Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
Sunnudagur, 12. febrúar 2012
ESB kaupir aðlögunarvilja á Íslandi
Næstu tvö árin mun ESB eyða á þriðja hundrað milljónum króna í rekstur Evrópustofum sem hefur það að markmiði að auka fylgi við samfylkingarhluta ríkisvaldsins sem vill Ísland inn í Evrópusambandið.
Við erum ekki í samningaviðræðum við Evrópusambandið, heldur aðlögunarferli. Um það tekur af öll tvimæli útgáfa Evrópusambandsins sem segir eftirfarandi
Accession negotiations concern the candidate's ability to take on the obligations of membership. The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate's implementation of the rules.
Ísland á að aðlaga sig Evrópusambandinu á meðan ferlið stendur yfir. Samningaviðræður eru um það hvernig og með hvaða hætti við tökum yfir 100 þús. blaðsíður af regluverki Evrópusambandsins.
Evrópustofa og Samfylkingin ætla að selja okkur þá blekkingu að við séum í samningaviðræðum og fáum síðan að ,,kíkja í pakann," - sem ku geyma perlur og brennivín.
Evrópusambandið kynnir sig sjálft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 11. febrúar 2012
Samfylking býður gríska tragedíu á Íslandi
Samfylkingin dró Ísland að þröskuldi Evrópusambandsins þar sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vill ólmur fórna fólki fyrir peninga. Til skamms tíma voru rök Össurar og aðildarsinna að Evrópusambandið gengi aldrei gegn þjóðarhagsmunum aðildarríkja sinna.
Vægt til orða tekið þá grefur Evrópusambandið undan grískum þjóðarhagsmunum. Grikkland stendur frammi fyrir þjóðargjaldþroti og pólitískri óöld og Evrópusambandið kyndir undir fremur en dregur úr upplausnarástandinu.
Sértrúarsöfnuður ESB-sinna hér á landi þarf að útskýra hvaða erindi Ísland á í þennan félagsskap sem heitir Evrópusambandið.
Reyna að losna við Grikki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. febrúar 2012
ESB krefst aðlögunar Íslands
Krafa þings Evrópusambandsins um sameiningu ráðuneyta á Íslandi er hluti af kröfu ESB um að Ísland sé í stakk búið að taka við tilskipunum frá Brussel um stærri mál og smærri.
Evrópusambandið ætlar sér stóra hluti í framtíðinni enda sameiginleg ríkisfjármál aðildarríkja forsenda fyrir framhaldslífi evrunnar.
Til að skapa skilvirka móttöku tilskipana frá Brussel þarf einfalt stjórnkerfi. Formleg völd og fagleg þekking verða hvort eð er í Brussel.
ESB kallar eftir sameiningu ráðuneyta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. febrúar 2012
Össur tekur peninga fram yfir fólk
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er af þeirri tegund jafnaðarmanna sem er elskari að peningum en fólki. Í grein í Morgunblaðinu í dag hraunar Össur yfir krónuna sem varið hefur Íslendinga gegn atvinnuleysi eftir hrun og blessar evruna sem heldur stöðugleika á kostnað vinnandi fólks.
Ísland og Írland lentu bæði í fjármálakreppu. Ísland bjó að krónu og stóð utan Evrópusambandsins. Samkvæmt flokkssystur Össurar, Ólínu Þorvarðardóttur, er kreppan búin á Íslandi. Á Írlandi, aftur á móti, slítur með 15 prósent atvinnuleysi og lágan hagvöxt en stöðugt gengi. Bölvun Íra er evran og Evrópusambandið.
Með krónuna er Ísland með minna atvinnuleysi og minni fátækt en Evrópusambandið. Kappsmál Össurar Skarphéðinssonar er að auka atvinnuleysi og fátækt á Íslandi með inngöngu í Evrópusambnadið og upptöku evru. Skrýtin jafnaðarmennska atarna.
Miðvikudagur, 8. febrúar 2012
Krónan kom okkur úr kreppunni
Án krónunnar hefðum við ekki komist úr kreppunni. Írar, sem urðu fyrir fjármálakreppu á sama tíma og við, sitja enn í súpunni með 14 prósent atvinnuleysi og lítinn sem engan hagvöxt. Írar eru í Evrópusambandinu og hafa evru.
Með krónu að vopni tókst að bregðast hratt við hruni fjármálastofnana og lækka allan kostnað í samfélaginu jafnframt því sem útflutningsgreinar fengu kröftuga innspýtingu. Atvinnuleysi varð ekki stórt vandamál og velferðarkerfið hrundi ekki þótt það hafi látið á sjá.
Með því að standa utan Evrópusambandsins og búa að eigin gjaldmiðli gátum við unnið okkur út úr kreppunni. Hver er aftur stefna Samfylkingar í Evrópumálum?
Kreppan er nefnilega búin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. febrúar 2012
Gagnkvæm gíslataka í evrulandi
Þjóðverjar og Frakkar eru með ríkissjóð Grikklands í gíslingu, þeir neita að afhenda stjórninni í Aþenu meiri peninga úr björgunarsjóði nema sparnaður í opinberum rekstri aukist. Á móti taka grísk stjórnvöld evrusvæðið allt í gíslingu með því að hóta ríkisgjaldþroti er hefði ófyrirséðar afleiðingar í för með sér.
Þjóðverjar komu með tillögu um að sérstakur ,,sparkommisar" yrði gerður að yfirráðherra í Grikklandi, hugmyndin var blásin af borðinu. Þá kemur uppástunga um sérreikning þar sem allar skatttekjur Grikklands færu inn á til að tryggja endurgreiðslu erlendra lána. Þýska blaðið Die Welt segir tillöguna út í bláinn þar sem reikningurinn yrði alltaf í mínus.
Grikklandsdeilan á evrusvæðinu étur upp trúverðugleika stjórnmálamanna í Evrópusambandinu. Kjósendur hvarvetna í álfunni verða ekki tilbúnir að veðja á ,,meiri Evrópu" til lausnar á skuldakreppu álfunnar. Af því leiðir er evran búin að vera.
Portúgal ekki í sömu stöðu og Grikkland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 6. febrúar 2012
Franskir hagfræðingar vilja losna við evruna
Tólf franskir hagfræðingar skrifuðu nýlega grein í Le Monde þar sem þeir hvöttu til að sameiginlegur gjaldmiðill Evrópusambandsins, evrunni, yrði lagður til hliðar og hver þjóð tæki upp sína eigin mynt. Sjónarmið frönsku hagfræðinganna er að evran veldur ójafnvægi milli hagkerfa Evrópusambandríkja.
Í Telegraph er fjallað um grein hagfræðinganna í samhengi við ójafnvægi milli hagkerfa Frakklands og Þýskalands. Hagvísar þessara stórvelda Evrópusambandsins stefna í andstæðar áttir. Atvinnuleysi minnkar í Þýskalandi, opinberar skuldir lækka og hagvöxtur eykst. Í Frakklandi eykst atvinnuleysi, opinberar skuldir hækka og það dregur úr hagvexti.
Fyrr heldur en seinna, segja frönsku hagfræðingarnir, leiðir evran til efnahagslegra hörmunga. Betra er að skipuleggja afnám evrunnar strax.
Evran lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. febrúar 2012
Evran þolir ekki fullvalda þjóðríki
Evrusamstarfið er dæmt til að mistakast svo lengi sem Stór-Evrópa er ekki smíðuð utanum gjaldmiðilinn. Þjóðríki með vald til að setja sér fjárlög samrýmast ekki evru-samstarfinu.
Þess vegna spá bæði stjórnmálamenn og hagfræðingar því að evran, eins og við þekkjum hana í dag, verði ekki lengur til eftir tvö til fimm ár.
Með evrunni falla helstu rök aðildarsinna á Íslandi. Sorrý.
Gríðarlegur þrýstingur á Grikki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. febrúar 2012
ESB-sinnar eru varla á móti lýðræðinu
Núna þegar Steingrímur J. allsherjarráðherra og Jóhanna Sig. forsætis hafa komist að þeirri niðurstöðu að
hlýtur að vera hægt að skera úr um hvort þjóðin hafi áhug á að halda þessum könnunarviðræðum áfram. Hugmynd Jóns Bjarnasonar í grein í Morgunblaðinu í dag um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um framhald á könnunarviðræðunum ætti að vera ESB-sinnum fagnaðarefni.
Ekki eru ESB-sinnar á móti lýðræðinu?
Föstudagur, 3. febrúar 2012
ESB betlar í Kína - Ísland dregur brátt ESB-umsókn tilbaka
Leiðtogi öflugasta ríkis Evrópusambandsins, Angela Merkel kanslari Þýskalands, er í betliferð til Kína vegna þess að skuldakreppan hefur gert evruland fátækari en það var. Skötuhjúin við stjórnvöli á minnsta ríkinu sem íhugað hefur aðild að Evrópusambandinu virðast loksins skilja að fyrir sæmilega stöndugt ríki er ekkert í boði í Brussel.
Jóhanna Sig. forsætisráðherra og Steingrímur J. allsherjarráðherra skrifuðu grein í tilefni af þriggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar. Þau vekja athygli á því að hagvöxtur verður hér tvöfalt til þrefalt meiri en í Evrópusambandinu.
Hagvöxtur reynist meiri en spáð var, líklega 3,5 til 4 prósent á síðasta ári. Hann gæti hæglega orðið 2,5 til 3 prósent á þessu ári en til samanburðar er því spáð að hann verði 1,5 prósent að jafnaði innan Evrópusambandsins.
Í framhaldi gera skötuhjúin grein fyrir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu með þessum orðum
Samkvæmt ákvörðun meirihluta Alþingis er nú verið að kanna til fullnustu kosti og galla aðildar.
Það er ekki lengur ríkisstjórnarmál að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu og í raun er tæplega um umsókn að ræða, segja þau Jóhanna og Steingrímur, heldur er Alþingi að kanna málið. Steingrímur J. er nýkominn frá Brussel að kanna undirtektir og niðurstaða hans er að umsóknin sé dauð - en það má bara ekki segja það upphátt strax.
Meira kínverskt fé fyrir ESB? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 151
- Sl. sólarhring: 332
- Sl. viku: 2560
- Frá upphafi: 1165934
Annað
- Innlit í dag: 125
- Innlit sl. viku: 2216
- Gestir í dag: 121
- IP-tölur í dag: 121
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar