Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Össur talar um Indland, bin Laden - bara ekki um ESB

Össur Skarphéðinsson er einangraðasti utanríkisráðherra lýðveldissögunnar. Össur keyrir áfram mál sem stjórnmálaflokkarnir, utan Samfylkingu, hafa sameinast gegn. Þrír flokkar hafa ályktað gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu og þeir eru með meirihluta þjóðarinnar á bakvið sig.

Í fílabeinsturni Össurar við Rauðarárstíg er opinber umræða um Evrópusambandið tabú. Utanríkisráðherrar er til í umræðu um allt nema vanhugsuðu aðildarumsóknina sem Össur keyrði í gegnum alþingi sumarið 2009.

Góðvinur Össurar, Egill Helgason, vekur athygli á feimni ráðherra að tala opinberlega um stærsta pólitíska álitamála seinni tíma. 


ASÍ og stöðugleiki á kostnað launafólks

Verkalýðsfélög í Evrópu standa fyrir fjöldamótmælum vegna sáttmálans sem kenndur er við evru-plús og á að tryggja stöðugleika á evrusvæðinu. Samtök verkalýðsfélaga í Evrópu segja að stöðugleikinn sé allur á kostnað launþega.

Svíþjóð neitar að skrifa upp á sáttmálann með þeim rökum að hann stofni í hættu samningsfrelsi verkalýðshreyfingarinnar.

Á Íslandi gerist það að forseti ASÍ mælir sérstaklega með evru-aðild til að fá stöðuleika

Ágætu félagar, að sama skapi verðum við að horfast í augu við, að öflugt velferðarsamfélag verður aðeins reist á trúverðugum og varanlegum efnahagslegum stöðugleika og uppbyggingu, sem leggur grunn að öryggi í lífskjörum okkar og afkomu. Þann stöðugleika og trúverðugleika sem okkur vantar svo sárlega nú, höfum við einstætt tækifæri til að ná með því að ljúka viðræðum okkar við Evrópusambandið um aðild,...

Nei, ávarpið var ekki flutt 1. apríl heldur fyrsta maí á baráttudegi verkalýðsins.


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 122
  • Sl. sólarhring: 545
  • Sl. viku: 2629
  • Frá upphafi: 1166389

Annað

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 2256
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband