Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Mogherini vill innlima Ísland í ESB

Verðandi utanríkismálastjóri ESB á þá ósk heitasta að Ísland og önnur umsóknarríki verði sem fyrst hluti af ESB. Þetta kemur fram í ummælum hennar í tengslum við mannabreytingar hjá ESB og mbl.is greinir frá.
 
Á meðan við erum skilgreind sem umsóknarríki bíður ESB hvers færis að innlima Ísland. Við yrðum að kyngja reglum þeirra og lögum í auknum mæli, ESB myndi ráða formlega yfir fiskimiðunum og við yrðum þvinguð til að taka upp evru, gjaldmiðilinn sem heldur evrusvæðinu í efnahagsfrosti.
 
Það var okkar mesta happ að við vorum ekki með evruna fyrir hrunið og að neyðarlögin voru samþykkt áður en evrulöndin gátu í gegnum AGS þvingað íslenska ríkið (les: skattgreiðendur) til að taka á sig ábyrgð á Icesave-skuldunum.
 
Hvenær ætla menn að læra? Hvenær ætla menn að skilja? Hvenær ætla menn að hafa dug til þess að standa almennilega í lappirnar?
 
 

mbl.is Vill áframhaldandi stækkun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var það Ingibjörg Sólrún, Árni eða Geir sem spurði Rehn?

Þetta þarf nú að rifja upp eða leita nánari skýringar á? Hver í íslenska stjórnkerfinu hafði samband við ESB eins og Olli Rehn lýsir í bréfi sínu og í umboði hverra? Hver hafði lýðræðislegt umboð til að bera fram þessa spurningu? Og með hvaða hætti var hún borin upp?

Eyjan.is skýrir svo frá:

Íslensk stjórnvöld fóru fram á það við Evrópusambandið að íslenska krónan yrði „evruvædd“ í kjölfar hruns íslensku krónunnar árið 2008. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafnaði þeirri ósk.

Þetta kemur fram í bréfi sem Olli Rehn hefur sent Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu Skotlands.

Rehn segir í bréfinu:  Ég minnist þess að árið 2008 falaðist þáverandi ríkisstjórn Íslands eftir þeim möguleika að „evruvæða“ einhliða íslensku krónuna í því skyni að koma á stöðugleika í peningamálum og stytta leið Íslands í Evrópusambandið, framkvæmdastjórnin einfaldlega hafnaði þessu þar sem það braut í bága við sáttmála sambandsins.


Lögum þvingað á Breta

Eins og þessi frétt ber með sér hefur fjölda laga verið þröngvað upp á Breta þótt þingmenn þeirra séu þeim andsnúnir. Alls hafa 485 frumvörp af 576 sem meirihluti breskra þingmanna var á móti orðið að lögum. Bresku þingmennirnir hafa þannig orðið undi rí 86% þeirra tilfella þegar þeir hafa lagst gegn setningu laga.

Bretar búa því við minna lýðræði vegna aðildar að ESB. 

Sjá nánar í meðfylgjandi frétt Morgunblaðsins. 


mbl.is Bretar í flestum tilfellum tapað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróðursmeistari ESB á Íslandi kominn í ljós

Síðustu mánuði hefur verið óljóst hvort Evrópustofu yrði lokað eða hvort hún yrði starfandi áfram í einhverri mynd. Nú er komið í ljós að eitthvað verða menn að gera við þau hundruð milljóna króna sem voru eyrnamerkt í verkefnið Áróður á Íslandi. Þýsku sérfræðifyrirtæki í áróðurstaktík var falið að halda stofunni opinni og eins og meðfylgjandi frétt ber með sér er nú komið í ljóst hver fer að nafninu til fyrir starfseminni hér á landi. Áróðursmeistari ESB á Íslandi er nú kominn í ljós.
mbl.is Dóra nýr framkvæmdastjóri Evrópustofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1742
  • Frá upphafi: 1176915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband