Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Þöggun ESB-umræðunnar

Fundir eru ekki haldnir í samninganefndum Íslands til að undirbúa viðræður við Evrópusambandið. Samningsmarkmið Íslands liggja ekki fyrir. Utanríkisráðherra leikur einleik og segir Ísland ekki þurfa undanþágu frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. 

Hjálparkokkur utanríkisráðherra, Árni Þór Sigurðsson formaður utanríkismálanefndar, neitar þingmönnum um fundi í nefndinni til að ræða einleik utanríkisráðherra.

Samningar á bakvið luktar dyr, gerðir af mönnum sem þora ekki í umræðuna, sýna öngstrætið sem umsókn Samfylkingarinnar er komin í.


mbl.is Vilja ræða samningsmarkmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrivaktin um fjarlægðina til Brussel

Fjarlægð Íslands frá valdamiðstöðvum ESB og þekkingarleysi embættismanna ESB á íslenskum aðstæðum yrði okkur Íslendingum dýrkeypt ef við framseldum fullveldisréttindi okkar til hins verðandi stórríkis.

Því að hvort er nú vænlegra til árangurs að ákvarðanir sem varða hagsmuni okkar sjálfra séu teknar hér heima eða þá hitt að útsendir „lobbyistar" og sendimenn sem ráða yfir minna en 1% atkvæðanna reyni að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru í Brussel.

Tekið af Vinstrivaktinni gegn ESB.


Habermas tekur evrópuelítuna til bæna

Jürgen Habermas er þekktasti þýski heimspekingurinn núlifandi og gaf Þýskalandi eftirstríðsáranna heimspekirödd sem þagnaði með fasisma Martin Heidegger á þriðja áratugnum. Habermas er eindreginn aðildarsinni og stutt hugmyndina á bakvið Evrópusambandið með ráðum og dáð. Ekki lengur.

Í breiðsíðu gegn evrópuelítunni, sem danska Information birtir, segir Habermas Evrópusambandið skorta lýðræðislegt lögmæti og ráði þess vegna ekki við þann vanda sem lögeyrir sambandsins, evran, hefur ratað í.

Vandi Evrópusambandsins er ekki efnahagslegur, segir Habermas, heldur pólitískur. Sökum þess að evrópuelítan hefur ekki gert málefni Evrópusambandsins að innanríkispólitík aðildarríkja, heldur stundað valdabrask bak við luktar dyr í Brussel, er almenningur í aðildarríkjum sjálfkrafa mótfallinn efnahagspólitík sem tekur frá ,,þeim" til að færa ,,hinum."

Evrópusambandið hefur dregið til sín fullveldi aðildarríkja gegn loforði um að allir skyldu njóta efnahagslegs ábata. Þegar ábatinn snýst upp í niðurskurð opinberrar þjónustu og samdrátt að kröfu embættismanna í Brussel er loforðið, sem aldrei átti að gefa, þverbrotið.

Íslendingar eru heppnir að geta horft á tilraunina með Evrópusambandið úr öruggri fjarlægð.


Sigmundur Davíð bregst við útspili Össurar

Yfirlýsing Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um að Ísland þyrfti ekki á undanþágum frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins að halda kallar á ítarlega umræðu um það umboð sem alþingi veitti utanríkisráðherra þann 16. júlí 2009.

Össur hefur farið langt út fyrir umboð alþingis og er yfirlýsing hans um sjávarútvegsstefnuna kornið sem fyllti mælinn.

Evrópusambandið sem Össur sótti um aðild að sumarið 2009 er orðið gerbreytt. Vegna viðvarandi fjármálakreppu hefur ESB gert róttækar ráðstafanir s.s. með nýjum samkeppnissáttmála sem veitir framkvæmdastjórninni aukinn íhlutunarrétt í málefni aðildarríkja.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bregst rétt við atburðarásinni undanfarið með því að óska eftir fundi í utanríkismálaefn alþingis að ræða á breiðum grunni stöðu aðildarumsóknar Íslands. 


mbl.is Óskar eftir fundi í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur á flótta undan sjálfum sér

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við erlenda fréttastofu að Ísland þyrfti ekki á sérstakri undanþágu frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins að halda. Jafnvel áköfustu aðildarsinnar í Samfylkingunni hafa iðulega haft á orði að aðild kæmi ekki til greina nema fullnægjandi lausn fengist á sjávarútvegsmálum.

Í Lissabonsáttmálanum segir að skýrt og skorinort að Evrópusambandið fari með fullar valdheimildir í sjávarútvegi. Fullnægjandi lausn á sjávarútvegsmálum er að Lissabonsáttmálanum yrði breytt við inngöngu Íslands og Íslendingum yrði gefin ævarandi yfirráð yfir landhelginni.

Össur gafst upp á að berjast fyrir hagsmunum Íslands og gaf um það yfirlýsingu í erlendum fjölmiðli. Rökrétt niðurstaða er að Ísland dragi umsóknina tilbaka þegar fyrir liggur að Lissabonsáttmálanum verður ekki breytt.

En Össur neitar að horfast í augu við veruleikann og leggur á flótta með stuðningi Árna Þórs Sigurðssonar þingmanns Vinstri grænna, eins og Björn Bjarnason rekur á Evrópuvaktinni.


Skammastu þín, Össur Skarphéðinsson

Fyrir einu ári sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að tvö mál myndu skera úr um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið, sjávarútvegsmál og landbúnaður. Í viðtali við Morgunblaðið í aðdraganda ríkjaraðstefnu fyrir ári sagði Össur

Ég nefni sem dæmi sjávarútveg þar sem við höfum algera sérstöðu. Hún birtist í því að okkar efnahagslögsaga er gríðarlega víðfeðm, 760.000 ferkílómetrar, og hún er einstök miðað við ríki ESB að því leyti að hún skarast ekki á við efnahagslögsögu nokkurs annars ríkis.

Sameiginleg sjávarútvegsstefna sambandsins var ekki skrifuð fyrir slíkar aðstæður, rétt eins og að hin sameinaða landbúnaðarstefna sambandsins var ekki skrifuð fyrir hinar finnsku aðstæður eins og sambandið viðurkenndi í verki með sérlausnum fyrir Finnland.

Þannig að ég gef mér að í samningunum sé ekkert útilokað fyrirfram. Síðan verður veruleikinn að leiða í ljós hvað er hægt að komast langt við samningaborðið.

Veruleikinn bankaði á dyr utanríkisráðherra og sagði að ekki kæmi til greina að breyta Lissabonsáttmála Evrópusambandsins um að sjávarútvegur aðildarríkja lýtur forræði ESB. Í stað þess að Össur dragi tilbaka umsóknina, eins og vilji þjóðarinnar stendur til, leggst hann flatur fyrir Brusselvaldinu.

Skammastu þín, Össur Skarphéðinsson.


mbl.is Undrast orð ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur: Ísland þarf ekki undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra brýtur þvert gegn samþykktunum alþingis þegar hann segir Ísland ekki þurfa undanþágu frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins ef til inngöngu kæmi. Evrópuvaktin vekur athygli á gerbreyttri afstöðu Össurar til sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.

Áður hét það svo að gera ætti kröfu um að landhelgi Íslands yrði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnunarumdæmi og lyti alfarið íslenskri stjórnun.

Samkvæmt Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins er landhelgi aðildarríkja sameiginlegt hafsvæði Evrópusambandsins. Utanríkisráðherra Íslands er tilbúinn að fallast á yfirráð Evrópusambandsins á landhelginni.


Unga fólkið vill slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið

Um 57 prósent aðspurðra í aldursflokknum 16 til 24 ára vill draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í aldursflokknum 35 til 44 ára er hlutfallið 53 prósent. Eins og fram hefur komið vill 51 prósent þjóðarinnar draga umsóknina tilbaka og þar með slíta viðræðunum. Um 38,5 prósent þjóðarinnar er andvíg viðræðuslitum og 10,5 prósent er óákveðin.

Í könnun Capacent Gallup fyrir Heimssýn var spurt: „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?”

Konur eru hlynntari viðræðuslitum (54 prósent) en karlar (48 prósent). Landsbyggðin er mest afgerandi í afstöðu sinni, þar vilja 67 prósent aðspurðra draga umsóknina tilbaka. Sambærilegt hlutfall fyrir nágrannasveitarfélög Reykjavíkur er 48 prósent og fyrir Reykjavík 38 prósent.


Hvöss ESB-gagnrýni Ögmundar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spyr áleitinna spurninga um stöðu lýðræðisins andspænis æ miðstýrðara Evrópusambandi. Ræða hans á afmælisráðstefnu embættis ríkissaksóknara í dag er í fullu samræmi við vaxandi efasemdum um að valdamiðstöðin í Brussel sé heppileg til að véla um málefni er betur eiga heima á lýðræðislegum vettvangi þjóðríkja.

Vinstrimenn eins og Ögmundur setja fyrirvara við valdasamþjöppun í Brussel og það gera líka hægrimenn í ríkisstjórn Bretlands. Þar á bæ eru umræður um að hjálpa til við að leysa úr evru-vanda meginlandsþjóðanna gegn því að fá tilbaka valdheimildir frá Evrópusambandinu.

Evrópusambandið fær á sig ágjöf frá hægri og vinstri og jafnt og þétt fjarar undan trúverðugleika sambandsins sem Samfylkinginn vill einn hérlendra stjórnmálaflokka að Ísland verði aðili að. 


mbl.is Lýðræðið dregið í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

15 prósent kjósenda Samfylkingar vilja slíta ESB-viðræðum

Um 79 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir því að draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Sambærilegt hlutfall fyrir kjósendur Framsóknarflokksins er 72 prósent og 50 prósent fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Um 15 prósent kjósenda Samfylkingarinnar vilja draga aðildarumsóknina tilbaka.

Capacent Gallup gerði könnun fyrir Heimssýn og lagði eftirfarandi spurningu fyrir: „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?”  Eins og fram kom í gær eru 51 prósent svarenda hlynntir því að draga aðildarumsókn Íslands tilbaka.

Kjósendur Samfylkingarinnar skera sig úr að tvennu leyti. Þar er stuðningur við að draga umsóknina tilbaka minnstur, eða 15 prósent, en jafnframt er kjósendahópur Samfylkingarinnar með hæsta svarhlutfallið í flokki óákveðinna eða 16 prósent. Kjósendahópurinn sem kemur næst í flokki óákveðinna eru þeir sem kusu Vinstrihreyfinguna grænt framboð, 8 prósent þeirra segjast hvorki fylgjandi né andvígir því að draga umsóknina tilbaka.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 111
  • Sl. sólarhring: 541
  • Sl. viku: 2618
  • Frá upphafi: 1166378

Annað

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 2246
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 94

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband