Leita í fréttum mbl.is

Hollusta við ESB ritskoðuð af ráðuneyti

Lissabonsáttmálinn er kominn út í þýðingu hjá utanríkisráðuneytinu. Bloggarinn Haraldur Hansson vekur athygli á því að ritskoðun ráðuneyti Össurar fór höndum um textann áður en hann var sendur út. Haraldur skrifar:

Ekki veit ég hver ritstýrði íslensku útgáfunni, en eflaust verða gerðar athugasemdir við þýðinguna, enda reiknað með því í fyrirvara á fyrstu síðu.

Ég leyfi mér að taka eitt lítið dæmi: Í yfirlýsingu nr. 52 lýsa evruríkin því yfir að fáninn, þjóðsöngurinn, einkunnarorðin, evran og Evrópudagurinn ...

... verða áfram í þessum löndum tákn samfélags borgara í Evrópusambandinu og tengsla þeirra við það.

Enska útgáfan er svona:

... will for them continue as symbols to express the sense of community of the people in the European Union and their allegiance to it.

Enskar orðabækur skýra „allegiance" með obligation, commitment, devotion, faith og loyalty. Þarna hefði átt að tala um hollustu eða trúnað, en alls ekki "tengsl". Var þetta nokkuð ritskoðað? Yfirlýsingin hljómar eins og hollustueiður á ensku en er gerð hlutlaus á íslensku. Hvers vegna?

Þeir sem stunda ESB trúboðið af hvað mestum móð (og harðneita að ESB sé sjálfstætt ríki í mótun) eru eflaust sáttir við ónákvæmni í þýðingu, ef hún gefur mildari mynd af Brusselveldinu en efni standa til. Óþarfi að láta íslenska lesendur sjá að það þurfi að sverja evrunni og yfirvaldinu hollustueið! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 452
  • Frá upphafi: 1121151

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 406
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband