Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

ESB notar aðlögunarskilgreiningu Páls Vilhjálmssonar vegna IPA-styrkjanna

pallv
,,Tilgangur IPA-styrkja er að styðja ríkið í áframhaldnandi aðlögun að löggjöf, stöðlum og stefnum Evrópusambandsins með það fyrir augum að verða að fullu undir það búið að ganga í sambandið."
 
Svo hljóðar réttlæting sendiráðs ESB á Íslandi fyrir því að fella niður ESB-styrkina.
 
Það er engu líkara en að ESB hafi leitað í smiðju Páls Vilhjálmssonar til að skilgreina IPA-styrkina.
 
Hvað skyldi fréttastofa RUV segja núna? 
 


mbl.is Tilgangurinn að aðlaga Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Þór Sigurðsson skiptir um skoðun í ESB-málum?

arni thor sigurdsson

Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG hefur skipt um skoðun í ESB-málinu, að því er virðist. Nú telur hann að eðlilegt sé að þjóðin fái að kjósa um áframhald aðildarviðræðna, en á landsfundi VG í febrúar var hann eindregið þeirrar skoðunar að klára ætti aðildarviðræðurnar án þess að leyfa þjóðinni að eiga orð um það í kosningum fyrst. Þar með er Árni Þór kominn á sömu skoðun og Katrín Jakobsdóttir formaður VG hélt fram á landsfundi VG. Katrín, verðandi formaður, varð hins vegar undir í þessum efnum á landsfundinum.

Það er ánægjuefni að lykilmenn í fyrrverandi stjórnarflokkum skuli vera búnir að átta sig á því að sú stefna sem stjórn Samfylkingar og VG fylgdi í ESB-málunum hafi verið komin í þrot.

Þetta kemur fram á vefmiðlinum Eyjunni

Árni Þór undirstrikar að hann sé á móti aðild að ESB. Með sama áframhaldi verður hann og önnur þau sem vildu leyfa Samfylkingunni að fara í umsóknarþrautagönguna komin á þá skoðun áður en langt um líður að best sé að hætta þessu ferli.

Það fólk sem hefur skoðun í pólitík reynir að afla þeirri skoðun fylgis og stuðla að framgangi hennar.

Árni Þór er því að þokast í rétta átt. 

Viðbót - eftir nánari skoðun:

Þegar skoðuð er landsfundarályktun Vinstri grænna frá því í febrúar í ár sagði:

Landsfundur Vinstri grænna telur að Íslandi sé best borgið utan ESB en vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og setja ferlinu tímamörk, til dæmis 1 ár frá kosningum.

Þessi hluti í ályktun VG var skilinn á sínum tíma þannig að ef ekki næðist að ljúka aðildarviðræðum á einu ári - og það er ár liðið í febrúar á næsta ári - þá skyldi ferlinu hætt.

Í ljósi þessa verður kannski aðeins snúnara að meta breytta afstöðu Árna Þórs - eða hvað? 


Illugi hittir á rétta nótu

Það er alveg rétt hjá Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra að ef það ætti að kjósa um eitthvað í þessu blessaða ESB-máli, þá væri það um það hvort þjóðin vilji fara inn í Evrópusambandið eða ekki. Ríkisstjórn, þing eða þjóð sem ekki vill fara inn í ESB ætti ekki að sækja um, hvað þá að vera að eyða miklum tíma, fjármunum og orku í aðlögunarferlið.

Það er falskur tónn í ýmsum í þessari umræðu sem segjast vilja kanna hlutina; kíkja í pakkann. Þeir hinir sömu vita að þjóðin vill ekki í ESB. Eina leiðin er að beita Monnet-aðferðinni; eitt örsmátt skref í einu þar til þú ert kominn það langt inn fyrir ESB-múranna að það verður ekki aftur snúið.

Í raun þarf ekki að kjósa um neitt. Það er búið að því. Niðurstaða síðustu kosninga var að það ætti að hætta þessum viðræðum. Afturköllun ESB á IPA-styrkjunum staðfestir að framkvæmdastjórn ESB telur Ísland ekki lengur vera umsóknarríki.

Jafnframt staðfestist að þessir styrkir eru ekkert annað ein aðlögunarstyrkir. Það er sárt fyrir það ágætisfólk sem var komið af stað með áhugaverð verkefni að þurfa að draga saman seglin og geta ekki lokið sínu verki eins og áætlað var.

ESB lítur hins vegar þannig á málin að fyrst þessir styrkir dugðu ekki til þess að hafa áhrif á afstöðu Íslendinga og þvinga fram aðlögun að sambandinu sé það ekkert að verja peningum í þessi verkefni - jafnvel þótt ESB þurfi að greiða bætur fyrir samningsbrot.

ESB munar ekkert um að greiða sektarbætur til Íslendinga. Þótt stjórnsýsla sambandsins sé vanmáttug miðað við heildarumfang ESB-ríkjanna, eins og sannast á ógöngum evrunnar (í samanburði við gjaldmiðla raunverulegra ríkja), - og þótt bókhaldsmál sambandsins séu í molum - þá eru enn nægar matarkisturnar til að metta munna þeirra einstaklinga sem máli skipta þegar kemur að aðlögun að ESB. 

 

Eyjan.is greinir svo frá

 

Ætti einungis að kjósa um hvort við viljum ganga í ESB eða ekki

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra..

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra..

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, telur að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið eigi að snúast um hvort Ísland eigi að ganga í ESB eða ekki.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna er kveðið á um að aðildarviðræðum verði ekki fram haldið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Litið hefur verið svo á að sú þjóðaratkvæðagreiðsla myndi snúa að því hvort halda ætti viðræðunum áfram eða slíta þeim alfarið. Illugi er hins vegar á öðru máli, en þegar hann var spurður út í málið á beinni línu á dv.is í dag svaraði hann:

Ef kjósa á um eitthvað þá ætti einungis að kjósa um það hvort við viljum ganga í ESB eða ekki. Ef þjóðin vildi ganga inn þá er hægt að halda áfram og ef ekki þá er umsóknin að sjálfsögðu dregin til baka. Aðal málið er að hvorugur þeirra flokka sem nú er í ríkissjórn vill að Ísland gangi í ESB og stjórnarandstaðan er klofin í málinu. Það er því mikill meirihluti gegn málinu á nýkjörnu þingi og allt bendir til þess að meirihluti þjóðarinnar sé á móti inngöngu.

Einn lesandi síðunnar rifjaði upp þegar Illugi og Bjarni Benediktsson skrifuðu grein í Morgunblaðið árið 2008 og töluðu fyrir því að hafnar yrðu aðildarviðræður við Evrópusambandið.  Illugi segir að síðan hafi margt breyst og útlit sé fyrir að sambandið taki miklum breytingum á næstu árum.

 

Vestnorræna ráðið fordæmir refsiaðgerðir ESB gegn Færeyingum og Íslendingum

Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins mótmælti og fordæmdi harðlega hótanir Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gegn Færeyjum og Íslandi vegna makrílveiða landanna og ákvörðun ESB um refsiaðgerðir gegn Færeyjum vegna síldveiða, á sameiginlegum fundi forsætisnefndarinnar og Evrópuþingsins, sem fram fór í Strassborg nýlega.

 

Þetta kemur fram í mbl.is í dag.

Þar segir ennfremur: 

 

Fundinn sátu fyrir hönd Vestnorræna ráðsins alþingismaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir formaður og lögþingsmaðurinn Bill Justinussen varaformaður, en auk þeirra sátu fundinn fulltrúar Evópuþingsins, þau Pat ‘the Cope’ Gallagher formaður, Paul Rübig, Catherine Stihler og Indrek Tarand, samkvæmt fréttatilkynningu.

„Ráðið lagði áherslu á að það sé ósátt við aðferðir ESB, sem séu óþolandi í alþjóðasamskiptum. Ráðið mótmælti ennfremur að ESB skuli í krafti stærðar sinnar og afls kjósa að gera hótanir í garð friðsamra granna sinna að lið í samningaferli.

Þetta gerist þrátt fyrir að bent hafi verið á, þar á meðal af norskum sjávarlíffræðingi, að svo mikil stofnstækkun makríls í kjölfar loftslagsbreytinga undanfarinna ára kunni að valda umhverfisvanda í hafinu. Forsætisnefndin ítrekar að ósætti sé með aðilum og að þeir þurfi að semja um ágreininginn en láta vera að hóta hvor öðrum.

„Forsætisnefndin undirstrikaði það við sendinefnd Evrópuþingsins, að fyrri aðgerðir ESB hefðu haft mikil áhrif í vestnorrænu löndunum, eins og þegar ESB lagði innflutningsbann við selafurðum“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir og bendir á að það hefði haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir hinar smáu selveiðibyggðir á Grænlandi.

Á fundinum kom fram að ESB telur sig í fullum rétti til þess að beita refsiaðgerðum þegar þjóðir fylgdu ekki meginreglunni um sjálfbærni, en eining var jafnframt um að það væri mjög brýnt, að ágreiningsmál væru leyst á diplómatískan hátt fremur en með hótunum.

Samkvæmt Unni Brá var á fundi Vestnorræna ráðsins og fulltrúa Evrópuþingsins jafnframt rætt um hval- og selveiðar vestnorrænu þjóðanna, endurskoðun sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, áhrif loftslagsbreytinga, nýjar siglingaleiðir á Norður-Atlantshafi og öryggismál sæfarenda.

Vestnorræna ráðið er formlegur samstarfsvettvangur Lögþings Færeyja, grænlenska þingsins Inatsisartut og Alþings Íslendinga. Forsætisnefnd ráðsins á árlegan fund með fulltrúum Evrópuþingsins til þess að ræða málefni svæðisins,“ segir í tilkynningu. 


mbl.is Fordæma refsiaðgerðir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturköllum ESB-umsóknina strax!

Ferlið og umræðan í kringum IPA-styrkina staðfestir tvískinnunginn í öllu ESB-ferlinu. Það sést á því að styrkirnir voru aðeins einn liður í því aðlögunferli sem umsóknin var. Framkvæmdastjórn ESB gerir sér grein fyrir því að Íslendingar vilja ekki gerast aðilar að ESB; þjóðin vill það ekki og ríkisstjórnin vill það ekki. Drögum því umsóknina hið snarasta til baka!

Þrátt fyrir þetta er upphafinn sami söngurinn og áður um að fyrst við viljum ekki þóknast ESB-leiðtogunum í einu og öllu þá höfum við lækkað í áliti á alþjóðavísu. Þessi söngur var kyrjaður fyrir Icesave-I, II og svo framvegis.

Við hlustum ekki á þessar úrtöluraddir vonsvikinna ESB-aðdáenda.

Höldum okkar striki!

Höldum Íslandi sjálfstæðu!

Sjálfstæðið er sívirk auðlind!

 


IPA-styrkirnir voru til að smyrja okkur inn í ESB

Fyrst vildu ESB-sinnar ekki viðurkenna að IPA-styrking væri til að móta okkur fyrir inngöngu í ESB. Nú viðurkenna flestir hin augljósu tengsl þar á milli. ESB- og evru-sinnar vildu heldur ekki lengi vel viðurkenna viðskiptaójafnvægið á milli evrulandanna, ekki fyrr en vandinn var orðinn öllum augljós og óyfirstíganlegur.

Nú viðurkenna allir að evrusamstarfið hefur gefið Þjóðverjum forskot í samkeppni við nágrannana, einkum í suðri.

Í skýrslum ESB eru staðreyndir oft ekki viðurkenndar fyrr en þær eru orðnar að gjörsamlega óleysanlegum vanda. Á göngum ESB-stofnana er bannað að ræða um þær staðreyndir sem flestum fræðimönnum eru ljósar. Það þekkja þingmenn okkar sem heimsótt hafa ESB-stofnanir.

Á svipaðan hátt hefur ESB-elítan reynt að stýra umræðunni hér á landi. Hún viðurkennir oft ekki staðreyndir, eins og um IPA-styrkina, fyrr en þær eru orðnar öllum ljósar.

Nú liggur beinast við, eins og Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Heimssýnar, segir í meðfylgjandi frétt að „ríkisstjórn og Alþingi klári málið og afturkalli umsóknina, enda var þjóðin aldrei spurð að því hvort hún vildi ganga í Evrópusambandið eða ekki. Það er ekki eftir neinu að bíða.“


mbl.is Umsóknin í raun send til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB virðir ekki samninga við Íslendinga

barroso

Samkvæmt frétt Mbl.is hentar það ESB í þetta sinn að virða ekki rammasamning um IPA-styrki með því að skrúfa fyrir verkefni sem eru í gangi. Samningurinn segir að jafnvel þótt samningnum verði sagt upp skuli yfirstandandi verkefnum í tengslum við hann haldið áfram í samræmi við ákvæði hans þar til þeim er lokið.

Það er sem Golíat þursist hér áfram með aflsmunum. Sem fyrr er hann sjálfum sér verstur.

Sjá hér fyrri frétt um málið


mbl.is ESB brýtur gegn samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB slítur viðræðum við Íslendinga

jonb
Framkvæmdastjórn ESB hefur tekið ákvörðun um að segja upp IPA-styrkjum til Íslendinga. Þar með hefur framkvæmdastjórnin í raun hafnað aðildarumsókn Íslendinga. Þar með er staðfest að svokallaðir IPA-styrkir voru aldrei annað en fé til að stuðla að aðlögun Íslands að ESB meðan á umsóknarferlinu stóð eins og Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra og fleiri hafa haldið fram. Styrkirnir voru aðeins hugsaðir til að undirbúa inngöngu í ESB.
 
Þetta er mjög stórt skref hjá ESB og þungur áfellisdómur yfir þeim sem héldu öðru fram en að styrkirnir væru til þess hugsaðir að undirbúa inngöngu Íslands í ESB. Eftir að núverandi ríkisstjórn setti aðildarumsókn á bið er ljóst að framkvæmdastjórn ESB telur aðlögunarferlinu sjálfhætt. Þess vegna verða styrkgreiðslur stöðvaðar. ESB hefur þannig í raun frumkvæði að því að slíta viðræðum við Íslendinga.
 
-Þetta er algjör vendipunktur í ferlinu,- segir Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Heimssýnar í samtali við tíðindamann Heimssýnar.
 
Nánari frásögn af málinu er í meðfylgjandi frétt á mbl.is. 

mbl.is Hættir við einhliða og án fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðallögfræðingur Breta hótar að lögsækja ESB fyrir valdarán

Æðsti lögfræðingur Breta hótar að lögsækja Evrópusambandið ef það heldur áfram að soga til sín vald frá aðildarríkjunum. Þetta kom fram á fundi sem hann sótti með lögfræðingum í Brussel. Dæmi um óeðlileg afskipti ESB af málefnum aðildarríkja sem hann nefndi var reglugerð um ílát fyrir ólífuolíu á veitingahúsum.

Lögfræðingur Breta heitir Dominic Grieve. Hann segir að ESB ætti ekki að vera að gefa skipanir af þessu tagi sem aðildarríkin hafa ekki skrifað upp á. Grieve þessi er ekki neinn sérstakur ESB-andstæðingur en er talinn tiltölulega frjálslyndur íhaldsmaður. Hann telur að stofnanir ESB hafi verið að þenja sig yfir allt of vítt svið. Veitingahúsaílátin fyrir ólífuolíuna sé aðeins eitt dæmi, en dæmigert.

EUObserver greinir frá þessu og minnir í leiðinni á nýlega könnun þar sem fram kemur að aðeins um fjórðungur Breta telji Evrópusambandið vera af hinu góða. Cameron forsætisráðherra Breta er nú í heimsókn í Kína, en hann hefur lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að ESB ef hann sigrar í kosningunum árið 2015. Í heimsókninni hefur hann mælt með verslunarfrelsi gagnvart Kína, en ráðandi öfl í ESB hafa verið fremur treg í taumi í þeim efnum og segjast óttast samkeppnina við vörur frá Kína.

Nánar um þetta í frétt EUObserver

 


Nær helmingur ungs fólks atvinnulaus á Ítalíu

Atvinnuleysi meðal ungs fólks fer vaxandi á Ítalíu. Svo er spennitreyju evrunnar meðal annars fyrir að þakka. Á einu ári hefur atvinnuleysið hjá unga fólkinu farið úr rúmlega 36% í 41%.
 
Mbl. segir svo frá:  
 
 
Atvinnuleysi á meðal ungmenna á Ítalíu mældist 41,2% í október samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu landsins. Heildaratvinnuleysi í landinu mælist hins vegar 12,5%.

Fram kemur í tilkynningu frá hagstofunni að tölurnar bendi til þess að ástandið fari versnandi fyrir ungt fólk á Ítalíu en atvinnuleysi á meðal þeirra hafi aukist um 0,8% frá því í september. Sé horft til síðasta árs hafi það aukist um 4,7%. Þannig hafi það mælst 36,5% í október 2012.

Þá hefur heildaratvinnuleysið einnig aukist frá því fyrir ári þegar það var 11,1%. Samtals eru um 3,2 milljónir Ítala án atvinnu en voru 2,9 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Ennfremur kemur fram að karlmenn séu líklegri til að hafa vinnu en atvinnuleysi á meðal þeirra er 12% en 13,2% á meðal kvenna. 

mbl.is Vaxandi atvinnuleysi á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 194
  • Sl. sólarhring: 350
  • Sl. viku: 2603
  • Frá upphafi: 1165977

Annað

  • Innlit í dag: 156
  • Innlit sl. viku: 2247
  • Gestir í dag: 151
  • IP-tölur í dag: 151

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband