Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Hver hvíslar að Þorbirni fréttamanni?

Það er greinilegt á pilsti Þorbjarnar Þórðarsonar í Markaði Fréttablaðsins í dag að einhver er að reyna að hvísla að honum ákveðnu sjónarhorni um það sem stendur í skýrslu Seðlabankans um Valkosti í gjaldmiðilsmálum. Þorbjörn er samt efins um réttmæti skoðana hvíslarans og hann er efins um evruna sem valkost. Það eru fréttir.

Þorbjörn heldur þvi fram að í rúmlega 600 blaðsíðna skýrslu starfsmanna Seðlabankans sé því haldið fram að evran sé fýsilegasti kosturinn fyrir Íslendinga. Þessu hlýtur einhver að hafa hvíslað í eyra Þorbjörns. Hann getur ekki hafa lesið allar 600 síðurnar þar sem skýrt er kveðið á um að það sé vel mögulegt að halda krónunni. Hann hefur heldur ekki lesið varnaðarorðin í köflunum um atvinnumarkaðinn þar sem skýrt er kveðið á um að það myndi reynast vinnandi fólki á Íslandi erfitt að starfa undir evrunni.

Skarpur fréttaskýrandi eins og Þorbjörn hefði ekki skrifað svona ef hann hefði lesið alla skýrsluna. Hann endurómar sjónarmið sem tiltekinn þingmaður Bjartrar framtíðar og nokkrir áhugamenn um evruna hafa verið að halda fram: að skýrsla Seðlabankans mæli með evrunni og menn þurfi að lesa skýrsluna betur og fjalla um hana til að sannfærast.

Það er reginfirra að þetta sé sú mynd sem skýrslan Seðlabankans dragi upp. Enda hafa fáir hlustað á þessa söguskýringar þingmanns Bjartrar framtíðar og tiltekinna áhugamanna um evruna. Þorbjörn er auk þess búinn að átta sig á því, þótt hann hafi ekki haft tök á því að lesa allar 623 síðurnar í skýrslunni, að evran er varasamur valkostur hvort sem er fyrir Íslendinga eða íbúa í evrulöndunum. Þorbjörn segir óvissu ríkja um evruna. Íbúar álfunnar hafi efasemdir um þann gjaldmiðil, ekki bara í þeim ríkjum þar sem evruvandinn er mestur heldur einnig í Þýskalandi, stærstu evruhagvélinni. Þá má skilja á Þorbirni að það sé jafnvíst að evrukrísan muni skella aftur á og að næsta haustlægð muni lemja á íbúum á suðvesturhorni Íslands.  

Yfirskriftin á pistli Þorbjörns er krafa um kredduleysi. Það er ánægjulegt að það er ekki hægt að greina á pistlinum að Þorbjörn sé haldinn neinni evrukreddu. Hann er orðinn efasemdarmaður um evruna. Það er samt greinilegt að það eru einhverjir aðrir sem enn halda fram þeirri kreddu að skýrsla Seðlabankans nefni evruna sem helsta valkost í gjaldmiðilsmálum Íslendinga. Það er rangt eins og oft hefur verið bent á í pistlum á vefsíðum Heimssýnar.  Nægir í því efni að lesa lokaorðin í inngangi seðlabankastjóra á síðum 68 og 69. 

Enn fremur segir um atvinnumarkaðinn á blaðsíðu 361 að aðild að myntbandalagi gæti orðið okkur erfið ef ekki tækist að lækka laun til þess að tryggja samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. Ella gætum við endað í alvarlegum vanda á vinnumarkaði líkum þeim sem ríki á evrusvæðinu glíma nú við.

Það er um að gera að ræða þessi mál kreddulaust, af yfirvegun og af þekkingu! 

 Sjá ýmsa pistla um málið hér:

Af hverju mistúlkar Árni Páll stöðugt skýrslu Seðlabankans 

Sérfræðingar eru efins um evruna 

Skýrsla Seðlabankans


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 85
  • Sl. sólarhring: 490
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1119985

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 1293
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband