Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
Föstudagur, 30. nóvember 2012
ESB-atvinnuleysi í hæstu hæðum
Á Íslandi er um fimm prósent atvinnuleysi. Það er helmingurinn af því atvinnuleysi sem jafnt og stöðugt er að finna í Evrópusambandinu.
Evran festir atvinnuleysið í sessi og þau lönd sem búa við þýska fastgengisstefnu geta sér enga björg veitt lendi þau í efnahagsvanda.
Evran og viðvarandi atvinnuleysi haldast í hendur. Hvers vegna ættum við að flytja slíka ósvinnu inn í landið?
Mesta atvinnuleysi frá upphafi mælinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. nóvember 2012
Á Ísland að verja evrópskan bílaiðnað?
Evrópusambandið gerir fríverslunarsamninga fyrir hönd allra aðildarríkja sinna. Ekkert í ríki í Evrópusambandinu hefur leyfi til að vera með sérstaka fríverslunarsamninga við ríki utan sambandsins.
Núna er rætt um í Brussel að gera fríverslunarsamning við Japan. Helst er talið stranda á hagsmunum evrópska bílaiðnaðarins sem vill ekki að ódýrari bílar frá Japan grafi undan stöðu þeirra á heimamarkaði.
Ísland hefur nákvæmlega enga hagsmuni af því að bílaiðnaðurinn í Evrópu sé sterkari eða veikari en sá japanski.
Okkar hagsmunir eru að fá ódýra bíla. Og það getum við tryggt með því að standa utan Evrópusambandsins.
Rætt um fríverslunarviðræður við Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. nóvember 2012
Svona hrynja stórveldi
Ekkert stórveldi í sögunni hefur hrunið af einni ástæðu. Stórveldi styðjast við margar undirstöður. Af því leiðir hrynja stórveldi ekki af því að ein eða tvær stoðir gefa sig - meira þarf til.
Yfirbygging Evrópusambandsins er þung; lýðræðishallinn yfirþyrmandi og peningapólitíkin dómgreindarlaus.
Af 27 þjóðum Evrópusambandsins eru tíu ekki með evru. Þessi tíu ríki munu á næstu árum finna leiðir til að forða sér frá yfirvofandi hruni. Sá flótti, þótt hægur verði, mun flýta hruninu.
Enginn af frammámönnum Evrópusambandsins mun nokkru sinni tala um hrunið. Það væri eins og að nefna snöru í hengds manns húsi.
Bretar kjósi um veruna í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. nóvember 2012
Steingrímur J. talar fyrir ESB-aðild
Formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon, talar eins og samfylkingarmaður sem er leiður vegna þess hversu illa gengur að mjaka Íslandi inn í Evrópusambandið.
Steingrímur J. verður ,,persónulega fyrir vonbrigðum" með það hve aðlögunarferlið gengur hægt fyrir sig.
Í stefnuskrá VG stendur eftirfarandi
Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.
Er ekki rétt af Steingrími J. að skipta um flokk núna þegar það liggur fyrir að hann er orðinn talsmaður þess að Ísland verði tekið upp í Evrópusambandið?
Nú ræður hræðslan við Evrópu ríkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. nóvember 2012
Grikkland í skuldfeni ESB um ókomna tíð
Grikkland getur ekki og mun ekki borga skuldir sínar. Síðustu áætlanir gerðu ráð fyrir að eftir tíu ár myndi Grikkland skulda 170 prósent af landsframleiðslunni. Almennt er viðurkennt að skuldir verulega umfram 100 prósent af landsframleiðslu séu ósjálfbærar.
Grikkir eru enn inn í evru-samstarfinu af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi þora þeir ekki að standa á eigin fótum og telja betra að vera á framfærslu Evrópusambandsins um ófyrirsjáanlega framtíð. Í öðru lagi vegna þess að Evrópusambandið þorir ekki að láta Grikkland róa.
Grikkir gætu bjargað sér með því að fá samkeppnishæfan gjaldmiðil og það gætti þýtt endalok evru-samstarfsins. Ef Portúgalar, Spánverjar og Ítalir myndu sjá Grikkland blómstra hálft eða eitt ár eftir útgöngu úr evru-samstarfinu væri sjálfhætt fyrir þessar þjóðir í téðu samstarfi.
Tilraunir Evrópusambandsins til að halda Grikklandi í spennitreyju evrunnar um ókomna tíð eru dæmdar til að mistakast.
Funda í dag um björgun Grikklands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. nóvember 2012
ESB-sinnar í felulitum í VG trekkja ekki
Aðeins 639 flokksmenn VG í Reykjavík nenntu að mæta á kjörstað til að velja frambjóðendur vegna næstu þingkosninga. Skráðir flokksmenn eru 2600. Þessi stórflótti kjósendahópsins sem hingað til hefur verði talinn sá tryggasti í íslenskum stjórnmálum verður aðeins skýrður á einn veg.
Frambjóðendur VG í Reykjavík tóku höndum saman um að þykjast ekki vita um andstöðu almennra flokksmanna við ESB-leiðangur ríkisstjórnarinnar. Í augum flokksmanna eru allir frambjóðendur VG í Reykjavík ESB-sinnar í felulitum.
ESB-sinnar í felulitum eru hálfu aumkunarverðari en þeir sem gangast við afstöðu sinni.
Katrín efst en Birni Val hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. nóvember 2012
Frásögnin af falli evru tekur á sig mynd
Þýsk stjórnvöld búa sig undir uppgjör á evru-svæðinu. Í Berlín er tilbúin áætlun og varaáætlun vegna uppgjörsins. Aðaláætlunin byggir líklegast á uppstokkun evru-samstarfs þar sem ríki eins og Grikkland, Portúgal og e.t.v. Spánn fara úr samstarfinu. Varaáætlun er án efa í tveim til þrem útgáfum og ein gerir ráð fyrir upptöku þýska marksins.
Í stórpólitík Evrópusambandsins eru tímasetningar höfuðatriði, sem og leiktjöldin. Þýskaland getur hvorki sagt að evru-tilraunin sé misheppnuð né rekið óreiðuríki úr evru-samstarfinu.
Til að undirbyggja uppgjörið verður að búa til trúverðuga frásögn. Einn liður í þeirri frásögn er að Evrópusambandið virki ekki lengur sem vettvangur til að taka sameiginlegar ákvarðanir. Með því að fresta afgreiðslu fjárlaga ESB fram yfir áramót er frásagnarminnið um ónýti ESB undirstrikað.
Önnur frásagnarminni, eins og varanleg vangeta Suður-Evrópu að ná tökum á efnahagsmálum sínum, eru óðum að breytast í fastar stærðir sem hægt er að gera pólitík úr.
Þjóðverjar gera upp við sig eftir næstu kosningar, þær verða eftir ár, til hvaða áætlunar um endalok evru-samstarfsins verður gripið.
Leiðtogar ESB náðu ekki saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 23. nóvember 2012
ESB-andstaðan á Íslandi verður frétt í Kína
Einn útbreiddasti fjölmiðill í heimi, China Daily, segir frá vaxandi andstöðu almennings á Íslandi við inngöngu í Evrópusambandið.
Össur Skarphéðinsson utaríkisráðherra er að semja við Kína um fríverslun. Undirbúningur að samningnum hófst árið 2006 en heldur dró úr samningafundum eftir að Ísland, þ.e. Össur, sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009.
En núna er skriður kominn á samningana og Össur segir að fríverslunarsamningur við Kína verði tilbúinn á næsta ári.
Talsmaður Evrópusambandsins segir að aðildarríki ESB geti ekki ein og sér haft fríverslunarsamning við önnur ríki. Í frétt Mbl.is segir
Evrópusambandið hefur með viðskiptatengsl að gera [fyrir ríki sambandsins], þar með talið gerð fríverslunarsamninga, við önnur ríki. Almennt séð, sem aðildarríki Evrópusambandsins, yrði Ísland að segja upp öllum fríverslunarsamningum sínum og fríverslunarsamningar Íslands innihalda ákvæði um uppsögn, sagði Ulrike Pisiotis hjá skrifstofu stækkunarmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í svari við fyrirspurn frá mbl.is
Það er sem sagt ekki hægt að vera aðildarríki ESB og hafa sjálfstæðan fríverslunarsamning við önnur ríki. En Össur ætlar að gera hvorttveggja.
Kannski að fréttir um vaxandi andstöðu við ESB-umsóknina geri Kínverja rólegri. Þeim finnst líklega ekkert gaman af því að vera hafðir að fíflum af síkátum utanríkisráðherra smáríkis.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. nóvember 2012
Engar undanþágur og algert áhrifaleysi
Áhrif Íslands í Evrópusambandinu myndu mælast frá 0,8 prósent í Evrópuþinginu niður í 0,06 í leiðtogaráðinu - þar sem allar helstu ákvarðanir eru teknar. Núna hefur verið staðfest í 27-sinn að við fáum ekki undanþágu frá meginreglum ESB um algert áhrifaleysi í öllum þeim málum sem falla undir sambandið.
Kjánaprikin sem kalla sig ekki lengur ESB-sinna heldur ,,viðræðusinna" ættu nú að finna sér annað áhugamál sem ekki er jafn langsótt og að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Hvað með að Ísland verði hluti af Eyjaálfu?
Umsóknarsirkus Össurar og Samfylkingar er löngu hættur að vera áhugavert viðfangsefni. Okkur andstæðingum finnst eins og við séum að sparka í lík þegar við andæfum viðræðusinnum.
Engar varanlegar undanþágur í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. nóvember 2012
Líkvaka í Strassborg
ESB-umsókn Íslands er dauð. Í samfélaginu talar enginn fyrir umsókninni og meirihluti þjóðarinnar vill afturkalla hana. í Evrópu er eymd og volæði um fyrirsjáanlega framtíð og enga björg þar að fá.
Til að bjarga Evrópusambandinu verður að kljúfa það í evru-svæði með miðstýringu og engu fullveldi aðildarþjóða annars vegar og hins vegar jaðarríki sem munu líta á ESB sem fríverslunarsvæði í framtíðinni.
ESB-flokkur Íslands, Samfylkingin, mælist með 20 prósent fylgi og flokkurinn sem sveik stórt í málinu, VG, er tíu prósent flokkur.
Líkvaka þingmannanefnda í Strassborg yfir ESB-umsókn Íslands er ábyggilega skemmtilegasti fundur.
Funda um ESB-umsóknina í Strassburg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
- Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 107
- Sl. viku: 1964
- Frá upphafi: 1176818
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1789
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar