Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Kallað er eftir svörum um viðræðustrand ESB

Það er ljóst af yfirgripsmiklu erindi Ágústs Þórs Árnasonar, aðjúnkts í lagadeild Háskólans á Akureyri, á aðalfundi Heimssýnar í gærkvöldi að veigamiklum spurningum um viðræðustrand ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um aðild að ESB hefur ekki verið fyllilega svarað af þeim sem þá fóru með forystu mála.
 
Ágúst Þór minnti á þá alkunnu staðreynd að viðræðurnar strönduðu í raun árið 2011 þegar ljóst varð að ESB ætlaði ekki að skila rýniskýrslu um sjávarútvegsmál. Hefði ESB skilað slíkri skýrslu hefði væntanlega orðið ljóst á efni skýrslunnar að viðræðum yrði sjálfhætt þar sem ESB gæti ekki fallist á kröfur Íslendinga. Þess vegna er líklegt að skýrslunni hafi ekki verið skilað. Það hefur hins vegar aldrei verið upplýst af ESB eða þáverandi utanríkisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni, hvers vegna ekkert bólaði á þessari svokölluðu rýniskýrslu ESB. Svarið virðist hins vera augljóst af því sem hér er greint frá. Í ljósi þessa getur krafa Samfylkingar og fleiri um áframhald viðræðna ekki virkað öðru vísi en sem mesta óheilindahjal.
 
Mbl.is greinir svo frá aðalfundi Heimssýnar sem var haldinn í gær:
  

Aðild­ar­viðræður Íslands við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) voru ferð án fyr­ir­heit­is eft­ir mars 2011. Þetta kom fram í er­indi Ágústs Þórs Árna­son­ar, aðjunkts við laga­deild Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, á aðal­fundi Heims­sýn­ar í gær­kvöldi.

Hann er höf­und­ur viðauka 1 í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands sem unn­in var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðherra um aðild­ar­viðræðurn­ar við ESB og þróun mála inn­an sam­bands­ins.

Ágúst Þór sagði í sam­tali að svo virt­ist sem Íslend­ing­ar hefðu ekki áttað sig á þeirri breyt­ingu sem varð á ESB frá því að Svíþjóð, Finn­land og Aust­ur­ríki fengu aðild árið 1995 og þar til Ísland sótti um aðild í júlí 2009. Eng­inn póli­tísk­ur þrýst­ing­ur var inn­an ESB árið 2009 á að fá Ísland inn. ESB hefði því ekki ætlað að gefa neinn af­slátt af því að Ísland þyrfti að gang­ast und­ir heild­ar­lög­gjöf og al­menn­ar regl­ur sam­bands­ins. 

mbl.is Strandaði á sjávarútvegskafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrafn Gunnlaugsson ræddi Schengen á fundi Heimssýnar

Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri kvaddi sér hljóðs á aðalfundi Heimssýnar í gærkvöldi og hvatti til þess að félagið beindi sjónum sínum að Schengen-samkomulaginu, sem Hrafn sagðist óttast að ætti eftir að reynast okkur hið versta mál þegar fram í sækti.

Hrafn nefndi að með samkomulaginu væri Ísland í raun búið að afsala sér landamærum. Góður rómur var gerður að ræðu Hrafns og má vænta þess að nýkjörin stjórn Heimssýnar taki þessa ábendingu Hrafns til skoðunar.


Jón Bjarnason kjörinn formaður Heimssýnar

VigdisJonJohanna

Á fjölmennum aðalfundi Heimssýnar sem haldinn var í kvöld á Hótel Sögu í Reykjavík var Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, kjörinn formaður. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var kjörin varaformaður. Fráfarandi formanni, Vigdísi Hauksdóttur, voru þökkuð vel unnin störf í þágu Heimssýnar með glymjandi lófataki.

Meðfylgjandi mynd er af Vigdísi Hauksdóttur, fráfarandi formanni, Jóni Bjarnasyni, nýkjörnum formanni og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, nýkjörnum varaformanni.

Á fundinum flutti Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við lagadeild Háskólans á Akureyri, erindi um umsókn og aðildarferli að ESB. Mjög góður rómur var gerður að erindi Ágústs. Hann fjallaði meðal annars um þá breytingu sem orðið hefur smám saman á aðildarferli að ESB frá 1972 eftir því sem aðildarríkjunum hefur fjölgað, en við það hafa aðildarríki í raun staðið frammi fyrir því að samþykkja lög og gerðir ESB eins og þau eru hverju sinni. Svokallaður pakki liggur því þegar fyrir eins og opin bók.

Í lok aðalfundarins var samþykkt ályktun samhljóða og er hún svohljóðandi:

Aðalfundur Heimssýnar haldinn 9. október 2014 áréttar mikilvægi þess að Alþingi mæli fyrir um afturköllun umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Aðild að ESB nýtur hvorki stuðnings meirihluta þingheims né þjóðarinnar. Eina rökrétta og lýðræðislega framvinda málsins er því sú að umsóknin um aðild að ESB verði afturkölluð.  

Stjórnarkjör fór fram og voru eftirtalin kjörin í stjórn:

Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ásdís Helga Jóhannesdóttir

Ásgeir Geirsson

Ásmundur Einar Daðason

Birgir Örn Steingrímsson

Bjarni Harðarson

Elísabet Svava Kristjánsdóttir

Erna Bjarnadóttir

Frosti Sigurjónsson

Gísli Árnason

Guðjón Ebbi Guðjónsson

Guðni Ágústsson

Gunnar Guttormsson

Gunnlaugur Ingvarsson

Halldóra Hjaltadóttir

Haraldur Hansson

Haraldur Ólafsson

Hörður Gunnarsson

Ívar Pálsson

Jakob Kristinsson

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Jón Bjarnason

Jón Árni Bragason

Jón Ríkharðsson

Jón Torfason

Kristinn Dagur Gissurarson

Lilja Björg Ágústsdóttir

Óðinn Sigþórsson

Ólafur Egill Jónsson

Ólafur Hannesson

Páll Vilhjálmsson

Pétur H. Blöndal

Ragnar Arnalds

Ragnar Stefán Rögnvaldsson

Sif Cortes

Sigurbjörn Svavarsson

Sigurður Þórðarson

Stefán Jóhann Stefánsson

Styrmir Gunnarsson

Viðar Guðjohnsen

Vigdís Hauksdóttir

Þollý Rósmundsdóttir

Þorvaldur Þorvaldsson

Þóra  Sverrisdóttir


 


Aðalfundur Heimssýnar í kvöld

Aðalfundur Heimssýnar verður haldinn í kvöld klukkan 20:00 í Snæfelli, Hótel Sögu (áður Skáli). Sérstakur gestur fundarins verður Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við Lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann er einn af höfundum skýrslunnar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB.

Skýrsluna má finna hér: Skýrsla Hagfræðistofnunar.


Félagar í Heimssýn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum og aðalfundarstörfum

Framkvæmdastjórn Heimssýnar. 

Danskir kratar vilja nær ESB

Eftir að Danir höfnuðu Maastricht-sáttmálanum fengu þeir undanþágu meðal annars frá dómsmálasamstarfi. Nú vilja danskir kratar fella þá undanþágu úr gildi og vilja því boða til þjóðaratkvæðis um samstarfið, en samt ekki fyrr en eftir næstu þingkosningar þegar þeim hefur væntanlega verið úthýst úr danska stjórnarráðinu.

Þessi stefna endurspeglar hina margfrægu spægipylsuaðferð í átt að ESB. Eitt skref í einu inn í ESB þangað til ekki verður aftursnúið með neitt.

Visast munu Danir hafna þessum áformum dönsku kratanna - ef þá nokkuð verður af þessar þjóðaratkvæðagreiðslu því kjósendur ætla að fella Helle Thorning-Schmidt úr valdastólum ef marka má kannanir.

Sjá hér afstöðu Folkebevægelsen mod EU


mbl.is Boðar þjóðaratkvæði um undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalfundur Heimssýnar

Aðalfundur Heimssýnar verður haldinn fimmtudaginn 9. október næst komandi klukkan 20:00 í Snæfelli, Hótel Sögu (áður Skáli). Sérstakur gestur fundarins verður Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við Lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann er einn af höfundum skýrslunnar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB.

Skýrsluna má finna hér: Skýrsla Hagfræðistofnunar.


Félagar í Heimssýn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum og aðalfundarstörfum

Framkvæmdastjórn Heimssýnar. 

ESB tekur fjárlagavöldin af Frökkum og Ítölum

Eins og meðfylgjandi frétt ber með sér stefnir í að ESB taki nú fjárlagavöldin af Frökkum og Ítölum sem ná ekki því marki að halli á ríkisfjármálum verði að hámarki 3%. Fyrir vikið heimtar ESB að Frakkar og Ítalir herði enn frekar sultarólina í opinberum fjármálum.
 
Mbl.is segir svo frá:
 
 

Bú­ist er við að Evr­ópu­sam­bandið hafni fjár­lög­um Frakk­lands vegna næsta árs en þetta yrði í fyrsta sinn sem virki­lega reyn­ir á nýj­ar vald­heim­ild­ir sam­bands­ins til þess að hafna fjár­lög­um ein­stakra ríkja þess. Þetta kem­ur fram í frétt Wall Street Journal.

Fjár­málaráðherra Frakk­lands, Michel Sap­in, lýsti því yfir í síðasta mánuði að lík­lega yrði fjár­laga­halli lands­ins 4,3% á næsta ári sem er langt um­fram há­marks leyfi­leg­an fjár­laga­halla sam­kvæmt regl­um  evru­svæðis­ins en hann er 3%. Fram kem­ur í frétt­inni að fyr­ir vikið sé lík­legt að emb­ætt­is­menn ESB hafni fjár­lög­un­um og geri frönsk­um stjórn­völd­um að end­ur­skoða þau. Átök kunni því að vera í upp­sigl­ingu á milli ráðamanna í Frakklandi og í Brus­sel.

Enn­frem­ur seg­ir í frétt­inni að hugs­an­legt sé að það sama verði raun­in í til­felli Ítal­íu þar sem einnig sé út­lit fyr­ir að fjár­laga­halli lands­ins verði um­fram leyfi­leg­an halla á evru­svæðinu. Bæði fransk­ir og ít­alsk­ir ráðamenn hafa sagt út í hött að krefjast frek­ari aðhaldsaðgerða í ríkj­un­um tveim­ur á sama tíma og horf­ur í efna­hags­mál­um þeirra fari versn­andi. 

mbl.is ESB hafnar líklega fjárlögum Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflug andstaða gegn ESB-aðild í Noregi og EES-samningurinn umdeildur

kathrine-kleveland680

Andstaðan við aðild Noregs að ESB er mjög sterk og umræða um ókosti EES-samningsins er nokkuð stöðugt í gangi. Um sjötíu prósent Norðmanna eru á móti aðild að ESB. Helsta formannsefni Nei til EU á komandi ársfundi samtakanna, Kathrine Kleveland, vill að Norðmenn segi EES-samningnum upp.

Kleveland segir það mjög undarlega stöðu að á meðan 70% af Norðmönnum vilji ekki að Noregur gerist aðili að ESB hafi sambandið samt aldrei haft meiri áhrif í Noregi í gegnum EES-samninginn.

Spurningin er hvort ekki sé ástæða til að ræða þessi mál hér á landi. Það hefur t.d. lítið farið fyrir umræðu um þá staðreynd að það voru EES-reglur sem gerðu íslensku bönkunum mögulegt að þenjast út í Evrópu. EES skapaði lagarammann sem stjórnendur bankanna, illu heilli, notfærðu sér. Fyrir vikið varð fjármálahrunið hér á landi mun stærra. Kannski hefði ekkert eiginlegt fjármálahrun orðið hér á landi ef við hefðum ekki veirð háð EES-reglunum.

Eru EES-reglurnar, sem um ýmislegt geta verið jákvæðar, að valda einhverjum þeim skaða í íslensku efnahagslífi í dag sem við sjáum ekki almennilega - ekki frekar en við vorum fyrir bankahrunið blind á þann skaða fyrir efnahagslífið sem EES-reglurnar gerðu mögulegan? 


Ókeypis evrur en fáir vilja þær samt

Þótt það kosti nánast ekkert að taka lán hjá evrubankanum dugar það engan veginn til þess að auka útflæði lána, peningamagn í umferð og þá eftirspurn í hagkerfum evrunnar svo draga megi úr atvinnuleysi. 

Þess vegna ætlar seðlabanki evrunnar að grípa til mun stórtækari ráða til að dæla peningamagni út í hagkerfið í þeirri von að fyrirtæki og almenningur taki við sér. Tilkynnt hefur verið að stórfelldri áætlun um uppkaup á skuldabréfum verði hrundið í framkvæmd.

Það er nú vonandi að íbúar evruríkjanna sjái nú aukið efnahagslif. 


mbl.is Hefja skuldabréfakaup í mánuðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta gagnrýnir Samfylkinguna harðlega fyrir að hafa sundrað þjóðinni

Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata á Alþingi, segir það hafa verið glapræði hjá síðustu ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB á sama tíma og hún ætlaði einnig að breyta stjórnarskránni. Þetta hafi sundrað þjóð sem þurfti á samstöðu að halda.

Í viðtali við RUV segir Birgitta:  

„Ég hefði beðið með og ég sagði við þau ítrekað að þarna væru þau að sundra þjóð sem þarf á samheldni að halda.  Að ætla bæði að breyta stjórnarskránni og sækja um aðild að ESB á sama tíma - það var glæpræði að mínu mati.“ 

Það verður ekki annað séð en að það hafi fyrst og fremst verið Samfylkingin sem hafi sundrað þjóðinni á erfiðum tímum með því að keyra í gegn samþykkt á Alþingi um að sótt yrði um aðild að ESB.

Samfylkingin endaði svo úti í skurði með þessa umsókn og hrökklaðist frá.

Þetta er merkilegur vitnisburður hjá Birgittu. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 131
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 956
  • Frá upphafi: 1117848

Annað

  • Innlit í dag: 122
  • Innlit sl. viku: 849
  • Gestir í dag: 119
  • IP-tölur í dag: 119

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband