Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Sunnudagur, 20. maí 2012
Heimssýn fullveldis eða ESB-aðild
Ungir og aldnir kjósendur í forsetakosningunum standa frammi fyrir sömu spurningunni: hvort á að kjósa sér forseta sem styður að forræði íslenskra mála skuli áfram vera á Íslandi eða forseta sem talar fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Aðeins tvö framboð eiga raunhæfa möguleika á sigri í forsetakosningunum, framboð sitjandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar og framboð Þóru Arnórsdóttur.
Ólafur Ragnar styður fullveldið en Þóra er ESB-sinni til margra ára.
Fyrir fullveldissinna er valið einfalt.
![]() |
Átta nýir árgangar kjósa forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 19. maí 2012
Ein mynt, einn seðlabanki en ekkert fjármálaráðuneyti
Í evrulandi er ein mynt og einn seðlabanki en heil 17 fjármálaráðuneyti aðildarríkjanna sem mynda evru-samstarfið. Til að evran eigi sér einhverja framtíð þarf eitt fjármálaráðuneyti að standa á bakvið myntina.
Fjárlagabandalagið, sem samþykkt var í vetur, en nýr Frakklandsforseti vill ekki að taki gildi að óbreyttu, var skref í átt að einu fjármálaráðuneyti evru-ríkjanna 17.
Rifjum að eins upp hvað fjármálaráðuneyti gerir: ákveður skatta og hvernig ríkisfjármálum skuli háttað.
Eitt fjármálaráðuneyti fyrir evru-ríkin 17 þýðir bara eitt: Stór-Evrópa. Og þangað á Ísland nákvæmlega ekkert erindi.
![]() |
Evrusvæðið var mjög nálægt hruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. maí 2012
Evru-skekkjan ekki leiðrétt með hagvexti
Suður-Evrópa tapaði samkeppnishæfni gagnvart Norður-Evrópu jafnt og þétt í rúman áratug - eða allar götur frá upptöku evrunnar. Ástæðan er sú að Suður-Evrópuríki notuðu evruna, sem þeir fengu á þýskum vöxtum, til að fjármagna eyðslu.
Norður-Evrópa, Þýskaland sérstaklega, skar niður kostnað í hagkerfinu þegar evran var tekin upp til að fyrirbyggja þenslu.
Suður-Evrópa þarf á bilinu 30-50 prósent gengisfellingu til að vinna tilbaka tapaða samkeppnishæfi. Enginn hagvöxtur leiðréttir ekki þessa skekkju.
![]() |
Ekkert samkomulag án hagvaxtar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. maí 2012
Þjóðríkin í uppreisn gegn ESB
Evran reyndist skrefinu of langt í samrunaþróun Evrópusambandsins, sem vel að merkja, var keyrð áfram af embættismönnum í Brussel en ekki þjóðarvilja aðildarríkjanna. Eftir að evran hætti að framleiða fölsk lífskjör handa fátækari hluta ESB tapaði hún vinsældum og sambandið komst í ónáð.
Grikkir gerðu uppreisn gegn Evrópusambandinu, Frakkar sömuleiðis og brátt kemur að Spánverjum og Portúgölum.
Þegar nýr utanríkisráðherra Frakklands segist vilja ,,öðruvísi" ESB þá getur hann aðeins átt við tvennt: nánari samruna ESB-ríkjanna eða að vinda ofan af samstarfinu, og þá einkum evrulandi.
Enginn pólitískur markaður er fyrir meiri samruna ESB-ríkja - leiðin liggur niður á við.
![]() |
Fabius vill öðruvísi Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. maí 2012
Forskot að standa utan ESB, segir ráðherra
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir Ísland standa betur að vígi til að takast á við kreppuna en ríki Evrópusambandsins. Guðbjartur heggur í sama knérunn og Jóhanna Sigurðardóttir nýverið en hún sagði fátækt og eymd einkenna Evrópusambandið.
Hvað ætli Össur segi við þessum yfirlýsingum samfylkingarráðherranna?
![]() |
Skapar forskot á leið út úr kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. maí 2012
Sérást Samfylkingar á evru
Aðeins 12 prósent Svía vilja fórna sænsku krónunni og taka upp evru, sambærilegt hlutfall í Danmörku er 17 prósent, samkvæmt Smugunni.
Hagfræðingar verða æ vissari í sinni sök um að evrusamstarfið sé dauðadæmt: Paul Krugman gefur evrunni nokkra mánuði í viðbót.
Almennt er viðurkennt að íslenska krónan bjargaði okkur frá langtímakreppu sem blasir við á Írlandi, sem býr við evru og lenti í bankakreppu á sama tíma og Ísland.
Þrátt fyrir yfirþyrmandi rök gegn evru heldur Samfylkingin áfram að líta til evrulands sem áfangastaðar. Hvað veldur?
![]() |
Evran áhrifamikil á Asíumörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. maí 2012
Ráða Grikkir evrunni, eða evran Grikkjum?
Grikkir telja sér trú um að geta sett Þjóðverjum stólinn fyrir dyrnar: annað hvort fallist þið á að milda niðurskurðarkröfurnar og látið okkur fá fjárhagsaðstoð eða við förum gjaldþrotaleiðina og setjum þar með evru-svæðið allt í uppnám.
Samtímis vilja Grikkir fyrir hvern mun vera innan evrusvæðisins og hrýs hugur við að taka upp sjálfstæðan gjaldmiðil á ný.
Grikkir geta ekki bæði sleppt og haldið.
![]() |
Enn er stjórnarkreppa í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. maí 2012
Aþena, Brussel og lýðræðið
Grískir kjósendur eru ekki í kallfæri við raunverulega valdamenn Grikklands - þeir sitja í Brussel. Þegar Grikkir kjósa sér þing eru þeir í raun aðeins að velja sendimenn með bænaskár til Brussel. Evrópusambandið er ekki í þágu lýðræðis heldur skipulags.
Frá sjónarhóli Brussel er vandi Grikkja of lítið skipulag. Til að koma skikki á grísk ríkisfjármál verður að endurskipuleggj þau og það kunna Grikkir ekki, segja þeir í Brussel.
Skipulag án lýðræðis er aftur dálítið vandamál, sem Brussel kann aðeins eina lausn á: lýðræðið verður að víkja.
![]() |
Grikkir reyna enn stjórnarmyndun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 12. maí 2012
Vinstri grænir með Svarta Pétur
Vinstri grænir gengu til kosninga með það loforð að halda Íslandi fyrir utan Evrópusambandið. Daginn eftir kosningar sveik VG stærsta kosningaloforðið og gekk ESB-umsókninni á hönd.
Vinstri grænir halda enn lífi í ESB-umsókninni þótt margstaðfest er að Íslendingar vilja ekki inn í Evrópusambandið. Aðlögunarferlið að ESB, sem Vinstri grænir standa að þrátt fyrir flokkssamþykkir um bann við aðlögun, sýnir hversu forhert lygamaskína forysta flokksins er orðin.
ESB-umsóknin klauf þingflokk VG og mun kljúfa fylgið frá flokknum við næstu kosningar.
![]() |
Segir ESB-umsókina vera að drepa VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. maí 2012
Kreppukerfi ESB þvingað upp á Ísland
Evrópusambandið er í pólitískri kreppu vegna þess að evru-tilraunin er að fara út um þúfur. Hagkerfi 17 evru-ríkja eru of ólík, félagsgerð viðkomandi þjóð of sundurleit og sameiginleg stjórnmálamenning er ekki fyrir hendi.
Evrópusambandið er byggt upp eins og stórveld og sammerkt öllum stórveldum á öllum tímum er að viðurkenna ekki ósigur sinn. Í stað þess að vinda ofan af evrunni, t.d. með því að fækka þeim löndum sem eiga aðild að samstarfinu, mun valdakerfið í Brussel freista þess að handstýra evru-svæðinu með sífellt víðtækara regluverki.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vekur athygli á þeim hættum sem blasa við Íslendingum stafar af kreppukerfi Evrópusambandsins. Hann þvertekur fyrir að stjórnarskránni verði breytt til að auðvelda yfirtöku ESB-reglna á íslensku þjóðlífi. Gott hjá Bjarna.
![]() |
Merkel vill að Frakkar standi við gerða samninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
- Viðskiptasamningur sem breyttist í yfirtökusamning
- Spurningunni sem aldrei var svarað
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 289
- Sl. sólarhring: 337
- Sl. viku: 1863
- Frá upphafi: 1209075
Annað
- Innlit í dag: 261
- Innlit sl. viku: 1724
- Gestir í dag: 249
- IP-tölur í dag: 245
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar