Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Skiptir einhverju máli hvaða skoðun ESB hefur á þessu?

Eigum við að láta það okkur einhverju skipta hvaða skoðaun ESB hefur á því hvort við drögum umsókn um aðild að ESB til baka eða ekki? Er það ekki skoðun okkar sjálfra á aðild sem skiptir meginmáli?

Svo er sagt frá í mbl.is:

 

Fram­haldið al­farið í hönd­um Íslands

stækka

AFP

Evr­ópu­sam­bandið ger­ir enga at­huga­semd við það taki ís­lensk stjórn­völd ákvörðun um að draga form­lega til baka um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið. Það sé al­farið ákvörðun Íslands. Landið verði eft­ir sem áður mik­il­væg­ur sam­starfsaðili Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið, Schengen-sam­starfið og í Norður­skauts­mál­um.

„Hvort sem Ísland ákveður að halda áfram aðild­ar­viðræðunum eða draga til baka aðild­ar­um­sókn­ina væri það ákvörðun sem er ein­göngu Íslands að taka. Hver sem niðurstaðan kann að verða verður Ísland áfram mik­il­væg­ur sam­starfsaðili Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um þátt­töku lands­ins í samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið, apild þess að Schengen-svæðinu sem og í gegn­um sam­vinnu í mál­efn­um Norður­slóða,“ seg­ir í svari til mbl.is frá stækk­un­ar­deild fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra lýsti því yfir á sunnu­dag­inn að von væri á þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi þess efn­is að um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið verði dreg­in til baka. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir ekki liggja ná­kvæm­lega fyr­ir hvenær til­lag­an komi fram en vilji hans í mál­inu sé skýr.


mbl.is Framhaldið í höndum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland frjálst utan ESB

jon_bjarnason_1198010Það að Ísland er umsóknarríki að ESB veitir ESB rétt til ýmissa afskipta af innanríkismálum hér á landi svo sem að vera hér með sérstakan sendiherra og reka áróðursskrifstofu eins og Evrópustofu sem annars væri ekki heimilt.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein sem Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, ritar og er birt í Morgunblaðinu í dag.

Greinin er birt hér í  heild:

 

Eitt af loforðum ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, var að afturkalla beiðni fyrrverandi ríkisstjórnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskólans vann á síðastliðnu ári var í raun staðfest það sem talsmenn ESB höfðu alltaf sagt að Ísland gæti ekki fengið neinar varanlegar undanþágur frá lögum og regluverki ESB. Einungis gæti verið um tímabundna aðlögun að ræða í einstaka tilvikum.

Úr handbók stækkunarferils ESB

Evrópusambandið hefur orðað sína hlið málsins skýrt frá byrjun:

»Í fyrsta lagi er mikilvægt að undirstrika það að hugtakið samningaviðræður getur verið misvísandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu - sem fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur... verður ekki samið.«

([1] »First, it is important to underline that the term »negotiation« can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules... are not negotiable.« (Sjá: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf)

Sáttmálar, lög og reglur Evrópusambandsins liggja fyrir og þeim getur litla Ísland að sjálfsögðu ekki breytt. Málið snýst því eingöngu um spurninguna: Vilt þú að Ísland gangi í ESB eða ekki?

Bjölluati í Brussel er lokið

Menn geta brugðið fyrir sig fávisku þegar þeir samþykktu beiðnina um aðild að ESB 16. júlí 2009. Í einfeldni héldu sumir að hægt væri að »kíkja í pakkann«, »hringja dyrabjöllunni í Brussel« svona til að athuga hvað væri í matinn. Nú geta þeir það ekki lengur. »Matseðill« ESB liggur fyrir og er öllum opinber eins og hann hefur reyndar ávallt verið.

Að vera áfram umsóknarríki veitir ESB rétt til ýmissa afskipta af innanríkismálum svo sem að vera hér með sérstakan sendiherra og reka áróðursskrifstofu eins og Evrópustofu sem annars væri ekki heimilt.

Meðan umsóknin liggur inni hefur aðildarviðræðum ekki verið hætt.

Þetta vafðist ekki fyrir landsfundarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi 21.-24. febrúar 2013 í aðdraganda alþingiskosninga. En þá var ályktað mjög afdráttarlaust um að hætta aðlögunarviðræðum við ESB og loka Evrópustofu, áróðursmiðstöð sambandsins hér á landi. Orðrétt segir:

»Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.«

 

Ákvæði stjórnarsáttmálans í þessu máli eru í samræmi við landsfundarsamþykktir beggja ríkisstjórnarflokkanna og ber að fylgja eftir.

Ríkisstjórnin standi við loforð sín

Þingmál um afturköllun umsóknarinnar er á málaskrá ríkisstjórnarinnar. Tillaga þess efnis var einnig lögð fram á síðasta þingi en hlaut ekki endanlega afgreiðslu. Hinsvegar var hún ítarlega rædd bæði á þingi og í utanríkismálanefnd og fjöldi umsagna barst.

Það má því segja að öll gögn liggi fyrir til skjótrar afgreiðslu málsins á Alþingi.

Nýlegar yfirlýsingar forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formanns utanríkismálanefndar staðfesta að ríkisstjórnin muni nú á allra næstu dögum leggja tillöguna á ný fyrir Alþingi í samræmi við stefnu og loforð beggja ríkisstjórnarflokkanna:

»Hafi verið tilefni til þess að draga umsóknina til baka á síðasta ári hafa þeir atburðir og þróun sem átt hefur sér stað síðan orðið til þess að styrkja þá afstöðu að Ísland eigi ekki að hafa formlega stöðu umsóknarríkis,« sagði Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, í viðtali við Morgunblaðið 5. janúar síðastliðinn.

Brýnt að afturkalla ESB-umsóknina formlega

Óprúttin ESB-sinnuð ríkisstjórn getur virt lýðræðið að vettugi og sett aðildarferlið á fullt á ný hvenær sem er. Það getur hún gert án atbeina þjóðarinnar eins og raunin var í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vorið 2009.

Þess vegna verður að afturkalla núverandi umsókn. Þar með verði tryggt að nýtt aðildarferli verði ekki hafið nema með nýrri umsókn og að fengnum skýrum vilja þjóðarinnar til inngöngu í Evrópusambandið, sem vonandi verður aldrei.


Gunnar Bragi er ekki að kveðja Evrópu

Gunnar BragiGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að Íslendingar væru ekkert að kveðja Evrópu þótt þeir gengju ekki í Evrópusambandið. Ríkisstjórnir ESB-ríkja væru sér vel meðvitaðar um afstöðu Ríkisstjórnar Íslands og Íslendingar væru í mjög góðu samstarfi við Evrópuþjóðir þar sem það ætti við. 

Í viðtali Viðskiptablaðsins við Gunnar Braga segir: 

 

Kveðjum ekki Evrópu með viðræðuslitum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina að gera mætti ráð fyrir að ný þingsályktunartillaga yrði lögð fram á þingi um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Gunnar Bragi segir nauðsynlegt að klára málið og ef vilji er fyrir því að fara með málið í gegnum þingið þá sé hann reiðubúinn til þess. „Ég hef hins vegar ekki tekið neina ákvörðun um hvenær ég muni leggja slíkt til við ríkisstjórnina eða þá hvort ég geri það en það er alveg ljóst frá minni hálfu að málið fer ekkert aftur fram nema sem ríkisstjórnarmál og að báðir stjórnarflokkarnir komi saman að málinu,“ segir Gunnar. „Ég held að það sé best fyrir okkur að hafa bara hreint borð í þessu. Ég hef leyft mér að tala um að þetta sé ákveðin núllstilling. Þjóðin var ekki spurð þegar við fórum í viðræðurnar og ég myndi leggja áherslu á að það væri ekki farið í slíkar viðræður án þess að slíkt yrði gert. Aðalmálið er að við höngum þarna inni sem eitthvert umsóknarríki þegar við erum í engum viðræðum og núverandi ríkisstjórn hefur engan áhuga á að sækja um. Árin líða, Evrópusambandið þróast og breytist og eins Ísland þannig að það er langbest að mínu viti að draga þessa umsókn til baka.“

Hvers konar skilaboð heldur þú að það sendi til Evrópusambandsins að aðildin verði dregin til baka? Gæti verið að samband okkar við Evrópusambandið muni hljóta skaða af?

„Nei, stjórnir Evrópusambandsins eru vel meðvitaðar um afstöðu ríkisstjórnarinnar og við eigum í mjög góðu sambandi og samstarfi þar sem það á við. Við erum ekkert að kveðja Evrópu þótt við göngum ekki í Evrópusambandið. Þvert á móti þá eru þetta okkar helstu samstarfsaðilar. Evrópusambandið er bara allt annað og meira en tvíhliða samstarf og það er ástæða til að rifja það upp að við værum ekki að gera fríverslunarsamning við Kína eða önnur ríki á okkar forsendum ef við værum Evrópusambandsríki,“ segir Gunnar.


Viðskiptablaðið spyr hvort ný evrukrísa sé í uppsiglingu?

evrvidskInnlendir og erlendir miðlar fjalla mikið um stöðu evrunnar þessa dagana. Tvennt kemur til. Annars vegar er það hætta á verðhjöðnun og stöðnun í atvinnulífi í álfunni. Hins vegar eru það erfiðleikar Grikklands, sem ýmsir telja að geti orðið til þess að Grikkir verði að hætta að nota evru.

Viðskiptablaðið segir svo frá:

 

Viðskiptablaðið - Er ný evrukrísa í uppsiglingu?

Verðhjöðnun var á evrusvæðinu í desember og hætta er á að Grikkland yfirgefi evrusamstarfið.

Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu hefur á undanförnum misserum lýst ítrekað yfir áhyggjum af lítilli verðbólgu á evrusvæðinu. Samkvæmt mælingum sem birtust í morgun var verðhjöðnun á evrusvæðinu í desember upp á 0,2%.

Á sama tíma er ekki útilokað að Grikkland yfirgefi evruna í kjölfar þingkosninga í landinu 25. janúar. Álag á grísk ríkisskuldabréf fóru yfir 10% í morgun og hefur ekki verið hærra í rúmt ár.

Er ný evrukrísa sé í uppsiglingu?

Robert Armstrong umsjónarmaður Lex í Financial Times veltir fyrir sér á vef blaðsins hvort ný evrukrísa sé í uppsiglingu. Armstrong ber saman verðlag í Japan frá nóvember 1990 og verðlag í evruríkjunum frá nóvember 2011. Á línuritinu sést að verðlagið fellur á sama hraða næstu þrjú árin á eftir.

Japan hefur átt við viðvarandi verðhjöðnun að stríða frá 1990. Verðlag lækkaði um 20% á 20 árum. Þegar verðlag fer lækkandi halda neytendur að sér höndum. Þeir fresta að kaupa nokkuð vegna væntinga um lægra verð og einkaneysla dregst því saman. Þetta leiddi til þess að efnahagur Japans var í lægð í tvo áratugi.

Hér má sjá Lex á vef Financial Times.

 


Evran er unga fólkinu erfið

Þessi frétt Morgunblaðsins staðfestir enn og aftur að evran er unga fólkinu á jaðri evrusvæðisins æði erfið. Nær helmingur ungs fólks á Ítalíu, Spáni og í Grikklandi er án atvinnu.

Þetta er skelfilegt.

 

43,9% ít­alskra ung­menna án vinnu

stækka

Wikipedia/​Andrea Pavanello

At­vinnu­leysi á Ítal­íu hef­ur náð nýj­um hæðum sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um sem birt­ar voru í dag en at­vinnu­leysið mæld­ist 13,4% í nóv­em­ber sem var aukn­ing um 0,2% frá í októ­ber. 

At­vinnu­leysi á meðal ung­menna er einnig hærra en það hef­ur verið áður og mæl­ist nú 43,9%. Jókst það um 0,6% frá októ­ber og 2,4% miðað við nóv­em­ber 2013.

Fram kem­ur í frétt AFP að þetta séu slæm­ar frétt­ir fyr­ir stjórn­völd á Ítal­íu sem reyni að koma land­inu upp úr verstu efna­hags­lægð sem það hafi lent í frá síðari heims­styrj­öld­inni.


mbl.is 43,9% ítalskra ungmenna án vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fréttastofa RUV að flytja áróður ESB?

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins var sagt frá „Evrópuþingi“. Þar er væntanlega um að ræða ESB-þingið,þ.e. það þing sem kosið er til í aðildarríkjum ESB.

Er fréttastofa Ríkisútvarpsins með þessu að láta nota sig í áróðri fyrir ESB? Það er um 15 ríki í Evrópu sem eru ekki í ESB. Hvers vegna er þá verið að kalla þetta Evrópuþing?

 


Hver segir að Evrópusamruninn sé óumflýjanlegur?

Sumir trúðu því að óumflýjanlegt væri að kapítalískt þjóðskipulag myndi framkalla byltingu öreiganna og á endanum sósíalískt samfélag. Aðrir trúðu á þúsund ára ríki nasismans. Stjórnmálahreyfingar hafa þannig sumar hverjar haft snert af örlagatrú; trú á að tiltekin stjórnmálaþróun væri óhjákvæmileg. Það á við um suma áhangendur ESB-aðildar og Evrópusamruna. En þróun í þá átt alls ekki óumflýjanleg. Hreyfingar, stofnanir og skipulög koma og fara.

Sumir vilja meina að það sem er að gerast í Evrópu í dag byggist jafn mikið á þýsk-rússneskum hagsmunum og hagsmunum ESB-ríkjanna. 

 

Mbl.is segir hér fréttir frá Evrópu: 

 

Ísland sýni að samruni sé ekki óumflýj­an­leg­ur

Nig­el Fara­ge, formaður Breska sjálf­stæðis­flokks­ins UKIP. AFP

Áform rík­is­stjórn­ar Íslands um að draga aðild­ar­um­sókn­ina að Evr­ópu­sam­band­inu til baka sýna fram á að áfram­hald­andi Evr­ópu­samruni er ekki óumflýj­an­leg­ur, að mati Nig­els Fara­ge, for­manns Breska sjálf­stæðis­flokks­ins UKIP. Hann seg­ir að önn­ur ríki ættu að taka for­dæmi Íslands sem hvatn­ingu.

Í frétt á vefsíðu tíma­rits­ins The Parlia­ment er sagt frá þeirri yf­ir­lýs­ingu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráðherra, um að lögð verði framþings­álykt­un­ar­til­laga um að draga aðild­ar­um­sókn­ina að ESB til baka von bráðar.

„Þessi aðgerð ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar og auk­in andstaða Miðjarðar­hafsþjóða við ESB sýn­ir að hug­mynd­inni um að áfram­hald­andi Evr­ópu­samruni sé óumflýj­an­leg­ur hef­ur verið splundrað. Sí­fellt fleira fólk í Evr­ópu hef­ur annað hvort ekki áhuga á að ganga í ESB eða, eins og í Grikklandi, vilja yf­ir­gefa evru­sam­starfið al­veg,“ sagði Fara­ge um þessi áform ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Þá notaði Fara­ge tæki­færið til að hnýta í evru­sam­starfið enn frek­ar og sagði efna­hags­bata á Íslandi til­kom­inn vegna þess að landið hefði sinn eig­in gjald­miðil. Önnur ríki ættu að líta á Ísland sér til hvatn­ing­ar.

„Grikk­land og aðrar Miðjarðar­hafsþjóðir eru fast­ar í spennitreyju óhent­ugr­ar evru og óvin­sam­legs stjórn­mála­sam­bands þar sem Þýska­land ræður ríkj­um. Grikk­ir ættu að segja sig frá evr­unni, fella gengi gjaldsmiðils síns og vaxa aft­ur til hag­sæld­ar með út­flutn­ingi og ferðamennsku,“ sagði Fara­ge.

Frétt á vef The Parlia­ment Magaz­ine


mbl.is Ísland sýni að samruni sé ekki óumflýjanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dularfullar ESB-reglur vega að Landsbjörg

flugeldafjorInnanríkisráðuneytið virðist vera að leita að einhverjum ESB-reglum til þess að herða að flugeldanotkun. Óttast er að stífari reglur muni grafa undan björgunarstarfi hér á landi ef marka má viðbrögð.

Reyndar skilja björgunarsveitarmenn lítið í því hvaða hertu ESB-reglur ráðuneytisfólk er að tala um ef marka má frétt á visi.is.

Sjá nánar frétt á Visi.is.


Rætur lýðræðis rifnar í Grikklandi

MerkelAngela Merkel,kanslari Þýskalands, heimtar aðra niðurstöðu í kosningum en kjósendur vilja í upprunalandi lýðræðisins, Grikklandi. Ef Grikkir fara ekki að vilja hennar verður þeim að sögn hent úr úr evrusamstarfinu.

Lýðrðinu er þröngur stakkur skorinn í ESB eins og þessi frétt ber með sér.

Þetta hefur orðið ýmsum tilefni til viðbragða - meðal annars úr þýska stjórnkerfinu sem reynir að gera lítið úr málinu:

Sameinuð Evrópa ef allir gera eins og ég vil - segir Jón Aðalsteinn Jónsson

Tilvistarkreppa Grikkja - segir Jón Baldur Lorange

Merkel ræður ferðinni í Grikklandi - segir Páll Vilhjálmsson

Af því að Merkel segir það? Þiggjendur þurfa að kjósa rétt - segir G. Tómas Gunnarsson

Er það á hennar valdi? - spyr Gunnar Heiðarsson

Ein Führer .. - segir Ægir Óskar Hallgrímsson

Sjáum til - segir "Sleggjuhvellur"

Merkel under fire - segir Business insider

Angela segir að Grikkir hefðu aldrei átt að vera í evrusamstarfinu - úr Telegraph

Merkel heldur óbreyttri stefnu - segir Canadian Business

 


mbl.is Íhugar að sparka Grikkjum úr evrusamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óprúttin aðildarsinnuð ríkisstjórn getur sett aðildarferlið í gang á ný án þess að spyrja þjóðina

jon_bjarnason_1198010Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Heimssýnar, segir að óprúttin og ESB-sinnuð ríkisstjórn geti hvenær sem er sett aðildarferlið á fullt á ný. Það geti hún gert án atbeina þjóðarinnar eins og raunin var í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna vorið 2009.

Þess vegna verði að afturkalla núverandi umsókn. Þar með yrði tryggt  að nýr aðildarferill verði ekki hafinn nema að fengnum skýrum vilja þjóðarinnar til inngöngu í ESB, sem vonandi verði aldrei.

Jón segir að þögn forystumanna beggja ríkisstjórnarflokkanna um ESB í áramótaávörpum sínum hafi komið á óvart. Skýringin sé vonandi sú að formennirnir telji svo sjálfssagt  að  ESB-málið verði afgreitt nú á vorþingi.

Sjá blogg Jóns Bjarnasonar hér.


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 181
  • Sl. sólarhring: 202
  • Sl. viku: 1597
  • Frá upphafi: 1214483

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 1461
  • Gestir í dag: 150
  • IP-tölur í dag: 146

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband