Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015
Sunnudagur, 10. maí 2015
Efnahagsstjóri ESB vill sameiginleg ríkisfjármál fyrir evrulöndin
Framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldmiðilsmála hjá Evrópusambandinu, Pierre Moscovici, telur að evrulöndin verði að sameinast um sameiginleg ríkisfjármál, að minnsta kosti að talsverðu marki, eftir því sem fram kemur í nýlegu viðtali Reuters við hann.
Þetta er ekki ný hugmynd. Áður en evran var tekin upp vöruðu fjölmargir við því að hún myndi aldrei standast til lengdar án sameiginlegra ríkisfjármála evrulandanna. Það er þó enn mikil andstaða við það að færa ríkisfjármála- og skattavaldið í auknum mæli til Brussel. Ýmsir sjá auk þess ýmsa erfiðleika á því að sum ESB-ríkin, evruríkin, hafi sameiginleg ríkisfjármál en önnur ekki.
Pierre Moscovici er félagi í franska sósíalistaflokknum og hefur gegnt embætti fjármálaráðherra og Evrópumálaráðherra í Frakklandi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 9. maí 2015
Svíar voru aldeilis plataðir, segir Erna Bjarnadóttir
Svíum var talin trú um fyrir aðild að ESB að gæðaframleiðsla þeirra á landbúnaðarvörum myndi aldelis verða ofan á í samkeppni við ódýra ruslið úr austri og suðri. Annað hefur nú komið á daginn. Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir hér í viðtali að hið sama myndi gerast hér á landi við aðild að ESB. Landbúnaðurinn yrði fyrir gífurlegu höggi.
Þá segir hún að regluverk ESB sé fyrst og fremst miðað við stóru iðnaðarlöndin í sambandinu og þær henti illa lítilli þjóð í norðri sem eigi hagsmuna að gæta fyrst og fremst á norðurslóðum. Best sé að Íslendingar sjálfir séu í forsvari í baráttu fyrir þeim hagsmunum en ekki embættismenn í Brussel sem þurfi að taka tillit til hagsmuna stórþjóðanna.
Sjá hér viðtalið við Ernu: Svíar voru plataðir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 8. maí 2015
Gunnlaugur Jónsson segir ESB eina stóra kommúnu
Valdi er stöðugt þjappað saman í ESB og þegar á móti blæs er lausnin, eins og í evrusamstarfinu, að þjappa valdi enn meira saman. Þetta segir Gunnlaugur Jónsson verkfræðingur vera afleita aðferð sem kemur í veg fyrir upplýsingamiðlun og lýðræði. Óljóst sé hver eigi að taka ábyrgð eða standa reikningsskil gerða sinna. Það sé betra að dreifa valdi og hafa það gegnsærra hver beri ábyrgð svo hægt sé að skipta um þá sem fara með valdið.
ESB sé eins og ein stór kommúna með risavöxnu og oft illskiljanlegu lagabákni fyrir venjulegt fólk. Þá sé betra að fylgja hinu fornkveðna um að garður sé granna sættir.
Sjón er sögu ríkari - sjá hér viðtal við Gunnlaug Jónsson: ESB er ein stór kommúna.
Fimmtudagur, 7. maí 2015
Halldóra Hjaltadóttir neitar að greiða ESB 14 milljarða á ári
Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn aðild Íslands að ESB, vill ekki að Ísland gerist aðili að ESB vegna þess að þá tapa Íslendingar formlegum yfirráðum yfir auðlindum, lög ESB verða íslenskum lögum og stjórnarskrá æðri og við þyrftum að greiða ESB nettó sem svarar 14 milljörðum króna á ári.
Sjón er sögu ríkari:
Viðtal við Halldóru Hjaltadóttur,formann Ísafoldar.
Fimmtudagur, 7. maí 2015
Enn er litið á Ísland sem umsóknarríki
Styrmir Gunnarsson fjallar um það á bloggsíðu sinni nýverið að enn sé litið á Ísland sem umsóknarríki hjá Evrópusambandinu.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út nýja spá um hagþróun í einstökum aðildarríkjum á þessu ári sem nefnist European Economic Forecast-Spring 2015. Spá þessi nær líka til ríkja sem sótt hafa um aðild að ESB og í þeim hópi er Ísland að því er fram kemur í þessari skýrslu.
Kaflinn um Ísland er nr. 30 og er á bls 126 í skýrslunni.
Þar segir að efirspurn heima fyrir hafi verið helzti drifkraftur íslenzka hagkerfisins á síðasta ári. Því er spáð að verðbólga muni aukast í náinni framtíð.
Sú staðreynd að fjallað er um Ísland sem umsóknarríki í nýrri skýrslu ESB tæpum tveimur mánuðum eftir að utanríkisráðherra sendi bréf sitt til Brussel bendir til þess að ekkert mark hafi verið tekið á því bréfi enn sem komið er.
Miðvikudagur, 6. maí 2015
Erpur segir ESB gamaldags nýlenduveldabandalag
Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson lýsir Evrópusambandinu í meðfylgjandi viðtali sem gamaldags nýlenduveldabandalagi sem hefur lokað sinn inni í tollamúrum.
Sjón er sögunni ríkari:
https://www.youtube.com/watch?v=I0YH4rMPQLA
Miðvikudagur, 6. maí 2015
Fullveldissjóður Bjarna Ben styrkir krónuna
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill stofna sérstakan orkuauðlindasjóð, svokallaðan fullveldissjóð, sem allar arðgreiðslur frá Landsvirkjun og öðrum orkufyrirtækjum eiga að renna í. Sjóðurinn á að vera varasjóður til þess að tryggja stöðugleika og jafna út efnahagssveiflur.
Þetta kom fram í ræðu hans á ársfundi Landsvirkjunar í gær.
Þessi fullveldissjóður Bjarna Ben kæmi á stöðugleika í efnahagslífi landsmanna og gæti þar með stuðlað að stöðugra gengi krónunnar.
Fullveldissjóður Bjarna myndi þannig styrkja enn frekar krónuna sem gjaldmiðil okkar til framtíðar.
Bjarni vill stofna varasjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 5. maí 2015
Heimssýn fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands
Stjórnarmenn úr Heimssýn undir forystu Jóns Bjarnasonar, formanns Heimssýnar áttu fund með forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, mánudaginn 27. apríl síðastliðinn. Á fundinum var rætt um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, þróun umsóknarferils, lærdómana sem draga má af viðræðum í opinberri heimsókn forseta til Frakklands og Þýskalands árið 2013 sem og líklega afstöðu Evrópusambandsins á komandi árum í ljósi atburðarásar undarfarinna ára og innri stöðu sambandsins og afstöðu einstakra ríkja, bæði nú, á undanförnum árum sem og í framtíðinni.
Að sögn Jóns Bjarnasonar, formanns Heimssýnar, var fundurinn mjög upplýsandi og gagnlegur fyrir samtökin.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 4. maí 2015
Norðmenn vilja losna við EES-samninginn
Norðmenn vilja margir hverjir losna við EES-samninginn. Þetta kom fram í Spegli Ríkisútvarpsins rétt í þessu. Þar var greint frá baráttumálum Norðmanna á fyrsta maí og var ein krafan sú að Norðmenn losuðu sig undan EES-samningnum.
Um þetta sagði Arnar Páll Hauksson, þáttagerðarmaður RUV:
Nei við EES
Í göngunni í Stavanger voru þó nokkur kröfuspjöld um að Noregur segi upp EES samningnum sem Ísland er líka aðili að. Krafan er að hætta í EES og gera þess í stað viðskiptasamninga við Evrópusambandið. Leif Olsen formaður samtakanna Nei til EU í Stavagner sem segja á að séu systursamtök Heimssýnar hér heima sem berst gegn aðild að ESB. Hann segir að í gegnum EES samninginn hafi Noregur neyðst til að taka upp ýmsar tilskipanir frá Evrópusambandinu þó að Normenn hafi í tvígang í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað aðild að sambandinu. EES samningurinn hafi í raun leitt til laumuaðildar að ESB. Þetta komi víða fram og tilskipanir sem gangi þvert á reglur sem gilda á norskum vinnumarkaði. Hann segir að þegar hafi þrjú sambönd innan Alþýðusambandsins krafist þess að Noregur segi sig frá EES samningnum. Hann telur að krafan eigi fylgi að fagna. Tilskipanir frá ESB hafi meðal annars leitt til þess að erlendir starfsmenn fái ekki greidd laun samkvæmt norskum kjarasamningum.
Leif segist gera sér grein fyrir því að ef Noregur segi upp EES samningnum þýði það endalok samningsins. Evrópusambandið muni eftir sem áður halda áfam viðskiptum við Noreg því sambandið þurfi á norskri framleiðslu að halda. En þá geti Norðmenn samið við Evrópusambandið á jafnréttisgrundvelli svipað og Svisslendingar geri. Hann segist líka gera sér grein fyrir því að ef Norðmenn hætti í EES verði engin samningur lengur fyrir Ísland. Hins vegar geti Íslendingar auðveldlega gert samninga við ESB því eftirspurn eftir fiski verði áfram í Evrópusambandslöndunum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. maí 2015
Þorir ESB og ESB-sinnar í raunverulega þjóðaratkvæðagreiðslu?
ESB og ESB-sinnar þora varla i raunverulega þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og evruna. Ekki á Íslandi sumarið 2009. ESB-aðildarsinnar voru á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. ESB-sinnar í Bretlandi, þeir hörðustu eins og breskir kratar, eru alveg á móti því að breska þjóðin fái að kjósa um veruna í ESB. Lista yfir aðildarsinna af ýmsu tagi og í ýmsum löndum sem helst vilja láta stjórnmála- og embættismanna-elítu ráða ferð inn í og innan ESB mætti lengja talsvert.
Grikkir eru búnir að koma sér í svo mikil vandræði með hjálp ESB og evrunnar að þeir komast trauðla úr hinni erfiðu stöðu sinni án hjálpar. Vissulega gætu þeir bjargað sér sjálfir en þá með gífurlegum efnahagsskruðningum. Þess vegna er líklegt að á þessari stundu myndu þeir kjósa með áframhaldandi sambúð við evrusvæðið.
En líklega fáum við aldrei að vita um það því ESB og ESB-sinnar þora varla í atvæðagreiðslu þarna nú fremur en árið 2011.
Vill þjóðaratkvæði um evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 153
- Sl. sólarhring: 331
- Sl. viku: 2562
- Frá upphafi: 1165936
Annað
- Innlit í dag: 127
- Innlit sl. viku: 2218
- Gestir í dag: 123
- IP-tölur í dag: 123
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar