Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Evrópuherinn enn á dagskrá

Brussel áformar að koma upp höfuðstöðvum til að samhæfa hernaðaruppbyggingu Evrópusambandsins. Liður í að efla hernaðarmátt ESB er jafnframt að færa strandgæslu Evrópusambandsríkjanna undir eina yfirstjórn.

William Hague utanríkisráðherra Breta nefndi í grein um helgina hernaðaruppbygginu Evrópusambandsins sem dæmi um útþenslustefnu sambandsins.

Express segir í frétt að hernaðaruppbygging Evrópusambandsins sé enn eitt dæmið um græðgi Brussel í valdheimildir aðildarþjóða.

(Tekið héðan.)


Opin umræða í Evrópu, lokuð á Íslandi

Umræðan í Evrópu um framtíð ESB almennt og Evrulands sérstaklega er opin og lýðræðisleg. Tveir meginkostir blasa við. Í fyrsta lagi að bjarga evrunni með stóraukinni miðstýringu á efnahagslífi þeirra 17 landa sem eiga evru fyrir lögeyri. Í öðru lagi að brjóta upp evru-samstarfið með því að Þýskaland og fylgiríki gangi úr samstarfinu eða að jaðarríkin hrökkvi af skaftinu.

Umræðan á Íslandi um aðildarumsókn að ESB er lokuð og ólýðræðisleg. Samningsmarkmið Íslands eru ekki kynnt almenningi. Lokaðir fundir íslenskra ráðamanna við erlenda leiðtoga skapa tortryggni og upplýsa ekkert. Hagmunaaðilar hér heima þurfa að fara Fjallabaksleið til að fá upplýsingar.

Umsókn ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. um aðild að Evrópusambandinu er ekki í þágu þjóðarinnar heldur í beinni andstöðu við vilja þjóðarinnar. Kerfislæg lokun á Evrópuumræðuna hér á Íslandi er tilraun til að fela umboðsleysi ríkisstjórnarinnar.

Meðhlauparar ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum berja í umsóknarbrestina líkt og þeir drógu fjöður yfir öfgar og óheilindi viðskiptalífsins á tímum útrásar.


mbl.is Framtíð evrunnar í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar andvígir aðild að Evrópusambandinu

Breska þingið samþykkti Evrópulög í vikunni sem banna valdaframsal til Evrópusambandsins án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Lögin munu leiða til uppgörs Breta við Evrópusambandið sem þarf nauðsynlega að gera breytingar á Lissabonsáttmálanum vegna fjármálakreppunnar á evrusvæðinu.

William Hague utanríkisráðherra Breta skrifar grein Sunday Telegraph í tilefni af nýju lögunum. Tvennt vekur sérstaka athygli. Í fyrsta lagi óskar Hague sér að Evrópusambandið verði fyrst og fremst viðskiptabandalag. Í öðru lagi að lýðræðishalli Evrópusambandsins verði lagfærður.

Hvorttveggja hugsunin er eitur í beinum samrunasinna í Brussel. Viðskiptabandalag er sambærilegt við EFTA þar sem kveðið er á um frjálsa verslun og lítið meira og fullnægir hvergi nærri metnaði þeirra sem sjá fyrir sér Stór-Evrópu. Aukin aðkoma almennings að ákvörðunum um málefni Evrópusambandsins þýðir sjálfkrafa að samrunaþróun verður erfið ef ekki ómöguleg.

Stuðningur við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu vex. Nýleg könnun, sem sagt er frá í Telegraph, sýnir 49 prósent Breta fylgjandi úrsögn en aðeins 25 prósent vilja áframhaldandi aðild.

Bretland fjarlægist Evrópusambandið á sama tíma og kjarnalöndunum 17 sem nota evruna er lífsnauðsyn að auka með sér samstarfið til að ná tökum á fjármálakreppunni.

Fyrirsjáanlegt uppgjör Bretlands við Evrópusambandið staðfestir það megineinkenni ESB að það er bandalag Frakklands og Þýskalands auk næstu nágranna. Bretlandi er ekki næsti nágranni og enn síður Ísland. 

(Tekið héðan.)


Hver voru samningsmarkmið Jóhönnu á fundi með Merkel?

Bændasamtök Íslands hafa ritað bréf til Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með tilmælum um að hann upplýsi hvaða samningsmarkmið í ESB-aðildarviðræðunum Jóhanna Sigurðardóttir kynnti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, á fundi þeirra í Berlín 11. júlí sl.Í bréfi Bændasamtaka Íslands til Jóns Bjarnasonar af þessu tilefni segir meðal annars:

Af fréttinni [um fundinn í Berlín] má ráða að forsætisráðherra hafi kynnt samningsmarkmið varðandi landbúnað en engin slík markmið hafa verið kynnt opinberlega á Íslandi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur hins vegar tekið undir lágmarkskröfur Bændasamtakanna sem ályktað var um á sl. Búnaðarþingi og kynnt þær fyrir ríkisstjórn. Bændasamtökin óska eftir því við yður af þessu tilefni að þér aflið upplýsinga um hvaða stefnumarkmið forsætisráðherra kynnti kanslaranum á áðurnefndum fundi þeirra.

Sjá nánar á Evrópuvaktinni.

Krefst Þorsteinn Pálsson afsagnar Jóns Bjarnasonar?

Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands segir trúnaðarmann Össurar Skarphéðinssonar, Þorstein Pálsson, hafa í frammi lítt dulbúna kröfu um að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra segi af sér til að aðildarviðræður við Evrópusambandi fái að halda áfram.

Bændasamtökin lögðu nýlega fram ítarlega rannsóknaritgerð og í viðauka kröfur um að landbúnaðarhagsmunir þjóðarinnar verði ekki fyrir borð bornir í samningaviðræðum.

Þorsteinn Pálsson sem situr í samninganefnd Íslands við Evrópusambandið í umboði utanríkisráðherra sneri út úr málflutningi Bændasamtakanna í blaðagrein.

Haraldur Benediktsson svarar Þorsteinin með grein á Evrópuvaktinni sem lýkur með þessum orðum:

Þorsteinn Pálsson fellur í þá gryfju að taka eina varnarlínu bænda fram til að gera hana tortryggilega. Hann gerir í raun enga tilraun til að ræða málefnalega um afstöðu bænda. Ef hann vill gera það þá þarf hann að svara í heild þeim rökum sem bændur hafa sett fram Þetta eru okkur vonbrigði því Bændasamtökin tóku alvarlega áskoranir um málefnalega umræðu um ESB, þau mæta til umræðunnar með einstaka og vandaða rannsókn á því hvað er í „ESB pakkanum“ Bændasamtökin hafa fjallað um hagsmuni landbúnaðar með opinni umræðu. Undirbyggt sjónarmið sín með gildum rökum. Tekið lýðræðislega afstöðu. Hið sama er ekki hægt er að segja um stjórnvöld sem pukrast með samningsafstöðu Íslands. En kannski ekki, því eina raunverulega samningsafstaðan er að fá inngöngu – hvað sem það kostar.

Bændur eiga menn sem kunna að koma fyrir sig orði og skilja á milli kjarna og hismi.


Ragnar Arnalds: Össur boðar sýndarlausn

Yfirlýsing Össur um að Ísland þurfi enga undanþágu frá fiskveiðistefnu ESB hefur óneitanlega vakið nokkurn hroll hér á landi en hún skýrist af því að varanleg undanþága frá CFP er ekki í boði. Í stað þess að viðurkenna það hreint út bregst Össur við með því að halda því fram að við þurfum enga undanþágu heldur einungis „sérlausn“ og á þá bersýnilega við einhvers konar sýndarlausn af því tagi sem embættismenn ESB eru frægir fyrir.

Ragnar Arnalds stendur Vinstrivaktina.


Þjóðríkið, Evrópusambandið og velferðakerfið

Þjóðernishyggja vex í Evrópu, krafa um niðurskurð á velferðarkerfinu mun auka andúðina á Evrópusambandinu. Brussel gerði mistök við að grafa undan þjóðríkinu. Evrópusambandið getur ekki orðið valkostur við þjóðríkið enda öll stjórnmál staðbundin.

Á þessa leið skrifar Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs. Jónas er aðildarsinni en nógu hreinskilinn til að viðurkenna að Evrópusambandið er í ógöngum.

Þjóðríkið fær uppreisn æru eftir áralanga vörn gegn ágengum sambandríkjasinnum.


Merkel á Titanic; where the fuck is Johanna?

Ítalska þingið var á suðupunkti í dag. Tremonti fjármálaráðherra sagði með þjósti

Today in Europe there is an appointment with destiny. Salvation does not come through finance but from politics. But politics cannot make any more mistakes,” Mr Tremonti said. “Just as on the Titanic, not even first class passengers can save themselves.

Samkvæmt Financial Times átti Tremoti við Angelu Merkel kanslara Þýskalands.

Enginn spurði um fíflið sem reynir að klifra um borð þegar Titanic er að sökkva.


ESB tilkynnir um aðlögunarstyrki til Íslands

Um 28 milljónir evra, 4,5 milljarðar króna, verða veittir til Íslands í aðlögunarstyrki vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Þetta var tilkynnt í Brussel á mánudag. Styrkirnir eru til að aðlaga Ísland Evrópusambandinu á meðan viðræður um aðild standa yfir.

 Samkvæmt stækkurnarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Fule miðast styrkirnir við að hafa áhrif á daglegt líf íbúa þeirra ríkja sem eru í aðlögunarferli að Evrópusambandinu. Styrkirnir verða notaðir til að breyta lögum, stjórnarháttum og félagslegum aðstæðu.

Í flokkssamþykkt  annars ríkisstjórnarflokkanna, Vinstir grænna, segir skýrt og ákveðið að Ísland eigi ekki að þiggja styrki frá Evrópusambandinu til að aðlaga landið regluverki ESB.

Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins.

Vinstri grænir gleymdu að láta Evrópusambandið vita um þessa afstöðu Vg-hluta ríkisstjórnarinnar.


Evran og Evrópuherinn

„Ef evran bregst, þá er það ekki aðeins gjaldmiðillinn sem er gjaldþrota heldur einnig hugmyndin um sameiningu Evrópu... Við erum með sameiginlegan gjaldmiðil en okkur skortir pólitíska og efnahagslega einingu. Og þessu þurfum við einmitt að breyta. Tækifærið sem býðst í þessari kreppu er einmitt að ná þessu markmiði. Við verðum að líta á kreppuna sem tilefni til að ráða bót á því sem misheppnast hefur - og ekki var bætt úr með Lissabon sáttmálanum... Og fyrir utan efnahagsmálin og eftir hina sameiginlegu mynt, munum við ef til vill þora að stíga enn frekari skref, til dæmis í þá átt að stofna Evrópuher."

Svo mælti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í ræðu við afhendingu Aachen Charlemagne verðlaunanna. Heimild: Open Europe 14. maí 2010.

Vinstrivaktin lætur ekki deigan síga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 498
  • Sl. viku: 2540
  • Frá upphafi: 1166300

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2177
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband