Þessi stefnumótun fjölda sjálfstæðismanna og framsóknarmanna leiddi af sér sömu stefnuna í ESB-málinu eins og fram kom í ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins og flokksþings Framsóknarflokksins fyrir um ári. Stefnan var sú að vera utan við ESB þar sem það þjónaði hagsmunum Íslendinga betur, að stöðva viðræðurnar við ESB og að ekki hefja þær aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þessu fólst alls ekki loforð um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur aðeins að undir engum kringumstæðum yrði sú vegferð hafin á nýjan leik án þess að þjóðin yrði spurð fyrst.
Sjá nánar á neiesb.is.