Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Ísland getur lokað á kólígerla frá ESB

Á meðan Ísland er enn utan Evrópusambandsins erum við í stakk búin að verjast kólígerlasmiti og annarri óværu í matvælum frá ríkjum Evrópusambandsins.

Ef við álpuðumst inn í Evrópusambandið væri útilokað fyrir okkur að reisa varnir gegn menguðum matvælum.

Drögum umsóknina um aðild tilbaka áður en frekari skaði hlýst af.


mbl.is Kólígerlar ekki á baunaspírum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Bjarnason, Össur og flokkshagsmunir Samfylkingar

Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra stendur vörð um íslenska hagsmuni gagnvart Evrópusambandinu og krefst verndar fyrir landbúnaðinn gagnvart verksmiðjubúskap ESB. Umboðið sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fékk frá alþingi sumarið 2009 til að sækja um aðild að Evrópusambandinu var skilyrt. Alþingi segir skýrt og ákveðið að eitt samningsmarkmið Íslands eigi að vera vernd fyrir landbúnaðinn. Orðrétt er skilyrðið eftirfarandi

Meiri hlutinn leggur áherslu á að skýr stuðningur við mjólkurframleiðslu og annan hefðbundinn búskap verði eitt af samningsmarkmiðum Íslands. Það á t.d. við um afnám tolla þar sem tollverndin hefur verið ein af stoðum íslensks landbúnaðar, ekki síst hefðbundins landbúnaðar.

Össur neitar að fara eftir samþykkt alþingis og ber Jóni Bjarnasyni á brýn að standa í vegi fyrir þessu sérmáli Samfylkingarinnar sem aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið eru óneitanlega. Jón fylgir fram skilyrðum alþingis en Össur reynir að komast undan þeim.

Þjóðarhagsmunir eiga vitanlega að vega þyngra en flokkshagsmunir Samfylkingarinnar, þótt Össur telji að því skuli á hinn veginn farið.

(Tekið héðan.)

 


Grikkir skulda 170% af þjóðarframleiðslu

Gríski ríkissjóðurinn mun skulda 170 prósent þjóðarframleiðslunnar innan skamms. Til að greiða vexti af þeim lánum sem Evrópusambandið þvingar Grikki til að taka svo að þýskir og franskir bankar fái greitt af grískum lánum mun kosta Grikki milli 10 og 20 prósent þjóðarframleiðslunnar.

Allir með augu og eyru vita að Grikkir fara í gjaldþrot, spurningin er aðeins hvenær. Dálkahöfundur Telegraph spáir að gjaldþrotið verði árið 2012.

En árið 2012 er einmitt árið þegar aðildarsamningur Íslands við Evrópusambandið verður tilbúinn, samkvæmt Jóhönnu Sig. forsætisráðherra.

Sniðug tímasetning hjá Jóku eins og fyrri daginn.


Stöð 2 á ESB-spena Össurar

Stöð 2 er orðið einkamálgagn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra í baráttu hans að halda lífi í umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í fyrradag var frétt á Stöð 2 um að Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra tefði fyrir samningaviðræðum við Evrópusambandið. Í gær var frétt á Stöð 2 um að Steingrímur J. Sigfússon stæði í vegi fyrir fjögurra milljarða styrk frá Evrópusambandinu til að endurnýja tölvukerfi tollsins.

Fréttamaður í báðum tilvikum var Þorbjörn Þórðarson. Fréttirnar voru keimlíkt unnar til að falla að fyrirframgefinni niðurstöðu. Þorbjörn blandaði saman ónafngreindum heimildum í viðtal við Össur sem seldi umsóknaráróðurinn í samtals fjórar mínútur í fréttatíma Stöðvar 2.

Hvað fær Þorbjörn í laun fyrir greiðviknina? Boðsferð til Brussel?


Kólígerlar í ESB-fiski gætu rústað Íslandi

Rússar hafa bannað allan innflutning á grænmeti frá Evrópusambandinu vegna ótta við banvænt kólígerlasmit sem talið er víst að komi úr grænmeti. Öll 27 ríki Evrópusambandsins eru sett undir sama hattinn og er þetta dæmi um óhagkvæmni ríkjabandalagsins.

Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu og kólígerlasmit kæmi upp í fiski hjá einhverri annarri aðildarþjóð er hætta á að viðskiptabann á Evrópusambandið myndi leggja sjávarútveg landsins í rúst.

Örugg vörn gegn viðskiptabanni á Evrópusambandið er að standa utan sambandsins. Við ættum ekki að afsala okkur þeirri vörn. Drögum umsóknina um aðild tilbaka.


mbl.is Nýtt afbrigði af E. coli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur brýtur gegn umboði alþingis

Í meirihlutaálti alþingis vegna þingsályktunar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu er kveðið skýrt á um að eitt af samningsmarkmiðum Íslands eigi að vera vernd íslensks landbúnaðar. Í álitinu segir orðrétt

Meiri hlutinn leggur áherslu á að skýr stuðningur við mjólkurframleiðslu og annan hefðbundinn búskap verði eitt af samningsmarkmiðum Íslands. Það á t.d. við um afnám tolla þar sem tollverndin hefur verið ein af stoðum íslensks landbúnaðar, ekki síst hefðbundins landbúnaðar.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hyggst hafa skýr fyrirmæli alþingis að engu og ekki hafa að samningsmarkmiði tollvernd landbúnaðarins. Í hinu orðinu segist utanríkisráðherra í einu og öllu fara eftir samþykkt alþingis.

Utanríkisráðherra hyggst ekki nýta sér ákvæði Lissabonsáttmálans um sameiginlegt forræði aðildarríkja og Evrópusambandsins í landbúnaðarmálum.

Hverra erinda gengur utanríkisráðherra Íslands í samskiptum við önnur ríki?


Helmingslíkur á greiðslufalli Grikkja

Alþjóðleg matsfyrirtæki segja helmingslíkur á því að Grikkir fari í gjaldþrot af einu eða öðru tagi. ,,Mjúkt" gjaldþrot er þegar Grikkir ákveða einhliða að framlengja í lánum sem þeir skulda og/eða lækka vexti þeirra. ,,Hart" gjaldþrot er einhliða niðurfærsla á höfuðstól lánanna.

Evrópski seðlabankinn óttast að gjaldþrot Grikkja, hvort heldur mjúkt eða hart, smiti til annarra jaðarríkja evrusvæðisins, s.s. Írlands, Portúgals og Spánar. Þegar ríkissjóðir aðþrengdra evrulanda telja sig komast upp með að greiða ekki skuldir mun fátt stöðva hrun evrunnar.

Íslendingar eru heppnir að eiga enn krónuna. 


mbl.is Lánshæfi Grikkja í C-flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grafskrift evrunnar - getur einhver þýtt fyrir Jóhönnu?

Martin Wolf er einn virtasti fjármálablaðamaður heimspressunnar. Hann skrifar í  Financial Times grafskrift evrunnar í dálki sem tálgar hismið frá kjarnanum. Einhver ætti að stafa þessi upphafsorð ofan í forsætisráðherra Íslands:

The eurozone, as designed, has failed. It was based on a set of principles that have proved unworkable at the first contact with a financial and fiscal crisis. It has only two options: to go forwards towards a closer union or backwards towards at least partial dissolution.

Og sé ráðherra enn með á nótunum mættu lokaorðin fylgja:


The eurozone confronts a choice between two intolerable options: either default and partial dissolution or open-ended official support. The existence of this choice proves that an enduring union will at the very least need deeper financial integration and greater fiscal support than was originally envisaged. How will the politics of these choices now play out? I truly have no idea. I wonder whether anybody does.

Krónan mun lifa evruna - höfum það á hreinu, Jóhanna.


Þjóðlegt fullveldi andspænis útrás og umsókn

Útrásin og umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er hvorttveggja atlaga að fullveldi Íslendinga. Útrásin og hrunið sem fylgdi hjó að efnahagslegum grundvelli þjóðarinnar og umsóknin setur í uppnám forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sínum.

Meginstef stjórnmálaumræðu næstu ára verður þjóðlegt fullveldi þar sem lærdómurinn af útrásinni annars vegar og hinsvegar umsókninni verða víti til að varast.

Stjórnmálaflokkar sem setja fram stefnumál sín í samræmi við þjóðlega fullveldið munu ná eyrum alþýðu manna. Framsóknarflokkurinn er líklegastur til að finna hinn rétta tón.


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1121150

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 405
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband