Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
Miðvikudagur, 29. febrúar 2012
67% þjóðarinnar segja NEI við ESB-aðild
Meirihluti þjóðarinnar vill draga tilbaka ESB-umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins. Afgerandi meirihluti, 56 prósent, er andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu og heil 67 prósent myndu segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild.
Skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins sýnir einangrun sértrúarsafnaðarins í kringum Samfylkinguna sem vill troða Íslandi inn í Evrópusambandið með góðu eða illu.
Ótækt er að alþingi láti viðgangast að utanríkismál þjóðarinnar séu í gíslingu sértrúarsöfnuðar.
67% myndu hafna ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 28. febrúar 2012
Utanríkismál flokksvædd í þágu Samfylkingar
Þjóðarhagsmunir víkja fyrir flokkshagsmunum Samfylkingar í utanríkismálum Íslands. Samfylkingin er eini flokkurinn á alþingi sem er með aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni. Með gíslatöku Samfylkingar á Vinstri grænum samþykkti alþingi naumlega að senda umsókn til Brussel sumarið 2009.
Umsóknin um aðild Íslands kemst hvorki lönd né strönd vegna þess að enginn áhuginn er í þjóðfélaginu að framselja fullveldið til Brussel. Fáeinar klíkur í stjórnkerfinu, sem byggja afkomu sína á dagpeningum, sýna inngöngu áhuga í eiginhagsmunaskyni.
Áróðurinn fyrir aðild er aumingjalegur. ,,Klárum ferlið," er til merkis um uppgjöf þar sem ESB-sinnar eru löngu hættir að halda fram rökum fyrir inngöngu, - að klára samninginn er sjálfstætt markmið. Og eftir því sem Evrópusambandið breytist vegna aðgerða til að bjarga álfunni frá skuldakreppunni verður viðrinisháttur íslensku ESB-sinnanna meiri. Helstu málpípur þeirra segja ekki múkk um þróunina á meginlandi Evrópu.
Spurningin er hve lengi stjórnmálaflokkar á alþingi ætla að leyfa Samfylkingunni að einoka utanríkismál Íslendinga.
Segir Össur vilja draga málið á langinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. febrúar 2012
Össur og Árni Þór skella á Ögmund: Jón Bjarna til bjargar
Ögmundur bauð Össuri utanríkis upp á að klára aðildarsamninga á næstu mánuðum og fá þjóðaratkvæði til að skera úr um hvort Ísland ætti heima í Evrópusambandinu eða ekki. Össur og laumuaðildarsinninn í VG, Árni Þór Sigurðsson, hafna báðir málaleitan Ögmundar.
Næsta skref Ögmundar er að taka undir með Jóni Bjarnasyni um að styðja þingsályktunartillögu Vigdísar Hauksdóttur um að umsóknar- og aðlögunarferlið að Evrópusambandinu verði lagt undir dóm þjóðarinnar í sumar.
Samfylkingin vill hvorki þjóðaratkvæði um ESB-umsóknin né vill Samfylkingin ljúka ESB-ferlinu. Ástæðan er sú að Samfylkingin vill nota ESB-málið til að halda utanum 30 prósent fylgi sem ESB-aðild hefur í samfélaginu. Hér komið klassískt dæmi um sértrúarsöfnuð sem kemst í aðstöðu til að kúga meirihlutann.
Ögmundur skorar á Össur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. febrúar 2012
Dagsetjum viðræðulok, segir Ögmundur
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra leggur til á heimasíðu sinni að viðræðulok við Evrópusambandið verði dagsett. Af orðum Ögmundar er helst að ráða að liggi ekki fyrir aðildarsamningur verði viðræðum hætt. Orðrétt segir Ögmundur
Lagt er til að viðræðum við ESB verði hraðað. Dagsetning ákveðin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta lagi undir lok þessa kjörtímabils. Samninganefndum okkar og ESB verði gerð grein fyrir því að þetta afmarki þann tímaramma sem þær hafi til að fá efnislegar niðurstöður í þeim málaflokkum sem helst varða okkar hag.
Hér er nokkurt nýmæli er ESB-umræðunni. Dagsetningin sem Ögmundur ræðir getur í síðasta lagi verið næsta vor, þegar þingkosningar verða.
Laugardagur, 25. febrúar 2012
Ögmundur fastur í gildru: ESB niðurlægir okkur
Evrópusambandið niðurlægir Ísland með afskiptum af innanríkismálum okkar, sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og flokksráðsfundi Vinstri grænna. Hann uppskar lófatak þegar sagðist vilja koma þessu ,,óþurftarmáli út úr heiminum" með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ögmundur og meirihluti þingflokks Vinstri grænna var leiddur í gildru af Össuri Skarphéðinssyni ESB-plottara Samfylkingarinnar í upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins. Gildran var Ögmundi og öðrum í þingflokknum var talin trú um að hægt væri að sækja um, semja og greiða þjóðaratkvæði um inngöngu á 18-24 mánuðum.
En þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig í Brussel. Evrópusambandið klára ekki samninga við umsóknarríki nema nokkurn veginn tryggt sé að þjóðaratkvæðagreiðsla leiði til jákvæðrar niðurstöðu fyrir Evrópusambandið. Þökk sé misráðinni og vanhugsaðri ESB-umsókn erum við komin á krókinn hjá Evrópusambandinu og núna er Brusselvaldið að þreyta smáfiskinn Ísland.
Eina leið Ögmundar og félaga er að afturkalla ESB-umsóknina.
Ögmundur: Ógeðfellt aðlögunarferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. febrúar 2012
ASÍ boðar ESB-eymd
Atvinnuleysi í ríkjum Evrópusambandsins er víð 15 til 20 prósent og atvinnuleysi ungs fólks allt upp í 40 prósent. Evrópska félagskerfið er hrunið og langtímakreppa að leggjast yfir álfuna.
Hvað gerir Alþýðusamband Íslands? Jú, kontóristarnir krefjast þess að Ísland verði aðili að ESB-eymdinni með því að ganga inn í sambandið.
Alþýðusambandið er löngu hætt að tala fyrir almenning. Kontóristarnir tala fyrir dagpeningafólkið sem ferðast fyrir vinnuna til Brussel og safnar þannig ferðapunktum handa sjálfu sér og fær þar með niðurgreiðslu á sumarleyfinu.
Evrópska félagsmálakerfið horfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. febrúar 2012
Evran er ónýt röksemd fyrir ESB-aðild
Evruland er á leið í samdrátt sem mun annað tveggja leiða til uppbrots á gjaldmiðlasvæðinu, sem núna telur 17 þjóðir, eða stórfelldrar miðstýringar á efnahagskerfum þessara landa - þ.e. myndun Stór-Evrópu.
Í nýrri skýrslu um valkosti Grikklands sem bandarísk rannsóknastofnun gaf út er útskýrt hvernig valið stendur um evru-samstarf og áratuga kreppu annars vegar og hins vegar að taka upp eigin gjaldmiðil og eiga möguleika á viðspyrnu og hagvexti.
Gerólík innbyrðis staða evru-ríkjanna kallar á gerólíkar efnahagsráðstafanir. Evru-svæðið býður á hinn bóginn aðeins upp á eina uppskrift. Niðurskurður í ríkisútgjöldum dýpkar kreppuna og framlengir.
Æ skýrara verður að Ísland á ekkert erindi inn á evru-svæðið. Ísland vinnur sig hratt og vel út úr kreppunni sem evrulöndin komast ekki upp úr vegna þess að gjaldmiðillinn og miðstýringin frá Brussel tekur af þeim bjargirnar.
Þrjú evruríki verr metin en Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 23. febrúar 2012
Grikkir vilja ESB-peninga en ekki ESB-yfirvald
Evran lagði grískt efnahagskerfi í rúst vegna þess að verðlag evrunnar tekur ekki mark á grískum veruleika heldur þýskum. Grikkir fá í annað sinn á fáeinum mánuðum björgunarfé frá Evrópusambandinu.
Stíf skilyrði fylgja lánum frá Brussel og finnst mörgum Grikkjanum, líklega með réttu, að fullveldi landsins hafi verið tekið eignarnámi af Evrópusambandinu.
Grikkir vilja peninga frá Evrópusambandinu en þeir vilja ekki afskipti sambandsins af grískum innanlandsmálum. En það er ekki í boði.
Evran gerir grísk innanlandsmálefni, s.s. fjárlög og skattheimtu, að vandamáli Evrópusambandsins. Fjárreiður gríska ríkisins skapa ólgu á öllu evru-svæðinu. Þess vegna fá Grikkir þá ráðleggingu frá Þýskalandi að taka upp drökmu, sinn gamla gjaldmiðil, til hliðar við evru.
Grikkland í C-flokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 22. febrúar 2012
Stjórnarskráin, ESB-umsóknin og valkvætt lýðræði
Ríkisstjórnin hyggst boða til kosninga í sumar, samhliða forsetakosningum, um stjórnarskrárbreytingar. Rökin fyrir kosningunum er að almenningur eigi að fá að segja álit sitt á mikilvægum málefnum landsstjórnarinnar.
Fyrirliggjandi á alþingi er tillaga Vígdísar Hauksdóttur og fleiri um þjóðaratkvæði um umsóknar- og aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu. Bæði ESB-sinnar og fullveldissinnar eru sammála um að aðild að Evrópusambandinu er stærsta álitamál seinni tíma stjórnmálasögu.
Við viljum þjóðaratkvæði í sumar um umsóknar- og aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin hefur lagt fram rökin. Neiti ríkisstjórnin kröfu um þjóðaratkvæði um umsóknina en haldi atkvæðagreiðslu um stjórnarskrána er það ekki lýðræðisást sem knýr áfram meirihlutann á alþingi.
Vill ESB-tillögu á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 22. febrúar 2012
Stjórnvöld grafa undan gjaldmiðli þjóðarinnar
Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði, t.d. Paul Krugman, segir að sjálfstæður gjaldmiðill hafi bjargað Íslandi frá langvarandi kreppu eftir hrun. Reynslurökin staðfesta orð fræðimanna: Ísland fékk nýlega hækkaða lánshæfiseinkunn.
Þrátt fyrir öflugt efnahagskerfi og gjaldmiðil sem þjónar kerfinu vel nota stjórnvöld hvert tækifæri til að tala niður krónuna. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, maður sem segir á ,,rekord" í rannsóknaskýrslu alþingis að hann hafi ekki hundsvit á efnahagsmálum, býr til leikfléttu á alþingi til að sverta krónuna.
Stjórnvöld sem níða skóinn af gjaldmiðli þjóðarinnar starfa ekki í þágu almannaheilla.
Enn veikist krónan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
- Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 1964
- Frá upphafi: 1176818
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1789
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar