Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014
Miðvikudagur, 5. mars 2014
"Barroso insisted that the Union expected Iceland to make up its mind fast"
Já, einmitt! Barroso sagði Gunnari Braga að gera upp hug sinn án tafar. Hvort ætlar þú að halda áfram að vera í aðlögunar- og umsóknarferli, vinur minn, eða hætta þessu alveg! Við getum ekki beðið!
Þarf nokkuð fleiri vitna við? Svona er frásögn vefsins EurActiv:
It is in the interest of the EU and Iceland that the decision is taken on the basis of proper reflection, and in objective, serene manner, the Commission president stated.
But Barroso insisted that the Union expected Iceland to make up its mind fast.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5. mars 2014
Svona brást Stefan Fule við tilkynningu Gunnars Braga
Gunnar Bragi Sveinsson: Herra Fule: Ég tilkynni þér hér með að Ísland ætlar að gera hlé á viðræðum um aðild að ESB.
Stefan Fule: Allt lagi, elsku besti vinur. Hafðu alveg þína hentisemi með þetta. Ég er alveg pollrólegur yfir því þótt okkur hafi tekist að setja umsóknarferlið út í fen. Við gerum ekkert í málinu og þið fáið aðlögunar-EPA-styrkina eins og ykkur lystir."
Trúir einhver öðru í alvöru en að blóðþrýstingurinn hafi hækkað talsvert hjá Stefáni Fule og öðrum þeim embættismönnum ESB sem sáu fram á það að fjögurra ára púl þeirra færi í vaskinn vegna getuleysis ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og ósveigjanlegrar afstöðu ESB í makrílmálum og öðrum sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum?
Trúa því einhverjir í raun og veru að Fule og aðrir embættismenn hafi sagt það sama við Gunnar Braga og Sigmund og diplómatar ESB á Íslandi segja nú við fjölmiðla?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 5. mars 2014
Hvað myndi Brussel gera við loðnuflekkinn fyrir vestan?
Það er ansi hætt við því að loðnuflekkurinn og þau verðmæti sem í honum felast væru horfin áður en bjúrókratarnir í Brussel næðu að kynna sér málið, hvað þá að kalla saman þá fundi sem þarf til að fjalla um það.
Það er ansi hætt við að stjórnsýslan yrði þunglamalegri og verðmæti færu forgörðum ef við værum í ESB.
Eða hvað?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. mars 2014
Forsvarsmenn ESB slógu málið af
![]() |
Evrópusambandið vildi skýr svör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. mars 2014
Skilyrði ymsóknar að ESB 2009 ekki uppfyllt
Það hefur farið framhjá ýmsum að umsókn Alþingis um aðild að ESB var skilyrt, enda sagði að við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skyldi ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag ogmeginhagsmuni sem fram komu í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar. Miðað við það sem fram kemur ískýrslu Hagfræðistofnunar og yfirlýsingum sérfræðinga sem unnu með stofnuninni er ljóst að ekki verður að óbreyttu haldið áfram með umsóknina þar sem ljóst er að ferlið uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett voru.
Heimildin sem Alþingi veitt til umsóknar var því ekki opin. Í greinargerðinni sem fylgdi með umsókninni var fjallað um þá meginhagsmuni sem ekki átti að gefa eftir í samningaviðræðum. Meðal skilyrða sem sett voru í greinargerðinni voru yfirráð yfir sjávarauðlindinni, samningsforræði vegna skiptingar á veiði úr deilistofnum og að stuðningi við landbúnað yrði ekki raskað með afnámi tolla.
Miðað við þetta er ljóst að mögulegt áframhald viðræðna við ESB kallar óhjákvæmilega á að fyrirliggjandi þingsályktun yrði breytt þar sem ljóst má nú vera að í slíkum viðræðum yrði að falla frá því að þeir meginhagsmunir sem að framan greinir séu óumsemjanlegir. Það er í samræmi við niðurstöðu Hagfræðistofnunar sem telur að engar líkur séu á því að við fáum varanlegar undanþágur í líkingu við það sem Alþingi taldi að yrðu að vera fyrir hendi eins og fram kemur í þingsályktun og greinargerð Alþingis frá 16. Júlí 2009.
Miðað við þetta er því ljóst að viðræðum er sjálfhætt.
Þriðjudagur, 4. mars 2014
Ekki hægt að halda viðræðum áfram
![]() |
Tillagan gæti tekið breytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2. mars 2014
Viðræðum við ESB er sjálfhætt, segir sérfræðingur

Ísland á ekki möguleika á neinum varanlegum sérlausnum eða undanþágum í aðildarviðræðum sínum við Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða eins aðalhöfunda skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðnanna við ESB. Hann segir að í ljósi þessa sé viðræðum í raun sjálfhætt.Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við lagadeild Háskólans á Akureyri, hafði yfirumsjón með úttekt á aðildarferlinu í skýrslu Hagfræðistofnunar. Hann segir að niðurstaða sín varðandi helsta þrætuepli þeirra sem vilja halda viðræðum áfram og þeirra sem vilja hætta þeim sé afdráttarlaus. Það er alla vega alveg ljóst að það er ekki um neinar sérlausnir eða undanþágur að ræða, nema þá tímabundnar og klárlega ekki sem að yrði hluti af löggjöf Evrópusambandsins.Ágúst Þór segir að Evrópusambandinu þætti að vissu leyti heiður að því að fá Ísland inn í Evrópusambandið, en að það finni ekki til neinnar knýjandi þarfar til að veita Íslandi undanþágur til að laða það inn í sambandið. Hann segir að seinni rýnifundurinn um sjávarútvegskaflann hafi verið haldinn fyrir þremur árum, í mars 2011. Síðan hafi bókstaflega ekkert verið í fréttum um þann kafla og að það sé verðug spurning sem ekki hafi fengist svar við, af hverju Evrópusambandið hafi ekki viljað afhenda rýniskýrslu sína um sjávarútvegskaflann.Ágúst segir það niðurstöðu sína, í ljósi þess að ekki verði hægt að fá neinar varanlegar sérlausnir eða undanþágur, að aðildarviðræðum sé í raun sjálfhætt. Það horfir þannig við mér og það má algerlega lesa það út úr þeim skrifum sem ég lagði fram í viðaukanum. Sko það verður þá einhver að koma með eitthvað upp á borðið sem segir eitthvað annað. Ég hef ekki heyrt það.
Evrópumál | Breytt 4.3.2014 kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 2. mars 2014
Danir vilja fremur vera hluti af ríki Norðurlanda en í ESB

Lave Broch frá Nyagenda og frambjóðandi til setu á ESB-þinginu fyrir Hreyfingu fólksins gegn ESB segir að það sé nauðsynlegt að ganga til nánara samstarfs Norðurlanda meðal annars vegna þess að stefna ESB sé að ná undirtökunum innan Norðurlandaráðs. Hann telur að norrænt ríkjasamband verði ekki til einangra Norðurlöndin.
Það væri mjög gott ef Norðurlönd gætu gert viðskiptasamninga eða samstarfssamninga við ESB og tengslin yrðu svipuð og milli Kanada og Bandaríkjanna um þessar mundir: Þjóðirnar eru nánir vinir en ekki í stóru ríkjasambandi, segir Lave Broch og bætir við að Danir ættu að ganga að nýju í EFTA verði þessi leið farin.
Tæplega helmingur Dana vill heldur verða hluti af Sambandsríki Norðurlanda en að vera meðlimur í Evrópusambandinu. Rúmur fjórðungur vill frekar vera áfram í Evrópusambandinu.
Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallups sem kynnt var í Danmörku í síðustu viku. Í könnuninni kemur fram að 47 prósent þátttakenda vilja heldur tilheyra Ríkjasambandi Norðurlanda fremur en að vera hluti af ESB. 28 prósent aðspurðra vilja frekar vera áfram í Evrópusambandinu.
Haft er eftir Lave Broch, frambjóðanda Þjóðarhreyfingarinnar gegn Evrópusambandinu, í Berlingske tidende að stefna Evrópusambandsins sé orðin of fyrirferðarmikil í Norðurlandaráði. Hann telur ekki að stofnun ríkjasambands Norðurlanda myndi á nokkurn hátt stuðla að einangrun Norðurlanda. Sambandsríki Norðurlanda væri mun betur í stakk búið en Evrópusambandið að tryggja almenningi gott heilbrigðiskerfi auk þess sem það væri besta leiðin til að viðhalda hinu norræna velferðarkerfi.
Jens Rohde, fulltrúi Venstre í Evrópuþinginu, sem þrátt fyrir nafnið er hægrisinnaður borgaraflokkur, er á öðru máli og segir það í raun vera brjálæði að ætla sér að loka sig inni í norrænum klúbbi. Hann telur að innbyrðis hagsmunir norrænu ríkjanna séu jafn ólíkir og hagsmunir og stefna ríkjanna í Evrópusambandinu. Hann segir spurninguna ekki snúast um að velja annað hvort norrænt samstarf eða Evrópusambandið, það sé hægur vandi að sameina þetta tvennt. Hann segir að það myndi hafa neikvæð áhrifa á útflutning og atvinnuástand í Danmörku ef landið veldi Sambandsríki Norðurlanda fremur en aðild að Evrópusambandinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2. mars 2014
Jón Bjarnason hélt fram hagsmunum Íslands

Jón Bjarnason fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra segist hafa gætt hagsmuna Íslands í hvívetna og fylgt fyrirvörum Alþingis um að gefa ekki eftir forræði Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.
Björg Thorarensen varaformaður samninganefndar Íslands og lögfræðiprófessor sagði í þættinum Vikulokunum á Rás eitt í gær að ríkisstjórnarflokkurinn Vinstri grænir og þar með talinn Jón Bjarnason hafi verið dragbítur á hve illa gekk að móta samningsstöðu Íslands í málaflokknum.
Hún getur orðað þetta eins og hún vill, en ég sem ráðherra fylgdi þeim fyrirvörum sem settir voru af hálfu Alþingis í þessum málum. Þar var kveðið skýrt á um að ekki skyldi gefið eftir forræði í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Ef að átti að gefa það eftir þá þyrfti Alþingi að koma á ný til. Þannig að ég fylgdi þarna mjög skýrt lögum. En hitt var alveg skýrt að af hálfu Evrópusambandsins kom fram að ekki yrði um neinar varanlegar undanþágur frá lögum og reglum Evrópusambandsins að ræða og þess vegna setti Evrópusambandið stopp á viðræður um sjávarútveg og landbúnað og krafðist þess að við gæfum þessar kröfur eftir áður en áfram yrði haldið. Þetta segir reyndar Björg líka að sé hárrétt að þannig hafi verið staðan. En að ætla að láta sig dreyma um undanþágur, sem ekki voru í boði, er bara blekking.
En lítur Jón á ummælin sem hrós?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2. mars 2014
Hverjir voru fyrirvarar með umsókninni 2009?
VII. Greinargerð um meginhagsmuni Íslands í aðildarviðræðum við ESB.
.....
Meiri hlutinn telur óhætt að fullyrða að sjávarútvegsmálin muni bera hæst í væntanlegum aðildarviðræðum við sambandið. Helgast það af mikilvægi málaflokksins fyrir íslenskt efnahagslíf.
Samstaða var í nefndinni um meginmarkmið í samningaviðræðum við ESB varðandi sjávarútveginn. Þau lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi. Það felur í sér forræði í stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna. Auk þess verði leitað eftir eins víðtæku forsvari í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er lúti málefni að íslenskum hagsmunum. Jafnframt verði haldið í möguleika á því að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu ESB í framtíðinni. Í þessu sambandi er rétt að undirstrika þjóðhagslegt mikilvægi atvinnugreinarinnar, en meiri hlutinn telur að með þessu megi tryggja að breytingar sem verða á fiskveiðistjórn hér á landi verði að undirlagi íslenskra stjórnvalda og áhrif landsins aukist á þessu sviði í Evrópusamstarfi. Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt.
....
Meiri hlutinn telur einnig afar mikilvægt að Íslendingar fari með samningsforræði við stjórn veiða úr deilistofnum eins og hægt er og tryggi þannig sem best réttindi Íslands til veiða úr þeim, en deilistofnar hafa orðið sífellt mikilvægari í afkomu greinarinnar. Leita þarf leiða til að tryggja hagsmuni Íslands með beinum aðgangi að slíku samningsferli.
........
Ljóst er að samkvæmt meginreglum sáttmála ESB tekur sambandið yfir fyrirsvar aðildarríkjanna í samningum á ýmsum sviðum, þ.m.t. á sviði fiskveiða og hafréttar. Meiri hlutinn telur rétt að látið verði reyna á það í hugsanlegum samningaviðræðum við ESB að Ísland haldi forræði sínu á þessum sviðum og tali eigin máli á vettvangi alþjóðastofnana í alþjóðasamningum með eins víðtækum hætti og unnt er, enda um grundvallarhagsmuni þjóðarinnar að tefla efnahagslega.
Hvað varðar erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi telur meiri hlutinn grundvallaratriði að haft verði náið samráð við sjávarútveginn um afstöðu Íslands. Á sama tíma telur meiri hlutinn að frumskylda samningamanna Íslands sé að tryggja að afrakstur auðlindarinnar falli til á Íslandi. Þannig verði ekki veitt svigrúm fyrir erlendar útgerðir að fjárfesta hér á landi þannig að nýting auðlindarinnar og afrakstur hennar færist í raun úr landi. Bent hefur verið á að ríkjum sé heimilt að setja reglur til að sporna við erlendum fjárfestingum. Mögulega mætti setja ákvæði í lög um efnahagsleg tengsl milli útgerðar og vinnslu við heimahöfn skips, auk ákvæða sem binda heimildir til að fjárfesta í sjávarútvegi við búsetu.
.......
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Einn pakki, enginn valkostur
- Regluvæðingin ryður samkeppni úr vegi
- Öryggismál og Brusselspuni
- Þjóðaratkvæðagreiðsla eða inngönguyfirlýsing?
- Þögnin sem breytir pólitískri merkingu
- Tollfríðindi okkar við ESB eru ekki afsprengi EES
- Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang
- Frumvarp Þorgerðar Katrínar um bókun 35 stærra en Icesave o...
- Hvers vegna ætti Evrópusambandið að refsa Íslandi?
- Lilja Dögg gagnrýnir umræðu um mögulega refsitolla frá ESB
- Kristrún hér er nesti til Brussel!
- Bara upp á punt
- Bara ef við hefðum gengið í sambandið....
- Skynsemin ræður í Noregi
- Bókun 35 - nokkur atriði sem Alþingi ætti að ræða
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 182
- Sl. sólarhring: 203
- Sl. viku: 1598
- Frá upphafi: 1214484
Annað
- Innlit í dag: 157
- Innlit sl. viku: 1461
- Gestir í dag: 150
- IP-tölur í dag: 146
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar