Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Miðvikudagur, 13. júlí 2011
Grikkir kíktu í pakkann - og var slátrað
Gríski harmleikurinn hófst á því að þeir "kíktu í pakkann", létu glepjast og gengu í hamarinn. Grikkir hafa það sér til málsbóta að eftir valdatíð herforingja-stjórnarinnar leituðu þeir að betra stjórnarfari. Vildu verða "þjóð meðal þjóða" eins og það er kallað.
Þeir gengu í gamla EBE löngu fyrir tíma Maastricht og evrunnar. Nú er búið að breyta því í ESB og skipta drökmunni út fyrir evru. Þar með hvarf peningastjórnin til Frankfurt, sem er drjúgur hluti vandans, en restin er heimatilbúin.
[...]
Nú er búið að slátra Grikkjum, bæði pólitískt og efnahagslega. Portúgal og Írland eru "í ferli". Þetta er skilvirk slátrunaraðferð, sem því miður verður hugsanlega notuð á fleiri. Er Ítalía of stór til að falla eða verður hún næst? Og Spánn er kominn í biðröðina líka. Fórnarlömb evrunnar hrannast upp.
Af bloggi Haraldar Hanssonar.
Miðvikudagur, 13. júlí 2011
Össur og Jóhanna opna landhelgina fiskveiðiflota ESB
Fiskveiðifloti Evrópusambandsins er 30-40 prósent af stór miðað við afraksturinn af fiskimiðum sambandsins. Um 75 prósent af fiskistofnum Evrópusambandsins eru ofveiddir. Fiskveiðifloti Evrópusambandsins telur um 80 þúsund skip.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafa undanfarið átt samtöl við ráðamenn í Evrópusambandinu um aðgengi fiskveiðiflota sambandsins að Íslandsmiðum. Efnisatriðum þessara viðræðna er haldið leyndum fyrir alþingi og íslenskum almenningi.
Grunnreglur Evrópusambandsins, sem festar eru í Lissabonsáttmálanum, mæla skýrt fyrir að fiskveiðilandhelgi aðildarríkja fellur alfarið undir forræði Evrópusambandsins.
Þriðjudagur, 12. júlí 2011
Jóhanna Sig. rifji upp lagagrein um landráð
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hitti Merkel kanslara Þýskalands til að ræða umsókn Íslands um aðild að Evópusambandinu. Samkvæmt frásögn RÚV
Eitt helsta markmiða fundarins var að kynna samningsmarkmið Íslendinga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Jóhanna segist hafa farið sérstaklega yfir sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin á fundi með kanslaranum, til að sýna henni fram á sérstöðu Íslendinga. Þetta telur Jóhanna mikilvægt vegna sterkrar stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins.
Forsætisráðherra sem kynnir erlendum valdamanni samningsmarkmið Íslands, án þess að þau samningsmarkmið hafi verið kynnt og rædd á Íslandi ætti að rifja upp 86. grein hegingarlaganna
86. gr.
Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
Jóhanna Sigurðardóttir er ekki hafin yfir lögin.
Hér að neðan er hlekkur á frétt RÚV
http://www.ruv.is/frett/raeddu-um-serstodu-islands
Spyr hvort Merkel viti meira en Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. júlí 2011
ESB leggst á börnin
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins notar árlega um 380 milljarða króna í auglýsingar/áróður. Drjúgum hluta þess fjár er varið í verkefni þar sem höfðað er til barna. Hugsunin er sú sama og hjá McDonalds; þau sem venjast því sem börn að fá smá "gjafir" frá ESB eru líklegri til að verða sáttir og þægir þegnar í framtíðinni.
Hér eru fáein dæmi og sum nokkuð skuggaleg. Undirstrikuðu orðin eru tenglar, fyrir þá lesendur sem vilja skoða sýnishorn.
- Stórar fjárhæðir settar í myndabækur og netleiki, sem eiga að auka "evrópska samkennd og virðingu fyrir Sambandinu".
- Leikskólabörn fá ESB litabækur þar sem skilaboð eins og "Evrópa - landið mitt" eru sett í myndirnar.
- Ef Sambandið niðurgeiðir drykki fyrir skólabörn ber skólum að hafa merki þess á áberandi stað í mötuneyti eða fatahengi.
- Í net-bókaverslun Sambandsins er barnahorn með ESB sögum fyrir börn.
- Vefsíðan Europa Go er hönnuð fyrir markhópinn 10-14 ára og á að efla Evrópuvitund barnanna.
- Í samvinnu við Barnbury er framleitt sérstakt ESB súkkulaði.
- Grunnskólum er uppálagt að helga Evrópudaginn, 9. maí, ágæti sambandsins og uppfræða börnin um hvað ESB gerir fyrir þau.
- Vefsíðan Euro Kid's corner er til að fræða börnin um evruna.
- Ætlast er til að skólar hafi Evrópuviku, þar sem þemað er ágæti sambandsins. Í löndum með eigin mynt á að hafa skólasjoppu þar sem eingöngu má greiða með evrum.
(Tekið héðan)
Sunnudagur, 10. júlí 2011
Össur ómarktækur í Brussel
Evrópusambandið leggur ekki trúnað á orð Össurar Skarphéðinssonar um að hann hafi ríkisstjórnina, alþing og þjóðina á bakvið umsóknina um aðild Íslands. Embættismenn í Brussel segja blaðmönnum að líkur á því að Ísland vilji ganga inn í Evrópusambandið fari minnkandi.
Blaðamaður Dow Jones, sem tók viðtal við Már Guðmundsson, seðlabankastjóra hefur eftir ónafngreindum heimildum í Evrópusambandinu að eftir því sem lengra líður frá hruni verður ólíklegra að Ísland vilji inn í sambandið.
EU diplomats have warned in recent months that Iceland was wavering on its commitment to join the Union as its economy starts growing again--by 2.2% this year, according to the International Monetary Fund--for the first time since the crisis.
Evrópusambandið stundar umfangsmikla upplýsingaöflun hér á landi. Sendiráð ESB sendir reglulega skýrslur til Brussel sem byggðar eru á skoðanakönnunum meðal almennings og viðtölum við þátttakendur í umræðunni hér heima. Þá eru sum sendiráð, s.s. Frakklands, með sérstaka fulltrúa til að fylgjast með umræðunni á Íslandi.
Þegar utanríkisráherra Íslands mætir til Brussel og gerir sig breiðan kinka menn kolli, brosa og trúa engu sem Össur Skarphéðinsson segir. Alveg eins og á Íslandi.
Laugardagur, 9. júlí 2011
Már Guðmunds hafnar evrunni
Seðlabankastjóri Íslands, Már Guðmundsson, svo gott sem hafnar því að Ísland taki upp evru í fyrirsjáanlegri framtíð. Í viðtali við Dow Jones endurvarpar Már vaxandi samhljómi hagspekinga að gríska evrukreppan hafi afhjúpað grundvallarmistök í hönnun Evrulands.
Blaðamaður Morgunblaðsins þýðir afstöðu Más ónákvæmt. Hér upprunatextinn
The sovereign-debt crisis roiling the monetary union could make the 320,000-people nation even more cautious about adopting the euro, outweighing advantages stemming from a less-volatile currency environment.
"Being a member of the euro-area would result in a more stable economy," Mr. Gudmundsson said. But, on the other hand, "There are design failures in both the EU and the euro zone, and they were revealed by the crisis," he said.
Eru nokkrar líkur á að Ísland gangi inn í Evruland sem er rangt hannað í grundvallaratriðum? Ekki sjens, Jens.
Ísland snýr aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. júlí 2011
Háskóli Íslands í ESB-áróðri
Evrópuvefurinn svokallaði er fjármagnaður af alþingi og rekinn af Háskóla Íslands til að veita hlutlæga fræðslu um Evrópusambandið. Evrópuvefurinn ber á borð bein ósannindi sem eru til þess fallin að fegra málstað aðildarsinna.
Evrópuvefurinn segir þetta um breytingar á valdahlutföllum einstakra ríkja í Evrópusambandinu eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans.
Af þessu má sjá að breytingar á hlutföllum milli smáríkja og stærri ríkja með Lissabon-samningnum eru óverulegar.
Til að fá fólk til að trúa vitleysunni er birt tafla sem sýnir litlar breytingar á þingmannafjölda. Gefið er til kynna að áhrif smáríkja s.s. Möltu breytist lítið sem ekkert, er og verður 0,8 prósent.
Frá og með árinu 2014 mun Lissabonsáttmálinn breyta verulega valdahlutföllum í Evrópusambandinu með því að atkvæðavægi aðildarþjóða í leiðtogaráðinu fer framvegis eftir íbúafjölda.
Svo dæmi sé tekið er Þýskaland í dag með rúm 8 prósent atkvæðavægi en verður með 16 prósent. Malta er í dag með 0,9 prósent en vægi Möltu fellur tífalt árið 2014 og verður 0,08 prósent.
Tafla sem sýnir breytinguna er hér.
Evrópuvefur Háskóla Íslands stendur ekki undir nafni sem hlutlæg upplýsingamiðlun.
(Tekið héðan.)
Föstudagur, 8. júlí 2011
ESB-fánareglur kosta milljónir
Háskólinn í Northampton í Englandi hefur verið sektaður um 10,5 milljónir króna (56.477 pund). Hvaða lögbrot getur skóli framið sem er svo alvarlegt að hann þurfi að borga yfir 10 milljónir í sekt?
Það er ekki lögreglan sem sektar. Og ekki var sektin ákveðin af dómstólum. Nei, það er Evrópusambandið sem dæmir og sektar. "Glæpurinn" er að skólinn lét undir höfuð leggjast að draga fána ESB að húni.
Haraldur Hansson fylgist með Evrópuumræðunni i Bretlandi.
Föstudagur, 8. júlí 2011
Flokkshagsmunir Samfylkingar ráða afdrifum ESB-umsóknar
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir erlendum fjölmiðlum að Ísland muni ekki draga tilbaka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, jafnvel þótt ekki fáist viðunandi niðurstaða í samningaviðræður um sjávarútvegsmál.
Still, Iceland will probably not withdraw its application for membership even if the fishing talks are not fruitful, Skarphedinsson said.
Í sama viðtali segir Össur að kaflinn um sjávarútvegsmál verði síðastur tekinn til umræðu. Af því leiðir verður viðræðum við Evrópusambandið ekki lokið fyrir næstu þingkosningar, vorið 2013.
Össur Skarphéðinsson ætlar að eiga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu sem kosningamál fyrir Samfylkinguna.
Fimmtudagur, 7. júlí 2011
Bretland fjarlægist Evrópusambandið
Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, er sannfærður um að þau 17 ríki Evrópusambandsins sem eiga evru fyrir lögeyri munu kosta miklu til að halda evru-samstarfinu gangandi. Í viðtali við Spectator segir Cameron að Evruland sé ekki með neina varaáætlun, evran megi ekki falla.
Stóraukin miðstýring á efnahagskerfum evru-landanna er forsenda fyrir því að evrunni verði bjargað.
Bretland mun ekki taka þátt í stofnun Stór-Evrópu á meginlandi Evrópu enda er Bretland eyja. Eins og Ísland.
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 60
- Sl. sólarhring: 516
- Sl. viku: 2567
- Frá upphafi: 1166327
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar