Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015
Sunnudagur, 3. maí 2015
Verkafólk tapar á ESB
Verkafólk hefur víða farið illa út úr aðild sinna landa að ESB. Atvinnuleysið hefur verið að meðaltali á bilinu 10-12 prósent í evru- og ESB-löndunum. Evrusvæðið stendur sig að jafnaði heldur verr en önnur lönd í ESB að þessu leyti. Ein af ástæðum þess að Samfylkingin hefur ekki náð því flugi sem stofnendur hennar vonuðust í upphafi er að hún misreiknaði það hvaða þýðingu ESB og evran hefur fyrir venjulegt verkafólk. Það tapar nefnilega að meðaltali mest á ESB og evrunni eins og sést í Grikklandi, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Írlandi, Eistlandi og víðar. Stjórnsýslu- og embættismannaelítan og ákveðnir hópar í kringum hana tapa minnst.
Forysta ASÍ hefur algjörlega misskilið hlutverk sitt og gert það að köllun sinni að þrýsta Íslendingum inn í ESB og evrusamstarfið. Þessi tengslalausa forysta hefur ekkert umboð til þess frá venjulegu verkafólki á Íslandi að tifa og tönnlast stöðugt á því að Ísland eigi að ganga í ESB og taka upp evru.
Í gær minnti hópur fólks í tengslum við Heimssýn, Nei við ESB, Herjan og Ísafold á að ekki er heppilegt fyrir Íslendingar að binda trúss sitt við ESB og evruna og tók þátt í fyrsta maí göngunni undir merkjum Nei við ESB.
Það var þörf áminning um það hvað er heppilegt og hvað ekki fyrir verkafólk á Íslandi.
Meðfylgjandi eru myndir sem voru teknar í göngunni og síðan af hluta af okkar fólki eftir gönguna:
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. maí 2015
Það er enn hörkuvetur í Grikklandi
Það hefur verið kuldalegt um að litast á evrusæðinu, efnahagslega séð. Álfan hefur búið við hið mikla sjúkdómseinkenni, verðhjöðnun, um nokkurt skeið. Heldur hefur hið efnahagslega hitastig þokast upp á við, eða úr mínus 0,1 og upp í núll frá mars til apríl. En það er með þetta eins og annað í efnahagsmálum og hagfræði. Meðaltalið segir aðeins hluta sögunnar. Þótt hið efnahagslega hitastig sé nú bærilegt í Þýskalandi og helstu nágrannalöngum þess er enn frostavetur á Spáni og í Grikklandi. Þar er um fjórðungur íbúa án átvinnu og um helmingur ungmenna er hvorki í skóla né vinnu.
Mbl.is greinir svo frá:
Verðbólga í 19 ríkjum evrusvæðisins mældist engin, eða 0%, en 0,1% verðhjöðnun mældist í mars. Helsta skýringin á verðhjöðnuninni undanfarna mánuði er lækkun á orkukostnaði.
Ljóst er að Seðlabanki Evrópu mun fagna þessum fréttum en í mars var gripið til viðamestu aðgerða sem bankinn hefur gripið til í peningastefnumálum.
Atvinnuleysi er áfram 11,3% en það mældist 11,7% fyrir ári síðan. Afar mismunandi er eftir evruríkjunum hversu hátt hlutfall íbúanna er án atvinnu. Í Þýskalandi mælist atvinnuleysið 4,7% á meðan það er 25,7% í Grikklandi. Um helmingur ungmenna í Grikklandi og Spáni eru án atvinnu.
Verðhjöðnun að baki á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. maí 2015
Össur gengur í Nei við ESB
Það er alltaf skemmtilegt þegar nýir félagar ganga til liðs við okkur í Heimssýn og Nei við ESB. Ekki er verra að geta flaggað jafn miklum höfðingjum og Össuri Skarphéðinssyni, jafnvel þótt það sé í skamma stund.
Þessi mesti kratahöfðingi vorra tíma hér á landi lagði okkur lið við gerð hinna skemmtilegu myndbanda, sem góðir liðsmenn okkar hafa unnið á síðustu dögum og vikum, og gekk í mynd með okkur.
Til að gæta sanngirni gagnvart Össuri skal þó tekið fram að hann yfirgaf sviðsmyndina eftir stutta viðdvöl. Össur er lengst til hægri á myndinni en það er okkar góða liðskona og ritari Heimssýnar, Halldóra Hjaltadóttir sem er í viðtali.
Sjá nánar hér:
https://www.facebook.com/177477475637222/photos/pcb.938690812849214/938688306182798/?type=1&theater
Og svo er viðtalið við Halldóru aðgengilegt hér:
https://www.youtube.com/watch?v=9VefV1bycDM
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 1. maí 2015
Lítið eftirlit með sjóðasukkinu í ESB
Flestum er kunnugt um að endurskoðendur og eftirlitsmenn hafa í áravís gert mjöl alvarlegar athugasemdir við reikninga Evrópusambandsins, reyndar svo alvarlegar að reikningarnir hafa ekki verið undirritaður. Nú neita þingmenn ESB að samþykkja reglur um skoðun á meðferð þeirra á styrkjum til þeirra sem nema um sjö milljónum króna á ári og eiga að mæta ýmsum skrifstofu- og ferðakostnaði.
Sænsku vefurinn Europaportalen greinir frá þessu og segir jafnframt að ESB-þingmenn Svía hafi allir stutt breytingar á vinnureglum sem hefðu falið í sér aukið eftirlit. Meirihlutinn á ESB-þinginu kom hins vegar í veg fyrir að reglur um rannsókn og aukið eftirlit yrðu samþykktar. Það er því ekkert vitað hvernig þessum fjármununum er varið.
Stjórnmálamenn og embættismenn í ESB hafa ekki þurft að kvarta yfir þeim launum og styrkjum sem þeir fá. Per G. Gyllenhammar, fyrrverandi forstjóri Volvo, segir í nýlegri bók að það séu aldrei bestu eða þekktustu stjórnmálamennirnir hverju sinni sem veljist til forystu og hæstu embætta í ESB. Slíkt fólk veljist til forystu í sínum heimalöndum. En þetta annars- og þriðjaflokks stjórnmála- og embættismannalið í ESB þarf þó ekki að kvarta yfir kjörunum. Launin eru á bilinu sem svarar einni og hálfri milljón króna og upp í fjórar milljónir króna á mánuði, auk kostnaðarstyrkja fyrir álíka fjárhæðir án þess að fullnægjandi eftirlit sé með notkun þeirra skattpeninga.
ESB sér vel um toppana á meðan almenningur í mörgum löndum býr við hrikalegt og langvarandi atvinnuleysi.
Hér má sjá yfirlit yfr laun embættis- og stjórnmálamanna í ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 228
- Sl. sólarhring: 359
- Sl. viku: 2637
- Frá upphafi: 1166011
Annað
- Innlit í dag: 184
- Innlit sl. viku: 2275
- Gestir í dag: 175
- IP-tölur í dag: 175
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar