Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Öll sveitarfélög og allir aldurshópar á móti ESB

Samkvæmt þessari könnun sem Capacent hefur gert fyrir Heimssýn eru þeir fleiri í öllum sveitarfélögum og í öllum aldurshópum sem eru á móti aðild að ESB. Alls eru eru 42% Reyk­vík­inga and­snún­ir aðild að ESB en 41% borg­ar­búa er hlynnt­ aðild. Mun­ur­inn er meiri í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höfuðborg­ar­inn­ar. Þar eru 45% and­víg­ir aðild en 38% hlynnt­ir henni. Mun­ur­inn er enn meiri í öðrum sveit­ar­fé­lög­um lands­ins en þar eru 59% íbú­anna and­víg­ir aðild að ESB en 21% hlynnt­ir.

Svipaðar niðurstöður eru varðandi aldurshópa. Þar er andstaðan við aðild meiri í öllum aldurshópum. Í elsta aldurshópnum, 65 ára og eldir eru 62% á móti inngöngu í ESB en 28% hlynnt inngöngu. Í yngsta aldurshópnum eru 31% hlynnt inngöngu en 35% á móti. 

Athyglisvert er að af þeim sem styðja Samfylkinguna hefur um helmingur mjög veika eða enga skoðun á málinu.


mbl.is Helmingur andvígur aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón, Jóhanna og Halldóra: Verjum fullveldi og sjálfstæði Íslands

jon_bjarnason_1198010Íslendingar hafa á tæpri öld fest sig í sessi sem sjálfstæð þjóð með öflugt atvinnu- og menningarlíf þar sem velferð þegnanna er tryggð. Svo segir í sameiginlegri grein sem stjórnarmenn Heimssýnar rita og birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar er minnt á að sjálfstæði okkar er sívirk auðlind, að við þurfum að ráða sjálf okkar fiskveiðilögsögu en að kröfur ESB um það efni liggi fyrir og að þær stangist algjörlega á við þá stefnu sem Alþingi hefur markað. Því hafi viðræðum við ESB verið sjálfhætt og því rökrétt að afturkalla umsóknina um inngöngu í ESB.

JohannaMariaSigmundsdottirÞað eru þau Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, Jóhanna María Sigmundsdóttir varaformaður og Halldóra Hjaltadóttir ritari sem skrifa greinina.

Greinin er birt hér í heild sinni:

 

Ísland og umheimurinn

Heimssýn - hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum - var stofnuð 27. júní 2002. Hreyfingin er þverpólitísk samtök þeirra sem vilja að Íslendingar haldi áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Í ávarpi sem samtökin sendu frá sér í kjölfar stofnfundarins segir:

»Íslendingar hafa á tæpri öld fest sig í sessi sem sjálfstæð þjóð með öflugt atvinnu- og menningarlíf þar sem velferð þegnanna er tryggð. Einstakur árangur fámennrar þjóðar væri óhugsandi nema fyrir það afl sem felst í sjálfstæðinu.«

Merki hreyfingarinnar er auga með heiminn allan sem augastein og er tákn fyrir að horfa beri til alls heimsins eftir frjálsum og friðsamlegum samskiptum, viðskiptum og samvinnu á jafnréttisgrunni en einblína ekki á afmarkaðan hluta hans.
HalldoraHjaltadottirHeimssýn eru fjöldasamtök sem reiða sig alfarið á félagsgjöld og frjáls framlög til starfsemi sinnar.


Sjálfstæðið er sívirk auðlind


Heimssýn hefur allt frá stofnun staðið í fylkingarbrjósti þeirra sem vilja standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Hart hefur verið sótt að fullveldinu, bæði af pólitískum og hagsmunatengdum öflum sem virðast oft reiðubúin til að gefa frá sér frumburðarréttinn, fullveldið, í þágu tímabundins pólitísks eða persónulegs ávinnings.

Þegar litið er nú til hins ótrygga ástands í Evrópu, svo sem fjöldaatvinnuleysis, einkum hjá ungu fólki í suður- og austurhluta Evrópusambandsins, getum við með stolti horft til þess að hér á Íslandi hafa langflestir atvinnu við sitt hæfi þótt við að sjálfsögðu munum ávallt takast á um forgangsröðun og skiptingu þjóðartekna. Lýðræðið er í okkar höndum og á grundvelli sjálfstæðis öxlum við ábyrgð í öllum samningum og samskiptum við aðrar þjóðir, ríki og ríkjasambönd.

Vildum við nú vera í sporum Grikkja sem reyna að hrista af sér ok, tilskipanir og yfirgang hins miðstýrða evrópska Brüsselvalds?

Ráðum sjálf okkar fiskveiðilögsögu

Við höfum svo sem fengið að kenna á klóm þessa nýja heimsveldis. Með samstöðu þjóðarinnar unnum við landhelgisstríðið og náðum fullum yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni. Síðustu ár höfum við hins vegar fengið yfir okkur hótanir Evrópusambandsins um viðskiptaþvinganir og löndunarbann, þegar við veiddum fisk eins og makríl innan okkar eigin landhelgi.

Allt frá árinu 2010 höfum við veitt makríl innan okkar eigin lögsögu fyrir milli 20 og 30 milljarða króna á ári í útflutningsverðmæti. Aðeins í krafti þess að við ráðum okkar eigin fiskveiðilögsögu og erum ekki gengin í Evrópusambandið getum við sótt þessi verðmæti. Svo einfalt er það. Tekjur þjóðarbúsins af þessum veiðum námu 22 milljörðum króna á síðasta ári.

Stjórnmálamenn eða forystumenn í atvinnulífi þjóðarinnar mega ekki tala um fullveldið af léttúð. En því miður virðast sumir þar á bæ vera reiðubúnir til að framselja rétt okkar yfir fiskveiðiauðlindinni í tilraunum sínum til að koma landinu inn í Evrópusambandið. Það yrðum við að gera ef halda ætti áfram með þá umsókn sem send var inn árið 2009 og er nú í biðstöðu vegna krafna ESB.

Kröfur ESB liggja fyrir

Umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu var illu heilli send inn í júlí 2009. Var það gert án atbeina þjóðarinnar en stutt með yfirlýsingum nokkurra þingmanna sem sögðust andvígir aðild en vildu prófa hvað væri í boði.

Skilyrði og kröfur ESB eru nú skýrar, hvort sem þær liggja fyrir í formlegum opnunarskilyrðum eða því að einstaka kaflar hafa einfaldlega ekki verið opnaðir. Hægt er að benda á samningskaflann um sjávarútveg þar sem ESB neitaði að opna á viðræður vegna skilyrða Alþingis og sleit þar með í raun viðræðunum.

Af hálfu Evrópusambandsins er lögð áhersla á það að það sé umsóknarríkið sem er að ganga í ESB en ekki öfugt.

Ekki er um neinar varanlegar undanþágur að ræða frá grunnsáttmálum Evrópusambandsins. Þeir sem voru í vafa hafa fengið sín svör.

Áskorun um afturköllun umsóknarinnar

Framkvæmdastjórn Heimssýnar samþykkti nýlega eftirfarandi ákall til ríkisstjórnar og Alþingis:

 

»Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, ítrekar nauðsyn þess að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Umsóknin var samþykkt og send ESB á forsendum sem reynslan hefur sýnt að standast ekki. Samningur um aðild að ESB snýst um skilyrði og tímasetningu fyrir innleiðingu umsóknarríkis á reglum ESB. Þessar reglur eru ekki umsemjanlegar eins og fram kemur hjá ESB.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur þá skýru stefnu að Ísland eigi að standa utan ESB. Sú stefna er studd samþykktum æðstu stofnana ríkisstjórnarflokkanna.

Það er mikilvægt fyrir þjóð eins og Íslendinga að þeir haldi fullveldi sínu og forræði í eigin málum.

Það er því rökrétt framhald að stjórnin leggi til við Alþingi að umsóknin verði dregin til baka og að Alþingi samþykki þá tillögu.«

 

Á þetta mun enn reyna á næstu dögum. Heimssýn hvetur til þess að landsmenn allir standi saman eins og í landhelgisstríðinu fyrir um 35 árum og verji fullveldi og sjálfstæði Íslands og afturkalli umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið.

 


Liggja Íslendingar hundflatir gagnvart EES-tilskipunum?

SigrMagnSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra og Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis eru þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi að vega og meta þau áhrif sem koma í gegnum EES-samninginn. Vitað er að Íslendingar hefðu getað spyrnt við fótum gegn óþörfum tilskipunum. Stjórnkerfið á Íslandi hefur hins vegar ekki haft afl til þess.

Norðmenn eru farnir að spyrna við fótum gegn tilskipanafarganinu í gegnum EES-samninginn enda er vaxandi andstaða við EES-samninginn þar í landi.

Íslendingar verða að taka sér tak og reyna að hafa meiri áhrif á mikilvægar tilskipanir frá EES strax á upphafsstigum.

Ef stjórnvöld á Íslandi hafa ekki burði til að taka þátt í þessu EES-samstarfi er einn kostur að fara fram á breytingar stöðu samningsins. 

 


mbl.is Þýðendur harma orð Sigrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóðheitir starfsmenn í skemmtilegum verkefnum

Þýska fyrirtækið Media Consulta í Berlín rekur Evrópustofu hér á landi. Evrópusambandið fjármagnar starfsemina. ESB hefur veitt um hálfum milljarði króna í starfsemina. Á skrifstofunni sem er opin allan daginn eru fimm starfsmenn: framkvæmdastjóri, almannatengill og viðburðastjóri, upplýsingafulltrúi, skrifstofustjóri og vefstýra.

Þetta er á við öflugt sendiráð.

Til að nýta peningana frá ESB ætla þessir starfsmenn ESB nú að bjóða upp á skemmtilegt námskeið um ESB.

Svo segir á vef Evrópustofu:

Eins kvölds námskeið um sögu, uppbyggingu, stefnu og hlutverk Evrópusambandsins í víðu samhengi. Eiríkur Bergmann prófessor og Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent bjóða upp á skemmtilega og fræðandi kynningu á sambandinu og helstu þáttum Evrópusamvinnunnar.


Evrusvæðið þarfnast verulegra umbóta segir í skýrslu Junckers

junckerGrikklandJuncker vill að Brussel ríki enn frekar yfir efnahagsstjórn ESB-landanna. Það kemur fram í skýrslu sem þessi formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandisns hefur látið taka saman fyrir leiðtoga ESB. Þar kemur fram að svæðið þurfi að taka upp nánari samvinnu og aukið samræmi í efnahagsstefnu, auka þurfi samleitni og samstöðu. Á mannamáli þýðir þetta að skriffinnarnir í Brussel eigi hafa meiri áhrif.

Nú þegar hefur ESB tekið til sín aukin völd með því að embættismennirnir í Brussel þurfa að stimpla og skrifa upp á frumvörp ríkisstjórna til fjárlaga áður en þjóðþing aðildarlanda ESB fá þau til umfjöllunar. Nú er rætt um sameiginlegt fjármálaráðuneyti fyrir ESB-ríkin.

Athyglisvert er að í skýrslu Junckers er nú talað um að þegar efnahagsaðgerður eru metnar ekki megi einungis hugsa um fjármálastöðugleika (les aðallega: hag fjármálafyrirtækja) heldur þurfi einnig að meta áhrifin á venjulegt fólk!

Þrátt fyrir þetta óttast heimsbyggðin nú helst efnahagsvanda ESB-svæðisins og afleiðingar hans.

Sjá nánar í EUObserver

Þar segir m.a:

 

Since the eurozone debt crisis took hold in 2010, the EU has radically overhauled its economic governance framework, setting up a permanent bailout fund, enshrining the bloc’s limits on debt and deficits in national constitutions, giving the commission sweeping powers to intervene in national budgetary policy, and a banking union.

The paper also comments that leaders must find a way of “making decisions about support for struggling Euro area countries more democratically legitimate,” while adding, in a nod to the social costs of austerity programmes, that there should be a way of “evaluating support and reform programmes not only for financial sustainability but also for their impact on citizens of the country concerned”.


Sigmundur Davíð segir ESB hafa skroppið saman um 60% - hlutfallslega

sigmundurdavidgunnlaugsEvrópa skiptir æ minna máli í heimsbúskapnum. Fyrir öld var samanlögð landsframleiðsla stærstu ríkja núverandi Evrópusambands, þ.e. Þýskalands,Bretlands og Frakklands, rúm 20%. Nú er samanlögð framleiðsla þessara ríkja aðeins 8% af heimsframleiðslunni.

Miðað við þetta hefur hlutur þessara ESB-ríkja skroppið saman um 60%.

Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í gær. 

Sigmundur sagði jafnframt að ekkert benti til annars en að áframhald yrði á þessari þróun.

Þá sagði Sigmundur Davíð að upptaka evru hér á landi myndi leysa úr læðingi ný vandamál í stað þeirra gömlu.

Um ESB, evruna og alþjóðleg efnahagsmál sagði Sigmundur annars í ræðu sinni:


Víkjum þá að stöðu okkar í samfélagi þjóðanna.

Alþjóðaviðskipti eru mikilvæg fyrir lítið, opið hagkerfi eins og hið íslenska. Við þurfum aðgang að mörkuðum, fríverslunarsamninga, fjárfestingarsamninga og tvísköttunarsamninga og almennt uppbyggileg viðskiptasambönd við önnur ríki.

Þessu getum við náð fram okkur til hagsbóta og höfum raunar gert í mjög ríkum mæli.

Fá ríki eða ríkjasambönd njóta jafn þéttriðins fríverslunarnets og Ísland. Ríkin eru að nálgast 70 þar sem viðskiptahindrunum af ýmsu tagi hefur verið rutt úr vegi.

Lega okkar, náttúruauðlindir og uppbygging hagkerfisins gerir það hins vegar ekki eftirsóknarvert fyrir okkur að ganga í Evrópusambandið.

Þessu hefur meirihluti Íslendinga lengi verið sammála. Það liggur einfaldlega ljóst fyrir hvað felst í því að ganga í Evrópusambandið.

Skiptir þá engu hvort ná megi í samningum um hægari aðlögun að stofnanakerfi og regluverki sambandsins; kerfi og regluverki sem síðan kann að taka veigamiklum breytingum þegar við höfum bitið á agnið.

Staða Evrópusambandsins sjálfs er veik og það er hrjáð af innanmeinum.

Staða þess í samfélagi þjóðanna er að veikjast vegna hraðari uppbyggingar í öðrum heimsálfum.

Á um það bil einni öld hefur samanlögð landsframleiðsla stærstu ríkja núverandi Evrópusambands, Þýskalands, Bretlands og Frakklands, farið úr því að vera rúm 20% af framleiðslu heimsins niður í um 8%.

Ekkert bendir til annars en að áframhald verði á þessari þróun.

Upptaka evru hér á landi myndi leysa úr læðingi ný vandamál í stað þeirra gömlu.

Íslenska hagkerfið er örsmátt og opið fyrir utanaðkomandi sveiflum.

Við getum síður búist við langvarandi efnahagslegum stöðugleika en flestar aðrar þjóðir.

Við mætum ekki þessum vanda með því að gefa frá okkur möguleikann á að stjórna eigin peningamálum enda myndi það leiða til þess að sveiflur á vinnumarkaði tækju við af gengissveiflum.

Ekkert af þessu breytir því að Ísland er Evrópuland og á og mun eiga góð samskipti og viðskipti við ríki Evrópusambandsins.

Í umræðu um viðskipti við önnur ríki er rétt að nefna þó aðeins mikilvægi heimamarkaðarins og tollamál.

Landbúnaður er innlend framleiðsla á sama hátt og innlendur iðnaður og verslun.

Þar verða atvinnurekendur líka að sýna samfélagslega ábyrgð og sjá mikilvægi þess að standa vörð um innlenda framleiðslu rétt eins og verslunarmenn vilja standa vörð um innlenda verlsun.

Innan við 10% af landbúnaðarframleiðslu heimsins er seld yfir landamæri. 90% eru framleidd fyrir innanlandsmarkað.

Á Íslandi eru aðeins um 50% neyslunnar innlend framleiðsla.

Í stað þess að eyða kröftum í að lækka þetta hlutfall í 45% væri skynsamlegt fyrir atvinnulífiðið að taka þátt í að nýta þau tækifæri sem íslensk matvælaframleiðsla stendur frammi fyrir.

Ríkisstjórnin hefur verið reiðubúin til að semja um lækkun tolla en slíkt þarf að gerast í samningum við önnur ríki.

Ekkert land gefur eftir stöðu sína án þess að fá eitthvað á móti. Með því væri hagsmunum íslensks almennings varpað fyrir róða.

Það má líka minna á hversu fráleitt er að tala um að hér sé rekin einhvers konar einangrunarstefna í þessum málum.

Evrópusambandið leggur til dæmis tolla á um það bil tvöfalt fleiri vörutegundir en Ísland, og þar eru enn greiddir styrkir til að flytja út vörur sem ekki er þörf fyrir á heimamarkaði.

Á Íslandi hefur slíkt ekki verið gert í um 20 ár.

Staða okkar í samfélagi þjóðanna litast vissulega af fjármagnshöftunum. Þau voru ill nauðsyn á sínum tíma en við þurfum að minna okkur reglulega á skaðsemi þeirra.

Fjármagnshöftum verður þó ekki kennt um allt sem illa fer og heimsvæðing viðskipta og fjárfestinga getur ávallt orðið til þess að við, eins og aðrar þjóðir, sjáum á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi.

Bretland og Sviss hafa til dæmis haft mikið aðdráttarafl fyrir fyrirtæki, ekki hvað síst nýsköpunarfyrirtæki frá evrulöndunum.

Um leið sjáum við talsverðan áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi þessa dagana, nú síðast með fréttum af væntanlegri komu Costco verslanakeðjunnar.

Þrýstingur á að losa um höftin kemur ekki frá heimilunum því fæst þeirra finna fyrir þeim með beinum hætti í daglegu lífi.

Og þegar fjármagnshöft hafa verið við lýði í þetta langan tíma er hættan sú að okkur fari að líða vel í því skjóli sem þau veita.

Í kringum höftin verður til iðnaður fólks, hverra hæfileikar væru betur nýttir í virðisaukandi starfsemi, verð á mörkuðum bjagast og höftin rýra samkeppnishæfni þjóðarinnar.

Góðu fréttirnar eru að losun haftanna er í góðum farvegi.

 

 

 


Svíar setja vexti í mínus vegna evrukreppunnar

stefanIngvesStjórn Seðlabanka Svíþjóðar ákvað í morgun að lækka stýrivexti í mínus 0,1% til að örva efnahagslífið, fá fólk til að eyða meiru og koma verðbólgunni upp að tveimur prósentum, sem er markmið bankans. Ein af ástæðunumm fyrir þessu er hægagangurinn á evrusvæðinu sem aftur stafar meðal annars af misvæginu sem evrusamstarfið veldur en skýrasta afleiðing þess er kreppan í Grikklandi og erfiðleikar á jaðarsvæðum evrunnar. Útflutningur Svía til evrulandanna er talsverður.

Þetta kom fram hjá Stefan Ingves seðlabankastjóra í Svíþjóð í dag.

Á Íslandi fækkar þeim nú sem trúa því að evran hafi verið góður kostur fyrir ESB-ríkin. Enginn talar nú upphátt um að það geti verið gott fyrir Íslendinga að taka upp evruna.


Pólskir bændur og verkamenn mótmæla tilskipunum ESB

Viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum hafa gífurleg og neikvæð áhrif á afkomu bænda og verkamanna í Póllandi. Af þeim sökum hafa bændur efnt til fjöldamótmæla.

Vonast er til þess að ESB bregðist við með nýjum tilskipunum sem muni rétta hag bænda og verkamanna í Póllandi.

Valdakjarnin í Brussel sogar stöðugt til sín völd en eykur samt fremur á vandann en leysir hann.

RUV greinir svo frá:

 

Nokkur hundruð pólskir bændur gerðu í dag tilraun til að stöðva umferð á nokkrum helstu vegum sem liggja til höfuðborgarinnar, Varsjár, og kröfðust þess að ríkisstjórnin greiddi þeim skaðabætur vegna tjóns sem þeir hefðu orðið fyrir vegna viðskiptabanns Rússa á landbúnaðarafurðir frá löndum ESB.

Rússar hættu innflutningi á kjöti, ávöxtum og grænmeti, fiski og mjólkurafurðum frá Ástralíu, Kanada, Evrópusambandinu, Noregi og Bandaríkjunum í ágúst. Banninu var komið á í kjölfar viðskiptaþvingana sem Vesturlönd ákváðu að beita Rússa vegna aðildar þeirra að átökunum í Úrkaínu.

Bændurnir óku dráttarvélum sínum í halarófu út á vegina og lögðu þeim þar. Stjórnvöld í Póllandi hafa farið fram á að Evrópusambandið bæti bændum upp tjónið og vilja að sambandið greiði þeim 26 milljónir evra. Bændurnir vilja skaðabætur vegna verðfalls á mjólkurafurðum og svínakjöti og vegna tjóns af völdum friðaðra villisvína sem ráðist hafa á búfénað og eyðilagt uppskeru. Kílóverð á svínakjöti hefur fallið um fimmtíu prósent frá því bannið tók gildi. Fyrir viðskiptabannið fluttu Pólverjar sjö prósent af landbúnaðarafurðum sínum til Rússlans, 86% eru flutt til Evrópusambandslanda, og þá sérstaklega til Þýskalands.

Það slitnaði upp úr viðræðum bænda við stjórnvöld í morgun. Slawomir Izdebski, formaður bændasamtakanna OPZZ, hefur lýst því yfir að bændur muni grípa til aðgerða aftur í næstu viku, fáist ekki botn í málið. Námuverkamenn hafa hótað að mótmæla með þeim, en þeir eru ósáttir vegna ítrekaðra fjöldauppsagna námufyrirtækja. BronisÅ‚aw Komorowski, forseti, sagði kröfur bændanna óraunhæfar í ljósi þess að þegar hafi verið samið við Evrópusambandið um niðurgreiðslur vegna landbúnaðar. 


Juncker gerir stólpagrín að Grikkjum

Forystusauðir ESB eru innilokaðir í þeim fílabeinsturni sem pólitískar innmægðir í ESB-löndunum hafa skapað. Þeir skilja ekki vandamál aðildarríkja ESB og gera nú grín að Grikkjum sem eiga um sárt að binda, meðal annars vegna þess misvægis í efnahgasþróun sem evrusamstarfið hefur skapað.

Hvernig væri annars að við kölluðum hlutina í ESB réttum nöfnum? Sem sagt: Seðlabanki evrunnar en ekki Seðlabanki Evrópu. Þing ESB-ríkja en ekki Evrópuþing. ESB nær ekki yfir alla Evrópu og evran ekki heldur.


mbl.is Fyrsta árs nemi sem langar að gera hjartaaðgerð en kann það ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

60% landsmanna á móti inngöngu í ESB

Þessi könnun MMR sýnir að rétt um 60% landsmanna eru andvíg inngöngu í ESB ef eingöngu er miðað við þá sem taka afstöðu. Þessi könnun og aðrar sem birtar hafa verið að undanförnu sýna að stöðugur og góður meirihluti er fyrir því meðal landsmanna að halda Íslandi utan við þetta hrjáða bandalag.

Það er því rökrétt niðurstaða af þessu, af stefnu ríkisstjórnarinnar og af samþykktum þeirra flokka sem að ríkisstjórninni standa að draga hina ófullburða umsókn um innöngu í ESB til baka hið snarasta.


mbl.is Færri andvígir inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 499
  • Sl. viku: 2540
  • Frá upphafi: 1166300

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2177
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband