Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Þriðjudagur, 14. júní 2011
Íslenskur gamanþáttur í grísk-evrópskum harmleik
Evran er ástæðan fyrir gjaldþroti Grikkland. Í skjóli evrunnar lifðu Grikkir í áratug um efni fram í trausti þess að ríku löndin í norðri myndu fjármagna halla ríkissjóðs. Norður-Evrópa neitar að halda Grikkjum uppi enda kæmu óðara önnur ríki í Suður-Evrópu og bæðu um sömu niðurgreiðslu á lífskjörum.
Grikkland þarf að lækka innlendan kostnað um 40-60 prósent til að verða samkeppnisfært og fá hagvöxt. Með evru er útilokað fyrir Grikki að fella gjaldmiðilinn.
Evran gerir Grikkland fjárhagslega gjaldþrota og Grikkland Evrópusambandið pólitískt gjaldþrota.
Mitt í grísk-evrópska harmleiknum glittir í gamanþátt sem hlegið er að í öllum höfuðborgum Evrópu: Ísland sækist eftir aðild að Evrópusambandinu.
Brandarinn er á kostnað Íslendinga og í boði Samfylkingar.
![]() |
Spáir grísku þjóðargjaldþroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. júní 2011
Samfylkingarsporin hræða norska stjórnmálaflokka
Samfylkingin er að kikna undan umsókninni um aðild að Evrópusambandinu. Neyðarkall Jóhönnu Sigurðardótturí síðasta mánuði til Evrópusinna í öðrum flokkum um að leggja niður Samfylkinguna og stofna nýjan stjórnmálaflokk um aðild sýnir sjálfstortímingu stjórnmálaflokks sem fer fram með aðildarumsókn án víðtæks stuðnings í samfélaginu.
Þegar Norðmenn felldu aðild í þjóðaratkvæði 1972 og 1994 var stór hluti flokkakerfisins hlynntur aðild, einnig atvinnurekendur og verkalýðshreyfing. Engu að síður var tillaga um aðild felld.
Aðferðafræði Samfylkingarinnar, að sækja um aðild og afla stuðnings eftirá, var dauðadæmd. Stjórnmálaflokkar með lágmarksvirðingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum láta sér ekki til hugar koma að beita slíkum vélráðum.
![]() |
Hættir vegna erfiðleika norskra Evrópusinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. júní 2011
Síminnkandi áhrif smáríkja í ESB
Ákafir ESB-sinnar hafa lengi reynt að telja fólki trú um að við Íslendingar getum sætt okkur við afsal sjálfstæðis og fullveldisréttinda á fjölmörgum sviðum vegna þess að í stað skerðingar fullveldisins fengjum við hlutdeild í löggjafarstarfi ESB.
En þá ber að hafa í huga að áhrif smáríkja í ESB fara síminnkandi en völd hinna stóru vaxandi. Ráðherraráðið er tvímælalaust valdamesta stofnun ESB og þar gátu smáríki af svipaðri stærð og Ísland átt 3 atkvæði af um 350 eða tæp 0,9% atkvæðanna. En með nýrri stjórnarskrá ESB skv. Lissabon sáttmálanum er nú stefnt að meirihluta ákvörðunum í stórauknum mæli með hliðsjón af íbúafjölda aðildarríkjanna.Atkvæðamagn Þýskalands vex úr rúmum 8% í rúm 16%, Frakklands úr rúmum 8% í tæp 13% og atkvæðastyrkur Bretlands og Ítalíu úr rúmum 8% í rúm 12%. Staða miðlungsstóru ríkjanna, Spánar, Póllands og Rúmeníu breytist lítið. En atkvæðamagn tuttugu fámennari ríkja minnkar að sama skapi. Mest minnka áhrif Möltu sem er fámennasta ríkið með um þriðjungi fleiri íbúa en Ísland; áhrif Möltuverja hrapa úr 0,9% í 0,08%, Áhrif Möltu verða sem sagt innan við 1/10 af því sem áður var. Og hlutur Íslands við aðild yrði enn smærri.
Af þessu má ljóst vera að því fámennari og áhrifaminni sem aðildarríki eru þeim mun meiri verður skerðing sjálfstæðisins og hvergi yrði sú skerðing jafn tilfinnanleg og hér vegna fámennis þjóðarinnar en einnig vegna þess hve mikil afskipti ESB myndi hafa af stjórn landsins, þar eð sjávarútvegur vegur svo þungt í efnahagslífi okkar. Jafnframt þarf að hafa í huga að hér eru miklar orkuauðlindir sem orkusoltið ESB á vafalaust eftir að girnast.Íslenska ríkið yrði lítið annað en hreppur á jaðri risaríkis þegar fram liðu stundir og sjálfstæð rödd Íslands myndi að mestu þagna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Ragnar Arnalds
(Tekið héðan.)
Sunnudagur, 12. júní 2011
Krónan klófestir útrásarbófa
Útrásarbófarnir sem riðu efnahagskerfinu á slig eru líkast til helstu eigendur að jöklabréfunum sem gengu kaupum og sölum á tímum útrasar og eru núna sögð ástæða gjaldeyrishafta. Evrópuvaktin segir frá umræðu í viðskiptalífinu um að góðkunningjar sérstaks saksóknara séu eigendur að vænum skammt af jöklabréfum.
Krónan bjargaði okkur úr hruninu með því að gera okkur samkeppnisfær og jafnaði byrðum efnahagskreppunnar.
Þriðja hlutverk krónunnar er að klófesta útrásarbófa.
Kostir íslensku krónunnar koma sífellt betur í ljós.
![]() |
Krónueign útlendinga minna vandamál en ætlað var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 11. júní 2011
Bjarni Ben einarður gegn ESB-aðild
,,Ég er staðfastlega þeirrar skoðunar að það sé skynsamlegt fyrir okkur að halda okkur fyrir utan Evrópusambandið og er á móti aðild," segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Rökin fyrir afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins eru þau að miðstýringin frá Brussel er mikil og fer vaxandi. Hagsmunum lands og þjóðar verði ekki borgið innan sambandsins þar sem íslenskur almenningur ætti ekki þess kost að kalla evrópsk yfirvöld til ábyrgðar. Þá sé fullt forræði og full stjórnun á fiskveiðiauðlindinni lífshagsmunamál Íslands.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti ályktun fyrir ári um að Ísland ætti að draga umsóknin tilbaka um aðild að Evrópusambandinu.
Föstudagur, 10. júní 2011
Hollusta við ESB ritskoðuð af ráðuneyti
Lissabonsáttmálinn er kominn út í þýðingu hjá utanríkisráðuneytinu. Bloggarinn Haraldur Hansson vekur athygli á því að ritskoðun ráðuneyti Össurar fór höndum um textann áður en hann var sendur út. Haraldur skrifar:
Ekki veit ég hver ritstýrði íslensku útgáfunni, en eflaust verða gerðar athugasemdir við þýðinguna, enda reiknað með því í fyrirvara á fyrstu síðu.
Ég leyfi mér að taka eitt lítið dæmi: Í yfirlýsingu nr. 52 lýsa evruríkin því yfir að fáninn, þjóðsöngurinn, einkunnarorðin, evran og Evrópudagurinn ...
... verða áfram í þessum löndum tákn samfélags borgara í Evrópusambandinu og tengsla þeirra við það.
Enska útgáfan er svona:
... will for them continue as symbols to express the sense of community of the people in the European Union and their allegiance to it.
Enskar orðabækur skýra allegiance" með obligation, commitment, devotion, faith og loyalty. Þarna hefði átt að tala um hollustu eða trúnað, en alls ekki "tengsl". Var þetta nokkuð ritskoðað? Yfirlýsingin hljómar eins og hollustueiður á ensku en er gerð hlutlaus á íslensku. Hvers vegna?
Þeir sem stunda ESB trúboðið af hvað mestum móð (og harðneita að ESB sé sjálfstætt ríki í mótun) eru eflaust sáttir við ónákvæmni í þýðingu, ef hún gefur mildari mynd af Brusselveldinu en efni standa til. Óþarfi að láta íslenska lesendur sjá að það þurfi að sverja evrunni og yfirvaldinu hollustueið!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. júní 2011
Ísland borgi 15 milljarða fyrir 0,8 prósent áhrif
Ísland mun greiða með sér til Evrópusambandsins um 15 milljarða króna, samkvæmt áætlun utanríkisráðuneytisins og er það án efa varleg áætlun. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að Ísland fái í formi styrkja um 12 milljarða tilbaka af meðgjöfinni.
Styrkirnir verða einkum til landbúnaðarmála og dreifðra byggða.
Samfylkingin vill að við göngum í Evrópusambandið vegna þess að embættismenn í Brussel vita betur en Íslendingar hvernig eigi að reka landbúnað hér á landi og hvernig styrkjum til byggðamála skuli deilt út hérlendis.
Í ráðherraráði Evrópusambandsins fer atkvæðavægi þjóða eftir mannfjölda, en ráðið fer með æðstu völdin sambandinu. Atkvæðamagnið er samtals 345. Stóru þjóðirnar Þýskaland, Bretland, Frakkland og Ítalía eru með 29 atkvæði.
Fámennasta þjóðin í Evrópusambandinu í dag er Malta með rúmlega 400 þúsund íbúa. Malta er með 3 atkvæði af 345 eða um 0,8 prósent áhrif, eins og sést á þessari töflu.
Ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu er i mesta lagi hægt að gera sér vonir um að vera á pari með Möltu og fá 0,8 prósent atkvæðaáhrif í ráðherraráðinu.
Á Evrópuþinginu er Malta með fimm (já, 5) þingmenn af 735 en á næstunni fjölgar þingmönnum upp í 785.
Fimm þingmenn af 735 gera heil 0.6 prósent.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. júní 2011
Rökhugsun Össurar
Utanríkisráðherra lýðveldisins skrifar dagblaðsgrein með fyrirsögninni: Nýjar áherslur í utanríkisstefnu Íslands. Kennir þar ýmissa grasa. Ráðherra nefnir fyrst áherslu sína á réttindi samkynhneigðra en gerir engin orð um stuðning við tungumálafötlun.
Málefni norðurslóða fá athygli ráðherra sem og þjóðaröryggismál og þróunaraðstoð. Rétt áður en kemur að lokaatriðinu í nýrri utanríkisstefnu Íslands, sem er stuðningur við Palestínumenn, kemur stuttur þáttur um Evrópumál. Þar blasir við eftirfarandi málsgrein
Sögulegasta nýmælið sem ég hef flutt á 20 ára ferli er þó tillagan sem Alþingi samþykkti um að gjörbreyta utanríkisstefnunni með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og leggja niðurstöður samninganna undir dóm þjóðarinnar. (leturbreyting Heimssýnar)
Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra skilur ekki að í þessari málsgrein afneitar hann fyrri orðum blaðagreinarinnar um breytta utanríkisstefnu lýðveldisins. Með inngöngu í Evrópusambandið yrði engin íslensk utanríkisstefna. Evrópusambandið myndi sjá um samskipti Íslands við aðrar þjóðir. En þetta skilur Össur ekki, sem sést best á því að hann eyðir ekki einu orði á utanríkisstefnu Evrópusambandsins í málaflokkum sem Össuri eru hugleikin: samkynhneigð, norðurslóðir, þróunaraðstoð, þjóðaröryggi og Palestína.
Fimm ára barn gæti ekki slegið út utanríkisráðherra í brandarakeppni en í rökhugsun yrði Össur að lúta í gras.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. júní 2011
0,8 prósent áhrif Íslands í ESB
Í ráðherraráði Evrópusambandsins fer atkvæðavægi þjóða eftir mannfjölda. Atkvæðamagnið er samtals 345. Stóru þjóðirnar Þýskaland, Bretland, Frakkland og Ítalía eru með 29 atkvæði.
Fámennasta þjóðin í Evrópusambandinu í dag er Malta með rúmlega 400 þúsund íbúa. Malta er með 3 atkvæði af 345 eða um 0,8 prósent áhrif, eins og sést á þessari töflu.
Ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu er i mesta lagi hægt að gera sér vonir um að vera á pari með Möltu og fá 0,8 prósent atkvæðaáhrif í ráðherraráðinu.
Á Evrópuþinginu er Malta með fimm (já, 5) þingmenn af 735 en á næstunni fjölgar þingmönnum upp í 785.
Fimm þingmenn af 735 gera heil 0.6 prósent.
Varaþingmaður Samfylkingarinnar, Baldur Þórhallsson, telur að út á þessi áhrif verði Ísland stórveldi í Evrópusambandinu á sviði sjávarútvegs. Aðalstarf Baldurs er að kenna stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Maðurinn er snillingur.
Þriðjudagur, 7. júní 2011
Prófessor í blekkingum
Baldur Þórhallson prófessor við Háskóla Íslands og varaþingmaður Samfylkingar vildi í gær loka háskólum og í dag ganga rakleitt í Evrópusambandið. Á alþingi spyr hann með þjósti hvers vegna Sjálfstæðisflokkuirnn er á móti aðild að Evrópusambandinu.
Spurning prófessorsins er undarleg í því ljósi að fyrir skemmstu kunni hann svo vel svarið við afstöðu Sjálfstæðisflokksins til Evrópumála að hann hélt fyrirlestur um efnið. Hér er umfjöllun um fyrirlestur Baldurs
Til að bíta höfuðið af skömminni talar Baldur sjálfur um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til Evrópumála. Ekki nóg að það sé ósvífið, ómálefnalegt og ótækt að aðildarsinninn Baldur útskýri sjónarmið sjálfstæðismanna heldur er heiti erindisins út í hafsauga: ,,The reluctance of the Icelandic conservative Independence Party to participate in European integration." Á landsfundi sínum í sumar samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn ályktun þar sem þess er krafist að aðildarumsókn Íslands verði dregin tilbaka. Að kalla það ,,reluctance" eða hik er eins og að segja seinni heimsstyrjöld smáskærur.
Baldur kennir Evrópufræði við Háskólann og kemur iðulega fram sem álitsgjafi. Hann mun meiri áróðursmaður en uppfræðari eins og sést best á því að hann þegir þunnu hljóði opinberlega um aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu til að viðhalda blekkingu Samfylkingarinnar um að Ísland sé í óskuldbindandi samningaviðræðum en ekki aðlögunarferli.
Prófessor í blekkingum lætur tilganginn helga meðalið.
Ti
![]() |
Nýtum ekki tækifærin innan EES |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Grafir
- Við bönnum hana bara
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 289
- Sl. sólarhring: 537
- Sl. viku: 2064
- Frá upphafi: 1209793
Annað
- Innlit í dag: 258
- Innlit sl. viku: 1872
- Gestir í dag: 244
- IP-tölur í dag: 241
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar