Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Fimmtudagur, 10. maí 2012
64% stjórnenda mótfallnir ESB-aðild
Vinstristjórnin hélt lengi í þá trú að atvinnulífið myndi styðja ESB-umsóknina. Á síðustu vikum er margstaðfest að þetta haldreipi stjórnarinnar er ónýtt. Samtök iðnaðarins gerðu könnun hjá sínum félagsmönnum nýverið og reyndust nærri þrír af fjórum á móti aðild. Það sem meira er þá var meirihlutaandstaða við evru.
Könnun Viðskiptablaðsins núna staðfestir fyrri mælingar á afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu: andstaðan fer vaxandi.
Það þýðir ekki lengur fyrir Össur og ESB-sinna að afsaka andstöðuna með Icesave eða makríl. Þjóðin er á móti aðild, bæði almenningur og atvinnulíf.
Afturköllum umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
![]() |
Mikill meirihluti stjórnenda á móti ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. maí 2012
Fyndin frétt um fáránleika evru
Ameríkanar sjá húmorinn í ruglvædda evru-samstarfinu. Í Atlantic er birt tafla þar sem sýndar eru 100 pólitískar, efnahagslegar og félagslegar breytur og hvernig þær tengja saman þjóðríki.
Það kemur á daginn að tólf helstu evru-ríkin eiga minna sameiginlegt en nánast hvaða tilviljanakennda úrtak sem vera skal. Ríki sem byrja á bókstafnum M eiga meira sameiginlegt en tólf stærstu evru-ríkin innbyrðis.
Mitt í öllum þessum fáránleika verður ESB-umsókn Samfylkinginar skiljanleg: líkur sækir líkan heim.
![]() |
Ætla að tæta í sundur skilyrði ESB og AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. maí 2012
Fer Össur til Brussel til að þegja?
EES-ráðið, æðsti pólitíski samstarfsvettvangur Evrópusambandsins og EES/EFTA-landanna Íslands, Noregs og Lichtenstein, fundar eftir viku í Brussel. Samkvæmt frétt norska utanríkisráðuneytisins ætlar Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs að mæta.
Utanríkisráðherra Íslands fær þar tækifæri til að mótmæla yfirgangi Evrópusambandsins gagnvart Íslandi með meðákæru gegn Íslendingum fyrir EFTA-dómstólnum. vegna Icesave-málsins. Mótmæli á þessum pólitíska vettvangi eru í þágu hagsmuna Íslands enda meðákæran pólitísk yfirlýsing framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
En kannski fer Össur til Brussel bar til að þegja um hagsmuni Íslands.
Mánudagur, 7. maí 2012
Hagvöxtur með ríkisútgjöldum
Frambjóðandi sósíalista boðaði hagvöxt með ríkisútgjöldum og bauð lækkun lífeyrisaldurs í kaupbæti. Frönskum kjósendum var tekið að leiðast þýska sparnaðarstefnan með Sarkozy og voru til í ævintýramennsku með Francois Hollande.
Angela Merkel kanslari Þýskalands, sem opinberlega studdi Sarkozy, er undir ágjöf heima fyrir vegna þess hve langan tíma tekur að koma böndum á ríkisútgjöld evru-ríkjanna. Þjóðverjar óttast að þeir verði neyddir til að niðurgreiða lífskjör óreiðuríkjanna í Suður-Evrópu.
Með kjöri Hollande verður Evrópusambandið að finna nýjan pólitískan samnefnara. Þau Merkozy náðu fyrir hönd Frakklands og Þýskalands að knýja fram ríkisfjármálabandalagið sem Holllande vill rífa upp í því skyni að minnka sparnað og auka útgjöld.
Spennandi.
![]() |
Hollande sigraði Sarkozy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 6. maí 2012
Lýðræðið í Grikklandi og stöðugleiki ESB
Sitjandi ríkisstjórn Grikklands er án lýðræðislegs umboðs, enda leidd til valda af framkvæmdastjórninni í Brussel sem þótti Papandreu forsætisráðherra ekki nógu taumhlýðinn. Stóru flokkarnir í Grikklandi eru skaðbrenndir af áratug evrunnar með óseðjandi neyslu og yfirþyrmandi skuldum.
Grikkir munu í dag kjósa sér andóf gegn ríkjandi elítu í Aþenu og Brussel. Kannski munu andófsflokkarnir bogna þegar þeir komast til valda,- en kannski standa í lappirnar og bjóða framkvæmdastjórninni byrginn.
Lýðræði í Grikkland og stöðugleiki Evrópusambandsins gætu reynst andstæður.
![]() |
Þingkosningar í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. maí 2012
Ósannindin um viðræður án aðlögunar
Ríkisstjórnin, með utanríkisráðherra í fararbroddi, segist í viðræðum við Evrópusambandið um aðild án þess að aðlögun að lög og regluverki ESB fari fram samhliða. Það eru ósannindi eins og sést á margvíslegum aðgerðum sem stjórnvöld standa fyrir til að mæta kröfum Evrópusambandsins.
Styrkir frá Evrópusambandinu er notaðir sem mútufé handa fjársveltum stofnunum. Stjórnsýslan er sett á hvolf til að mæta kröfum sem ekki taka minnsta tillit til íslenskra aðstæðna heldur miðast við milljónasamfélög.
Framferði stjórnvalda gagnvart þjóðinni af óafsakanlegt. Þegar ferlið verður gert upp gæti orðið nauðsyn að kalla landsdóm saman á ný.
![]() |
Aðlögun í felulitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. maí 2012
ESB-sinnar leggja til atlögu að stjórnarskránni
Össur Skarphéðinsson plantaði frétt í RÚV í gær um nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni vegna EES-samningsins. Í morgun var forsíða Fréttablaðsins undirlögð sama boðskapnum og í leiðara var tekið undir með Össuri.
Stjórnarskrá lýðveldisins er þyrnir í augum ESB-sinna sem vilja þynna út fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar til að hægt sé að halda áfram aðlögun að Evrópusambandinu.
ESB-sinnar í stjórnmálum og fjölmiðlum koma málflutningi sínum skipulega á framfæri.
![]() |
Reglugerðin ósamrýmanleg stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 3. maí 2012
Verkalýðshreyfingin vaknar við vondan draum
Sósíalistinn Hollande gæti orðið forseti Frakklands á sunnudag. Víða í löndum Evrópusambandsins eru vinstrimenn í sókn, ekki síst úr röðum verkalýðshreyfingarinnar sem áttar sig á svikum framkvæmdastjórnarinnar í Brussel við grunngildi velferðarríkisins.
Doro Zinke er trúnaðarmaður í þýsku verkalýðshreyfingunni. Í viðtalivið norska dagblaðið Klassekampen segir Zinke að framkvæmdastjórn ESB hafi markaðsvætt velferðarkerfið. Krafan um peningalegan hagnað er sett ofar markmiðum um velferð almennings.
Verkalýðshreyfingin studdi samrunaþróunina í Evrópu enda taldi hún að velferðarkerfið yrði hornsteinn Evrópusambandsins. Svo er ekki, segir Zinke, og lýðræðislegar leikreglur eiga ekki við Evrópusambandið, þar sem það lýtur öðrum leikreglum en kjörin stjórnvöld.
- Þegar Svíar börðust gegn upptöku evrunnar undir þeim formerkjum að þeir vildu vera húsbændur í eigin húsi þá skildum við ekki sænsku launþegasamtökin. Við skiljum þau núna, segir Zinke.
Verkalýðshreyfingin í Evrópusambandinu berst gegn fjármálasáttmálanum sem samþykktur var í vor að kröfu markaðsaflanna. Hollande lofar að endurskoða sáttmálann, verði hann kjörinn forseti núna á sunnudaginn.
Verkalýðshreyfingin á Íslandi fylgist illa með umræðunni í Evrópu. Hér heima mænir forseti ASÍ á aðild að Evrópusambandinu.
![]() |
Hart tekist á í kappræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. maí 2012
Evru-ríkin einangrast
Hvorki Bandaríkin né Kanada voru tilbúin að auka framlög sín til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þegar evru-ríkin komu betlandi þangað. Fjármálaráðherra Kanada útskýrir í dagblaðsgreinað vandi evru-ríkjanna sé fyrst og fremst pólitískur, ekki fjármálalegur.
Spánn, sem núna er á kúpunni, sýnir pólitískan vanda í evru-samstarfsins í hnotskurn. Spánn þarf annað tveggja gengislækkun upp á 30 til 40 prósent, til að bæta samkeppnishæfi landsins, eða víðtæka fjármálaaðstoð frá Evrópusambandinu.
Í evru-samstarfinu er gengislækkun útilokuð. Víðtæk fjármálaaðstoð er pólitískt óhugsandi vegna þess að þýskir kjósendur vilja ekki borga hærri skatta til að fjármagna lífskjör Spánverja.
Grein fjármálaráðherra Kanada undirstrikar þá tvo kosti sem evru-samstarfið stendur frammi fyrir. Annað tveggja að brjóta upp samstarfið eða búa til miðstýrt ríkisvald fyrir þau 17-ríki sem mynda evru-samstarfið.
Uppgjörið á milli þessara kosta á eftir að fara fram.
![]() |
Aftur komin kreppa á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 1. maí 2012
Fullveldið 1. maí
Verkalýðshreyfingin á Íslandi krefst þess að réttur launafólks til frídaga sé virtur og verslanir loki 1. maí. Baráttudagur verkalýðsins er alþjóðlegur, með upptök sín í Bandaríkjunum fyrir liðlega hundrað árum.
Víða í Evrópu eru mótmælagöngur í dag þar sem fólk vill fá tilbaka glatað fullveldi. Evrópusambandið og efnahagspólitíkin sem rekin er þar á bæ dæmir margar jaðarþjóðir til örbirgðar og eymdar. Fjöldagöngur verða áberandi en sumar þær fámennari segja kannski meiri sögu: 25 ítalskar ekkjur munu mótmæla fátæktarstefnunni sem leiddi eiginmenn þeirra til sjálfsvígs.
Fullveldi er bjargir til að breyta aðstæðum sínum, glíma við aðsteðjandi vanda. Evrópusambandið tekur fullveldið af fólkinu.
![]() |
Eign notuð til að þrýsta á að 1. maí verði frídagur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Við bönnum hana bara
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
- Viðskiptasamningur sem breyttist í yfirtökusamning
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 61
- Sl. sólarhring: 362
- Sl. viku: 1836
- Frá upphafi: 1209565
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 1673
- Gestir í dag: 58
- IP-tölur í dag: 58
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar