Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
Miðvikudagur, 15. janúar 2014
Bretar hóta úrsögn úr ESB
Bretland segir sig úr ESB verði ekki gerðar grundallarumbætur á efnahags- og stjórnmálasviðinu. Fjármálaráðherra Breta bendir á atvinnuleysi sem stórt atriði í þessu samhengi.
Þetta kemur fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þær segja þó væntanlega ekki alla þá sögu sem nú er að gerjast með Bretum varðandi Evrópusambandið. Þeir hafa lengi verið óánægðir með það og umræða um úrsögn gerist æ háværari.
Þriðjudagur, 14. janúar 2014
Frjálst vöruflæði í ESB?
Markmiðið með evrópska efnahagssvæðinu er að stuðla að frjálsu flæði fólks, fjármagns, vöru og þjónustu. Árangurinn og afleiðingar af þessari stefnumörkun er með öðrum hætti en ætla mætti.
Í fyrsta lagi hindrar evrópska samstarfið vöruflutninga frá öðrum svæðum eins og meðfylgjandi frétt ber með sér.
Í öðru lagi sýna rannsóknir að fólksflutningar innan svæðisins eru sorglega litlir vegna tungumálahindrana.
Í þriðja lagi vitum við að frjálst flæði fjármagns og frelsi banka, og þar með talið íslenskra, gerðu útþenslu þeirra og gífurlega skuldasöfnun mögulega.
Fyrir vikið varð fjármálakreppan illvígari hér á landi.
Það er ekki allt sem sýnist í e-landinu ....
Tollar og reglur ESB í veginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. janúar 2014
Það verður aldrei sátt um ESB - hvergi
Það er rétt hjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra að það verður seint sátt um Evrópusambandið. Þrátt fyrir að þjóðir hafi verið í því í áratugi eru skoðanir mjög skiptar og deilur harðar. Það nægir að vísa til Bretlands í þeim efnum, en sams konar staða er þó víðast hvar.
Skoðanakannanir benda til að jafnvel í ESB-ríkjum með evru er stór hluti þjóða hverju sinni sem vill hvorki sjá evruna né vera í ESB.
Svo voru menn að tala um að gera ESB að Bandaríkjum Evrópu!
Hversu margir Bandaríkjamenn skyldu vilja losna við dollarann og kljúfa Bandaríkin upp í einingar sínar?
Það er því alveg rétt hjá Gunnari Braga að ESB er og verður deilumál hvort sem þjóðir ganga í það eða ekki.
Það má því segja að ESB sé algjört ófriðarbandalag.
ESB er og verður deilumál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. janúar 2014
Gunna Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir aðild að ESB ekki koma til greina
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var mjög skýr í greiningu sinni á ESB, á svokölluðum viðræðum við ESB og í afstöðu sinni til aðildar að sambandinu. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær. Það er líklega leitun að utanríkisráðherra í Evrópu sem talar með jafn skýrum hætti í þessum efnum þannig að fólk skilji um hvað er að ræða.
Ráðherrann var í viðtali við Helga Seljan þáttastjórnanda í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Helgi var nokkuð ágengur við ráðherrann, en var samt búinn að átta sig á því að þegar minnst er á mögulegt þjóðaratkvæði í stefnu ríkisstjórnarinnar þá er það varnagli til að koma í veg fyrir að það verði farið áfram í viðræður nema að þjóðin hafi samþykkt slíkt fyrst. Gunnar Bragi undirstrikaði svo að fyrst þyrfti ríkisstjórnin að samþykkja áframhald viðræðna. Slíkt væri alls ekkert á dagskrá enda hefði stjórnin stöðvað viðræðurnar og hún væri auk þess á móti aðild að ESB. Ennfremur þyrfti Alþingi að samþykkja áframhald viðræðna og það væri heldur ekkert á dagskrá. Það væri því bara dellulógík í svokölluðum viðræðu-aðildarsinnum að hamra á því að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna.
Gunnar Bragi var auk þess mjög skýr og skorinorður um vinnubrögð ESB. Hann skýrði frá dæmum um það hvernig ESB reynir að hafa áhrif á afstöðu einstakra hópa sem væru ekki hlynntir aðild að sambandinu, en starfsmenn ESB reyndu bæði með skipulögðum fundarhöldum og fjáraustri í áróður að hafa áhrif á afstöðu fólks í hinum ýmsu löndum. Slíkt er náttúrulega ekkert annað en íhlutun í málefni sjálfstæðra þjóða - en fundarferð talsmanns ESB hringinn í kringum landið fyrir nokkru er skýrt dæmi um slík vinnubrögð.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði að það þyrfti að gera allt til þess að koma í veg fyrir að Ísland gengi í Evrópusambandið. Hann hefði sannfærst og gerst harðari í þeirri afstöðu sinni eftir að hann varð utanríkisráðherra.
Þá undirstrikaði ráðherrann að þessar svokölluðu viðræður sem Samfylkingin og Vinstri græn hefðu sett af stað hefðu ekki verið neinar viðræður jafnrétthárra samningsaðila, heldur hefðu þær falið það í sér að við værum smám saman að ganga inn í ESB. Þetta væri því ekkert annað en sú aðlögun sem ýmsir andstæðingar aðildar hafa haldið fram með vísan í samþykktir, stefnu og verk Evrópusambandsins sjálfs.
Það er ekki annað hægt en að hrósa utanríkisráðherra fyrir framgönguna í gærkvöld. Sumir forverar hans hafa lítið annað gert en að leggjast í ferðalög og ýmis diplómatísk samskipti eftir ábendingum embættismanna ráðuneytisins. Gunnar Bragi talar hins vegar skýrt til þjóðarinnar um þá eindregnu afstöðu hans að það sé henni fyrir bestu að standa utan ESB.
Þriðjudagur, 14. janúar 2014
Helgi Seljan skilur alveg stefnu ríkisstjórnarinnar í ESB-málum
Helgi Seljan fréttamaður er alveg búinn að átta sig á stefnu ríkisstjórnarinnar í ESB-málum. Það kom glöggt í ljós í Kastljósinu í gærkvöldi. Hann skilur það mæta vel að það er stjórnarsáttmálinn sem gildir í þeim efnum. Hann felur það í sér að aðildarferlinu að ESB verður hætt. Stjórnarsáttmálinn felur það líka í sér að það er engin ástæða til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Þetta kom fram í viðtali Helga Seljan við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Til þessa hafa miðlar eins og Bylgjan og Stöð 2 látið eins og það sé stefna stjórnarflokkanna að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB. Jafnvel þótt þessum aðilum hafi verið bent á stjórnarsáttmála og samþykktir æðstu stofnana stjórnarflokkanna hafa einstakir fréttamenn þrástagast á því að skilja hefði mátt ummæli einstakra forystumanna flokkanna þannig að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Þar var ekkert loforð gefið, en möguleikar ræddir. Svo kom að stjórnarmyndun og verkefni stjórnarinnar samþykkt. Þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki meðal þeirra verkefna.
Nú er Helgi Seljan að minnsta kosti búinn að skilja hvað gildir í þessum efnum, nefnilega stjórnarsáttmálinn.
Það er þá spurning hvað fréttamenn á samkeppnismiðli Ríkissjónvarpsins verða lengi að lesa og skilja stjórnarsáttmálann úr þessu.
Helgi sér að það er engin ástæða til að reyna að hafa umræðuna í einhverri þoku eins og aðildarsinnar hafa reynt með því að reyna að láta hana snúast um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulegt framhald viðræðna. Aðildarsinnar vita sem er að það þýðir ekki að ræða um aðild að ESB. Þess vegna vilja þeir ræða um kosningar um mögulegt framhald viðræðna.
Það er annars af Kastljósinu að segja að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var mjög skýr og skorinorður í sinni afstöðu.
Nánar um það í næsta pistli.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. janúar 2014
Svokallaðir viðræðusinnar eru margir hverjir úlfar í sauðagæru
Það er náttúrulega alveg rétt hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins í dag að svokallaðir viðræðusinnar eru ekkert annað en úlfar í sauðagæru aðlögunarsinna. Þeir sem vilja viðræður við ESB eru, meðvitað eða ómeðvitað, að kalla eftir því að frekari aðlögun að ýmsum reglum og fyrirkomulagi ESB haldi hér áfram - jafnvel þótt það yrði síðan óþarfi ef aðildarsamingi yrði hafnað.
Það er líka merkilegt að aðildar- og aðlögunarsinnar berjast nú eins og þeir eigi lífið að leysa fyrir þeim skilningi að stjórnarflokkarnir hafi haft þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna á stefnuskrá sinni - þegar allir sem kunna að lesa geta séð að stefna ríkisstjórnar og stjórnarflokkanna er að halda Íslandi utan við ESB og stöðva viðræður.
Færi hins vegar svo ólíklega að halda ætti viðræðum áfram yrði það ekki undir nokkrum kringumstæðum gert öðru vísi en með því að láta þjóðina ákveða það.
Ummælin og stefnan um þjóðaratkvæði eru því til þess að tryggja að það verði ekki farið út í illa ígrundaðar viðræður eina ferðina enn án þess að þjóðin yrði spurð.
En þar sem hvorki ríkisstjórnin né stjórnarflokkarnir hafa áhuga á viðræðum eða aðild - og þjóðin er á móti aðild - þá ætti ekki að þurfa að vera að ræða þetta.
Samfylkingin heldur samt fast í hálmstráið um þjóðaratkvæðagreiðslu - jafnvel þótt hún hafi aldrei viljað heyra minnst á þjóðaratkvæði fyrr.
Þeir lesendur sem ekki eru sannfærðir eru hvattir til að fara á heimasíður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og skoða samþykktir þeirra um ESB-málin. Jafnframt eru þeir hvattir til að skoða stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 12. janúar 2014
Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll þekkja ekki stefnu ríkisstjórnar í ESB-málum
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 12. janúar 2014
Sigmundur Davíð skilgreinir tvo ólíka hópa í ESB-umræðunni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á athyglisverðar staðreyndir í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Hann sagði að það væru aðallega tveir hópar að ræða ESB-málin á Íslandi í dag. Það væru andstæðingar aðildar að ESB og svo væru það svokallaðir viðræðusinnar, sem enn vilja kíkja í pakkann. Aðildarsinnar væru ekki fyrirferðarmiklir.
Í viðtalinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins sem verður endurtekið í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld sagði Sigmundur að helsta baráttumál viðæðusinna væri að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna sem nú hafa verið stöðvaðar. Slíkt væri ákaflega fjalægt í ljósi þess að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild og að báðir stjórnarflokkarnir, sem unnu mikinn sigur í síðustu kosningum, væru á móti aðild. Nær væri að spyrja hreint út um hvort fólk vildi að Ísland gerðist aðili að ESB - og slíkt hefði raunar átt að gera áður en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fór af stað með umsóknar- og aðlögunarferlið á síðasta kjörtímabili þótt Vinstri grænir væru á móti aðild að sambandinu.
Þegar Alþingi kemur saman að loknu jólaleyfi mun það fljótlega taka til umræðu skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um ESB og aðlögunarferlið. Ekki er búist við neinum nýjum stórtíðindum í þeirri skýrslu. Áður hafa verið skrifaðar skýrslur um sams konar efni og nú síðast viðamikil skýrsla Seðlabanka Íslands upp á einar 700 blaðsíður eða þar um bil. Þar mátti finna kafla um óhagkvæmni þess að Ísland gerðist aðili að evusvæðinu. Síðan hefur fátt nýtt gerst annað en það að gallar evrusamstarfsins hafa komið æ betur í ljós en afleiðingar þess hafa verið gífurleg misskipting gæða meðal þjóða evrusvæðisins, mikið atvinnuleysi og frost í efnahagsmálum. Auk þess má búast við að nýjar fréttir verði í skýrslunni um þróun og stöðu ESB í átt að miðstýrðu stórríki og um þróun og stöðu viðræðna við ESB.
Sigmundur sagði í viðtalinu í hádeginu að það væri athyglisvert að lítið færi fyrir umræðu hér á landi um þróun ESB og breytingar á eðli þess eftir að umsókn var lögð fram árið 2009.
Þeir sem misstu af hádegisfréttunum geta fylgst með þessari umræðu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 10. janúar 2014
Ég vil bara ekki giftast þér - þú ert of stjórnsamur!
Ég vil gjarnan vera góður vinur þinn, en ég vil bara ekki giftast þér vegna þess að ég vil ekki búa við stjórnsemina í þér.
Á þessa leið farast Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokks út Suðurkjördæmi orð í grein í Fréttablaðinu í dag. Hún er þar að lýsa því að hún vilji vera í vinalegum tengslum við Evrópusambandið án þess að vera hluti af því. Greinin er svohljóðandi:
Ég vil ekki giftast þér
En ég vil vera vinur þinn vegna þess að það eru allt aðrar skuldbindingar sem fylgja vináttu annars vegar og hjónabandi hins vegar. Ég hef þessa skoðun varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég er sannfærð um að hagsmunir Íslendinga séu best tryggðir utan Evrópusambandsins. Við höldum samt sem áður áfram að vera vinir, góðir vinir, enda erum við hluti af Evrópu og höfum yfirleitt átt mikil og góð samskipti við aðrar Evrópuþjóðir.
Bæta þarf hagstjórnina
Umræðan upp á síðkastið, sem snýr að aðild Íslands að Evrópusambandinu, snýst að stórum hluta um kosti þess að taka upp evru. Aðrir þættir eru látnir liggja á milli hluta í umræðunni. Lítið er og sjávarútvegsmál, lýðræði og auðlindamál en það eru mjög mikilvægir málaflokkar sem ráða miklu um framþróun og framtíð Íslands.
En vindum okkur yfir í gjaldmiðilsmálin. Sumir segja að við getum ekki afnumið verðtrygginguna og bætt hagstjórn landsins nema með því að taka upp annan gjaldmiðil, t.d. evru. Það er einfaldlega
ekki rétt. Nýr gjaldmiðill einn og sér lagar ekki hagstjórnina, við þurfum sjálf að breyta henni til hins betra.
Krónan okkar gjaldmiðill
Samráðsnefnd um peningastefnu Íslands komst að þverpólitískri samhljóða niðurstöðu. Grípum niður í frétt fjármálaráðuneytisins frá 16. október 2010:
Að mati nefndarmanna er ekki hægt að gera ráð fyrir upptöku annarrar myntar á næstu árum. Því er mikilvægt að tryggja trausta peningastefnu með þjóðhagsvarúðartækjum og ábyrgð í opinberum fjármálum á grundvelli fjármálareglna sem taka mið af þróun efnahagslífsins. Slíkt er grundvöllur góðrar hagstjórnar óháð fyrirkomulagi gengismála og peningastefnu. Almennt telja nefndarmenn að á næstu árum sé sjálfstæð peningastefna eini valkosturinn og trúverðug hagstjórn sem tekur mið af
Þetta er skýrt: Sjálfstæð peningastefna er eini kosturinn næstu árin og nauðsynlegt er að vinna innan þess ramma. Og undir þetta kvitta ASÍ, SA og fulltrúar allra stjórnmálaflokka.
Nú hefur verið gert hlé á aðildarviðræðum við ESB. Ný og öflug ríkisstjórn hefur tekið við stjórnartaumunum og bætt hagstjórn er mjög ofarlega á verkefnalista
hennar.
Evrópumál | Breytt 12.1.2014 kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. janúar 2014
Krónan að styrkjast og allt á uppleið
Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti í íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Styrking krónunnar er eitt þeirra. Á síðustu árum hefur hún hjálpað okkur út úr kreppunni. Gjaldeyristekjur hafa aukist verulega, bæði vegna komu erlendra ferðamanna, en einnig vegna vöruviðskipta eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt.
Það er mikil blessun að vera ekki í þeirri spennitreyju sem gjaldmiðlasamstarf evrulandanna er.
Sterk króna í upphafi árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 372
- Sl. sólarhring: 424
- Sl. viku: 2781
- Frá upphafi: 1166155
Annað
- Innlit í dag: 299
- Innlit sl. viku: 2390
- Gestir í dag: 280
- IP-tölur í dag: 275
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar