Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

120% opinberar skuldir árið 2020

Sérstakur söfnunarreikningur fyrir útistandandi lán gríska ríkisins verður settur upp fyrir skatttekjur. Alger forgangur greiðslu erlendra skulda er forsenda fyrir björgunarpakkanum sem samþykkur var í nótt. Þrátt fyrir ítrustu sparnaðaraðgerðir munu Grikkir skulda 120 prósent af landsframleiðslu sinni árið 2020.

Grikkir gætu orðið Þjóðverjar á einni nóttu, búið til skilvirkt skattkerfi og lækkað launin til að bæta tapaða samkeppnishæfni.

Jólasveinninn gæti líka komið til byggða í maí.


mbl.is Grikklandi forðað frá falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raðbjörgun Grikklands er farsi

Síðustu fregnir herma að Grikkjum verði ekki ýtt út úr evru-samstarfinu í dag heldur gefin vilyrði fyrir 130 milljarða evru björgunarpakka sem þó er í það minnsta 15 milljörðum of lítið.

Ef allt fer á besta veg í Grikklandi mun landið skulda 129 prósent af þjóðarframleiðsu árið 2020, eftir átta ár. Öll heimsins lán og afskriftir breyta ekki grundvallarstaðreyndinni að Grikkland er ekki samkeppnishæft í evru-samstarfi vegna þess að gengisskráningin miðast ekki við grískan efnahag heldur þýskan.

Allir sjá að raðbjörgun Grikklands er farsi. Spurningin er aðeins hver segir stopp hvenær: Þjóðverjar, Grikkir eða markaðurinn. 

 


mbl.is Gera áætlun um að Grikkir yfirgefi evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökdauði ESB-sinna

Samfylkingin og aðildarsinnar rökstuddu umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu með því að innganga myndi bjarga okkur úr kreppunni. Þegar reynslurökin sýna svart á hvítu að Íslandi er betur borgið utan ESB með sjálfstæðan gjaldmiðil er fátt um svör hjá ESB-sinnum.

Írland lenti í fjármálakreppu á sama tíma og Ísland. Írland er evru og helmingi hærra atvinnuleysi en Ísland. Írland er með skert fullveldi og dökkar framtíðarhorfur en Ísland fullveldi og bjartar horfur. 

Rökdauði ESB-sinna er alger. Engu að síður er aðildarumsókn Íslands látin standa. Samfylkingin, sem er eini stjórnmálaflokkurinn með aðild að dagskrá, lætur verleikann ekki aftra sér í sjálfsblekkingunni. Á hinn bóginn eiga kjósendur brátt fund við Samfylkinguna...


mbl.is Kallar eftir sterkari rökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan bjargar Íslandi, evran drepur ESB

Fullvalda Ísland með eigin gjaldmiðil býr við lágt atvinnuleysi, góðan hagvöxt og bjartar framtíðarhorfur. Evrópusambandið með ósjálfstæð aðildarríki, sameiginlegan gjaldmiðil glímir við mikið atvinnuleysi, nær engan hagvöxt og dökkar horfur til framtíðar.

Suður í Evrópu gráta þjóðir tapað fullveldi. Með fullveldinu fór sjálfsvirðing Grikkja sem liggja vælandi utan í Þjóðverjum að gefa sér ölmusu.

ESB-sinnar á Íslandi skulda þjóðinni skýringar á sinni flónsku.


mbl.is Fitch hækkar einkunn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæði um ESB-umsókn í sumar

Á alþingi er fyrirliggjandi tillaga Vigdísar Hauksdóttur og fleiri um að efna til þjóðaratkvæðis í sumar samhliða forsetakosningum um umsóknar- og aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu. Umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins frá 16. júlí 2009 er umboðslaus frá þjóðinni. 

Með því að ríkisstjórnarmeirihlutinn vill spyrja þjóðina um álitamál er varða stjórnarskrá lýðveldisins er ekki hægt að komast hjá því að bera umdeildara málefni undir þjóðina - sem er ESB-umsóknin.

Fái ríkisstjórnin umboð þjóðarinnar til að halda ferlinu áfram  er kominn lýðræðislegur grunnur undir umsóknina. Vilji þjóðin afturkalla umsóknina er einu deilumálinu færra í samfélaginu og stjórnarráðið getur farið að sinna öðru en að safna ferðapunktum fyrir embættismenn.


mbl.is Enn eitt skrefið í tilraunastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptaráð: króna = kommúnismi

Landsins bestu synir söfnuðust saman í gær hjá Viðskiptaráði og hlustuðu á messu forstjóra Össurar um að krónan og gjaldeyrishöft minntu á kommúnisma í Austur-Þýskalandi.

Þrátt fyrir krónu og gjaldeyrishöft ætlar Bauhaus að opna hér verslun og danskt fyrirtæki keypti nýlega Húsasmiðjuna. Í kommúnistaríkinu Íslandi er hagvöxtur 2 til 3 prósent á meðan hann er við núllið víðast hvar í evrulandi.

Íslenskur kommúnismi byggður á krónu fær lof og prís hagfræðinga eins Paul Krugman sem er handhafi Nóbelsverðlauna. En auðvitað eru það léttvægt í augum plastframleiðandans Jóns Sigurðssonar í Össuri.


mbl.is Krónan er fíllinn í stofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-sinnar fá öflugan liðsmann: Jón Ásgeir úr Baugi

Jón Ásgeir Jóhannesson kenndur við Baug er nýjasti liðsmaður ESB-sinna á Íslandi. Jón Ásgeir er nánast samnefnari fyrir útrásina og hrunið.

Ævintýramennska útrásarinnar var byggð á blekkingu, ekki síst sjálfsblekkingu þeirra auðmanna sem héldu sig kunna viðskipti betur en aðrir dauðlegir menn og sliguðu þjóðarbúið með skuldsetningu og froðufjárfestingu.

Sjálfsblekkingin í viðskiptalífi færist auðveldlega yfir á pólitík, eins og dæmin sanna.


Grikkjum bent á íslensku leiðina úr hruni

Grikkir komast hvorki lönd né strönd á meðan þeir eru í evru-samstarfinu. Evran er mylluteinn um háls gríska efnahagskerfisins. Folkebevægelsen mod EU í Danmörku ráðleggur Grikkjum að taka Ísland sér til fyrirmyndir, sem með eigin mynt komu sér úr hruni tiltölulega fljótt og án kollsteypu.

Vandinn er þó sá að Íslandi átti krónu við hrun en Grikkir afsöluðu sér drökmu fyrir áratug.

Maður tryggir ekki eftir á.


mbl.is Brotthvarf ekki óhugsandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

0,8 prósent áhrif Íslands í ESB

Núna þegar stórveldin véla um framtíð efnahagskerfa heimsins er tími til kominn að Ísland láti til sína taka. Það finnst Magnúsi Orri Schram þingmanni Samfylkingar sem boðar stóraukin áhrif Íslands við inngöngu í Evrópusambandið. Magnús skrifar

Væri landið á hinn bóginn aðili að ESB hefðu þingmenn miklu betri aðkomu að öllum þeim lögum sem í landinu gilda. Þannig má segja að sjálfstæði þjóðarinnar myndi standa miklu styrkari fótum væri landið hluti af ESB frekar en í núverandi stöðu innan EES-samstarfsins.

Í núverandi stöðu, innan EES en utan ESB, ræður Ísland ríkisfjármálum sínum, fiskveiðimálum, landbúnaði og viðskiptum við önnur lönd. Færi Ísland inn í Evrópusambandið myndi Brussel yfirtaka þessa málaflokka. Íslandi fengi 6 þingmenn af 751 á Evrópuþinginu, sem gera heil 0,8 prósent áhrif.

Miklir menn erum vér, Magnús minn.



 


mbl.is Funda um efnahagskrísuna á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkir samþykkja í orði en ekki á borði

Formleg samþykkt gríska þingsins á niðurskurði ríkisútgjalda verður ekki hrint í framkvæmd þar sem víðtæk andstaða er við tillögurnar í samfélaginu. Ef Evrópusambandið (les: Þjóðverjar) láta Grikki frá peninga til að borga eldri lán verður þess ekki langt að bíða að Grikkir þurfi nýja björgunaráætlun.

Á meðan Grikkir eru með evru eiga þeir ekki möguleika á endurreisn. ,,Innri gengisfelling" með lækkun launataxta ásamt niðurskurði er ekki raunhæf leið í Grikklandi.  

Tilraun Evrópusambandsins með evruna er lokið. Tvær spurningar standa eftir. Í fyrsta lagi hvernig á að haga myntmálum þjóðríkjanna þegar evran er úr sögunni. Í öðru lagi hvað verður um Evrópusambandið?


mbl.is Grikkir samþykkja niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 113
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 2522
  • Frá upphafi: 1165896

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 2188
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 95

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband