Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Þúsundir Íslendinga vinna ESB-stefnu stjórnarinnar

Það eru meira en þúsund sjálfstæðismenn sem taka þátt í að móta þá stefnu sem endanlega er samþykkt á landsfundi flokksins. Það eru líka fjölmargir sem koma að því að undirbúa þá stefnu sem ákveðin er á flokksþingum Framsóknarflokksins.  Þegar tekið er tillit til þess að pólitísk stefnumótun á sér stað á landsfundi eftir landsfund og flokksþingi eftir flokksþing þar sem stefnan er slípuð og fáguð með tilliti til nýrra upplýsinga sem venjulegt flokksfólk vill hafa til hliðsjónar þá sést að það er talsverður mannafli sem stendur að jafnaði að baki stefnumótun flokkanna. Stefnur af þessu tagi hafa mikið vægi. Á bak við hana liggur miklu meira og lengra lýðræðislegt ferli en á bak við þjóðfund sem skotið er á í örfáa daga.

Þessi stefnumótun fjölda sjálfstæðismanna og framsóknarmanna leiddi af sér sömu stefnuna í ESB-málinu eins og fram kom í ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins og flokksþings Framsóknarflokksins fyrir um ári. Stefnan var sú að vera utan við ESB þar sem það þjónaði hagsmunum Íslendinga betur, að stöðva viðræðurnar við ESB og að ekki hefja þær aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þessu fólst alls ekki loforð um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur aðeins að undir engum kringumstæðum yrði sú vegferð hafin á nýjan leik án þess að þjóðin yrði spurð fyrst.

Sjá nánar á neiesb.is.


Lamað aðildarferli yrði steindautt

agustthorarnason
Í þættinum Vikulokin á Rás 2 ræddu þau Ágúst Þór Árnason, Björg Thorarensen og Óttar Proppé meðal annars um ESB-málin. Í umræðunum kom fram að það hefði átt að vera nægur tími til að semja á síðasta kjörtímabili en það varð hins vegar pólitískt ómögulegt vegna bæði afstöðu innlendra stjórnmálamanna og afstöðu ESB til okkar stærstu mála. 
 
Þá kom fram í umræðunum að miðað við reynsluna á síðasta kjörtímabili væri það enn meiri fjarstæða að ætlast til þess að árangur næðist í viðræðum við ESB nú ef núverandi stjórn þyrfti að hefja þá vegferð.
 
Enn fremur kom fram hjá Björg Thorarensen prófessor í lögum að þjóðaratkvæðagreiðsla væri ekki lagalega bindandi og að það væri óheillaskref að fara út í þjóðaratkvæðagreiðslu núna. 
 

« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 215
  • Sl. viku: 1389
  • Frá upphafi: 1214517

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1266
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband