Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Vel mælt hjá Sigmundi Davíð

Það er vel mælt hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, að gera mætti meira úr fullveldisdeginum,1. desember en gert er. Heimssýn hélt uppi merki hans, þ.e. dagsins, í dag!

Sjá nánar á bloggi Heimssýnar. 


mbl.is Mætti gera meira úr 1. desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmenni á fullveldissamkomu Heimssýnar

JohannaMariaSigmundsdottir
Fjölmenni var á fullveldissamkomu Heimssýnar sem haldin var í dag, 1. desember, í nýju húsnæði samtakanna við Lækjartorg í Reykjavík. Á annað hundrað manns mættu, en boðið var upp á tónlist, ræður og ljóðalestur.
 
Samkoman var með fjölbreytilegu sniði. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins (sjá mynd), flutti ræðu við góðar undirtektir. Þá flutti Inga Backman nokkur vinsæl sönglög við harmonikkuundirleik Sigurðar Alfonssonar og Bjarki Karlsson, ljóðskáld, flutti kvæðabálk sinn, Þúsaldarhátt, úr ljóðabókinni Árleysi alda, sem hann hefur nýverið gefið út. Þá flutti Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild, ræðu í lokin. Að endingu var svo kraftmikill fjöldasöngur undir leiðsögn Gunnars Guttormssonar.
 
Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Heimssýnar, stýrði samkomunni af röggsemi. Boðið var upp á kaffi og meðlæti. 
 

Af hverju er stór hluti Evrópubúa andsnúinn ESB?

Meirihluta Breta og um 50% Frakka sem taka afstöðu eru neikvæðir í garð ESB. Þetta er mjög merkileg niðurstaða. Jafnframt kemur í ljós að ótrúlega stór hluti Þjóðverja og fleiri þjóða eru neikvæðir í garð ESB.
 
Þessi frétt er talin til marks um að Bretar séu á leið út úr ESB. Það er hins vegar líka merkilegt að stór hluti meginlandsþjóðanna er andsnúinn ESB þótt meirihlutinn sé yfirleitt hlynntur sambandinu.
 
Ræðum þetta betur á 1. des-samkomunni í nýja húsnæðinu okkar við Lækjartorg klukkan 14:00 í dag. Þar verður tónlist, ljóðalestur og kaffi á könnunni. Sjáumst.
 
Nefndin.
 


mbl.is Sífellt fleiri Bretar andsnúnir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 183
  • Sl. viku: 977
  • Frá upphafi: 1117900

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 869
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband