Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
Sunnudagur, 10. júní 2012
Evran sigrar með tapi: lifi dauðinn
Það er sigur fyrir evruna að ríkisstjórn Spánar sækir um neyðarlán hjá Evrópusambandinu, segir Rajoy forsætisráðherra Spánar. Sigurinn er svo mikill að Finnar vilja sérstaka tryggingu fyrir sínum hluta lánsins og Írar fengu fullvissu um að Spánn fengi ekki lán á betri vöxtum en þeir sjálfir - segir í Telegraph.
Síðast þegar Evrópa var í viðlíka kreppu urðu til slagorð í anda yfirlýsingar Rajoy um sigur evrunnar.
Viva la morte, lifi dauðinn, er arfleifð frá taugabiluðu millistríðsárunum sem skópu rými fyrir kauða eins og Mussolini og Dolla.
Orðræðan á meginlandinu verður sífellt örvæntingarfyllri. Die Welt segir Merkel kanslara hafa 20 daga til að bjarga evrunni. Og sumarfríin í Berlín byrja 20. júní.
![]() |
Rajoy: Sigur fyrir evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. júní 2012
ESB er risamús
Stjórnarskrá Þýskalands er 50 blaðsíður og stjórnarskra Bandaríkjanna frá 1787 er 15 síður. Stjórnarskrárlíki Evrópusambandsins, Lissabonsáttmálinn, er 500 blaðsíður og átti að vera undirstaða fyrir sameinaða Evrópu.
Á þessa leið skrifar þýska blaðið Welt og líkir Evrópusambandinu við risamús.
Stökkbreytta risamúsin er orðin heldur lasburða.
![]() |
Ræða björgun spænskra banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. júní 2012
Í gær Grexit, í dag Spanic - ragnarök á morgun
Evru-hörmungarnar verða tilefni til nýrra orða: Grexit um þjóðargjaldþrot Grikkja og væntanlega úrsögn úr evru-samstarfinu; Spanic um taugaveiklunina í kringum efnahagslegt kviksyndi Spánar.
Úr goðafræðinni eigum við orð sem heitir ragnarök og merkir heimsslit.
Bara tillaga.
![]() |
Lækkar lánshæfismat Spánar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. júní 2012
Þjóðverjar, Norður-Evrópa og framtíð evru
Þjóðverjar eru Norður-Evrópuþjóð og á meira sameiginlegt með Bretum og Norðurlandabúum en Ítölum, Spánverjum og Grikkjum. Evru-samstarfið, á hinn bóginn, bindur Þjóðverja við Suður-Evrópu - og það svo fast að þeir óttast að sökkva.
Ný rannsókn Transparancy Internationalrennir stoðum undir staðhæfingar að víðtæk og almenn spilling í Suður-Evrópu dýpki skuldakreppuna. Í Þýskalandi er aukin umræða um ,,minni Evrópu" í stað ,,meiri Evrópu" sem svar við tilvistarvanda Evrópusambandsins.
Fundur Merkel kanslara Þýskalands og David Cameron forsætisráðherra Breta er að því leyti merkilegur að Bretar standa utan evru og munu ekki ganga inn í myntsamstarfið í fyrirsjáanlegri framtíð.
Þýskur þankagangur nú um stundir er eftirfarandi: við skulum reyna að bjarga evrunni, en ef það tekst ekki og Suður-Evrópa sekkur dýpra í skuldafenið tökum við afleiðingunum og höllum okkur meira í norðurátt og aukum samvinnuna við Bretland og Norðurlönd.
![]() |
Þýskaland getur ekki eitt leyst vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. júní 2012
Skipbrot evrópskrar samstöðu
Meirihluti íbúa þeirra landa sem nota evruna telja hana til tjóns fyrir efnahagslífið, samkvæmt skýrslu bandarísku rannsóknastofnunarinnar Pew Research Center. Skýrslan ber heitið Skipbrot evrópskrar samstöðu og dregur upp dökka mynd af viðhörfum almennings í þjóðríkjunum sem mynda Evrópusambandið.
Breski Evrópuþingmaðurinn Daníel Hannan segir frá Slóvakíu sem frá inngöngu hefur fengið 1 milljarð evra í aðstoð frá ESB en er látin taka á sig ábyrgð upp á 13 milljarða evra vegna björgunarsjóðs ESB - sem vel að merkja er fyrir þjóðir með mun hærri þjóðarframleiðslu á mann en Slóvakía. Almenningur veitir ekki stuðning sinn við svona hagpólitíska loftfimleika.
Eins og hundur sem leitar í eigin ælu, skrifar Hannan, leggur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að setja skatt á banka til að bjarga ESB. 70 prósent af skatttekjunum mun koma frá Englandi, - sem er ekki í evru-samstarfinu. Líklegt að það gerist, eða hitt þó heldur.
![]() |
Moody's lækkar sex þýska banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. júní 2012
Evran: löng þjáning og fullveldismissir
Evran er gjaldmiðill sem ekki skiptir sér hætis hót af efnahagskerfi Grikklands. Hvort sem blússandi sigling er á atvinnulífinu og það þyrfti hærri vexti, líkt og var í upphafi aldarinnar, eða hægagangur með þörf fyrir þenslupólitík, líkt og núna, þá er evran yfir það hafin að taka mið af litlu efnahagskerfi eins og Grikklands.
Atvinnuleysi og ósjálfbærar ríkisskuldir eru stærðir sem bólgna út á meðan evran stendur kjurr enda tekur skráning gjaldmiðilsins mið af stóru efnahagskerfum álfunnar, Þýskalands þó fyrst og fremst.
Allar þær tillögur sem ræddar eru nú um stundir til bjargar efnahag Grikklands ganga út á að fullveldi þjóðarinnar verði flutt til Brussel/Berlín.
Án evru ættu Grikkir möguleika að ná sér upp úr kreppunni á eigin forsendum.
![]() |
Kaupmáttur Grikkja yrði helmingi minni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. júní 2012
Die Welt: tveggja hraða ESB
Kreppa evru-svæðisins mun kljúfa Evrópusambandið í tvo hluta, segir þýska dagblaðið Die Welt, annars vegar evru-löndin 17 og hins vegar þau tíu ríki sem eru í Evrópusambandinu en taka ekki þátt í evru-samstarfinu.
Evru-löndin 17 munu freista þess að ná tökum á skuldakreppunni með stórauknum samruna á sviði ríkisfjármála.
Löndin sem standa utan evru-svæðisins eru næstu nágrannar Íslands: Bretland, Danmörk og Svíþjóð. Þau verða ekki hluti af samrunaferlinun, samkvæmt Die Welt.
Öll Norður-Evrópa stendur utan samrunaferlis ESB, sem Ísland er með umsókn um að verða aðili að, þökk sé Samfylkingunni.
![]() |
Setja 6,65 milljarða evra í björgun banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. júní 2012
ESB-stjórnin, syndirnar sjö og landsdómur
Björn Bjarnason rekur sjö ástæður fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sig. að hætta viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu. Flokksfélagar Steingríms J. í Vinstri grænum vekja athygli á að Steingrímur gæti átt yfir höfði sér landsdóm ef hann vitkast ekki í ESB-umræðunni.
Ríkisstjórnin situr enn um stund bjargarlaus. Andstæðingar stjórnarinnar munu dunda sér við að plaffa á 'ana til að kjósendum festist í minni hvílík hörmung ESB-stjórnin er í raun og sann.
Og kjósendur sem vilja afsögn eru orðnir yfir 10 þúsund.
![]() |
9.358 vilja afsögn Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 2. júní 2012
Steingrímur J. veit ekkert um ESB-áróðurinn
Evrópusambandið rekur Evrópustofu sem hefur 200 milljónir króna úr að spila; sendiherra ESB á Íslandi auglýsir áróðursfundi vítt og breitt um landið en Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra veit ekkert um íhlutun Evrópusambandsins í íslenska umræðu.
Staðreyndin er sú að Steingrímur J. veit ekkert og skilur ekkert nema það komi Evrópusambandinu til góða.
Steingrímur J. er laumuaðildarsinni sem með bellibrögðum og blekkingum reynir að þvinga Ísland inn í ónýta ríkjasambandið.
![]() |
Ráðuneyti ekki kunnugt um áhrif ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. júní 2012
ESB-flokkarnir samtals með 22,8% fylgi
Í nýrri skoðanakönnun mælist Samfylking með 13,6 prósent fygli og 9,2 prósent styðja Vinstri græna. ESB-flokkarnir eru komnir út í horn í íslenskum stjórnmálum.
Er ekki kominn tími til að tengja, Steingrímur J. og Jóhanna Sig?
Nema, auðvitað, að skötuhjúin séu að bíða eftir góðum fréttum af evrunni.
Hahahahahahahahahahahahahahah...
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn með 43,7% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Umboðið dularfulla
- Alltaf agnarögn hjá Hirti
- Mótsagnir ársins
- Óboðleg sölumennska Evrópuhreyfingarinnar
- Staðreyndir sussa á Hönnu Katrínu
- Pólitísk fjarvera forsætisráðherra
- Asninn gullið og Evrópuhreyfingin
- Snærós, asninn og gullið
- Vegir ástarinnar
- Frá Húnaflóa til Brussel reglugerðanetið gleypir allt
- Áhrifakapphlaup á norðurslóðum - djöflatertan er tilbúin, kre...
- Rennibraut fyrir lýðræðishalla
- Spilaborg Evrunnar og íslenska fáfræðin
- Lesa menn ekki heimspressuna í stjórnarráðinu?
- Draghi reynir hjartastuðsaðferðina á Brussel
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 183
- Sl. sólarhring: 215
- Sl. viku: 2313
- Frá upphafi: 1256146
Annað
- Innlit í dag: 161
- Innlit sl. viku: 2093
- Gestir í dag: 151
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar