en eru með fyrirvara á samrunaþróuninni.

Umrótið í Evrópusambandinu gæti leitt til þeirra varnarviðbragða Frakklands og Þýskalands að þau freisti þess að verja ávinninga samstarfs meginlandsþjóðanna með því að dýpka samstarfið.

Tveggja hraða Evrópusamband þar sem 17 evru-lönd mynda kjarna en hin tíu í samstarfi við kjarnann með ígildi EES-samnings er raunhæfur möguleiki.

 


Evran þarf áratugi; evruland verði Þýskaland

Kanslari Þýskalands vill að ríki í evru-samstarfinu taki upp þýskan aga í ríkisfjármálum, t.d. með því að banna ríkisfjárhalla með lögum.  Angela Merkel er eflaust vel meinandi Þjóðverji og ber almenna velsæld íbúa evrulands fyrir brjósti.

Á hitt er að líta að frá stofnun Þýskalands árið 1871 hefur íbúum meginlands Evrópu í tvígang boðist að verða þýskir þegnar. Í bæði skiptin var tilboði Þjóðverja hafnað.

Evruland gæti þróast í Þýskaland á löngum tíma. Líklegra er þó að Grikkir haldi áfram að vera Grikkir og Spánverjar spænskir. Gjaldmiðill breytir ekki þjóðum.


mbl.is Löng leið að bata á evru-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB leggur línurnar í grískum stjórnmálum

Forsætisráðherra Grikklands boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um neyðarlán Evrópusambandsins vegna skuldavanda ríkissjóðs. Evrópusambandið lagðist gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni og allt bendir til að vilji valdhafanna í Brussel ráði för á kostnað ríkisstjórnarinnar í Aþenu.

Evrópusambandið þrýstir á myndun þjóðstjórnar í Grikklandi. Þjóðstjórn felur í sér að allir stjórnmálaflokkar Grikklands verða ábyrgir gagnvart Evrópusambandinu. Engin stjórnarandstaða býður fram valkosti þar sem öll stjórnmálaöfl hafa játað Brussel trúnaði.

Leppstjórn Evrópusambandsins í Aþenu eykur ekki trú alþjóðar á lýðræði.


mbl.is Vill að mynduð verði samsteypustjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkjum settir úrslitakostir

Forsætisráðherra Grikkja boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um neyðarlán frá Evrópusambandinu. Leiðtogar Evrópusambandsins segja að þjóðaratkvæðið muni snúast um það hvort Grikkir verði áfram í evru-samstarfinu eða ekki.

Tveir ráðherrar grísku ríkisstjórnarinnar hafa opinberlega andmælt tillögu forsætisráðherra landsins um þjóðaratkvæði. Ef ríkisstjórnin í Aþenu fellur verður Evrópusambandinu kennt um að skipta sér af grískum innanríkismálum.

Skuldakreppan í evrulandi er óðum að taka á sig mynd hagfræðilegs hernaðar þar sem meginherir  stórríkja takast á annars vegar og hins vegar skæruliðahópar smáríkja.  


mbl.is Ræða vanda Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 117
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 696
  • Frá upphafi: 1116889

Annað

  • Innlit í dag: 112
  • Innlit sl. viku: 613
  • Gestir í dag: 108
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband