Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

Der Spiegel segir framtíð ESB í húfi

Þýska blaðið Der Spiegel segir að kanslari Þýskalands standi frammi fyrir því verkefni að bjarga Evrópusambandinu, hvorki meira né minna.

Finnar vilja ekki veita Grikkjum meiri aðstoð. Fjármálaráðherra Þýskalands, sem heimtaði nýjar tillögur frá Grikkjum, segir nú þegar þeir koma með tillögurnar nýju að Grikkjum sé ekki treystandi! Fundur leiðtoga ESB um málið var boðaður í dag en svo afboðaður með nánast engum fyrirvara. Þjóðverjar eru sagðir vera með plan um að henda Grikkjum út úr evrusamstarfinu í 5 ár.

Á sama tíma eykst eymdin í Grikklandi.

Eru það ýkjur að segja að nú sé allt í uppnámi í Brussel?


mbl.is Allt á suðupunkti í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá ekki næst að loka Evrópustofu?

Svo virðist samkvæmt þessari frétt að stofnanir í Evrópusambandsbákninu séu smám saman að færa Ísland úr stöðu umsóknarríkis. Áþreifanlegt skref í þá átt hlýtur að vera að loka Evrópustofu, áróðursskrifstofu fyrir aðild Íslands að ESB.

Sjá hér einnig blogg Jóns Bjarnasonar: Sigmundur Davíð - Tusk og Evrópustofa.


mbl.is Breytt Ísland á kortum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgun Grikklands miðar að björgun evrunnar

Björgunaraðgerðir í Grikklandi munu miða að því að bjarga evrunni. Hagur grísku þjóðarinnar er þar aukaatriði.

Aðalmarkmiðið er nú það að koma í veg fyrir þær hörmungar sem evran getur komið Evrópu í. Evrópa er greinilega ekki hagkvæmt myntsvæði.

En enn vilja Árni Páll og Guðmundur Steingríms taka upp evru og enn vilja Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur Sigfússon undirbúa upptöku evru með því að klára aðlögunarviðræður við ESB.

Hvenær mun þetta fólk átta sig á villu síns vegar?

 


mbl.is Vilja forðast sundrung Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS tekur völdin af ESB í Grikklandsmálinu

Svo virðist af þessari frétt sem AGS sé að taka völdin af ESB í Grikklandsmálinu. Evrópusambandið hefur farið fram af mikilli hörku gegn Grikkjum. Nú er meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum nóg boðið.

Í þessari frétt á visir.is segir:

Grísk stjórnvöld munu leggja til að skuldir gríska ríkisins verði lækkaðar um 30 prósent á neyðarfundi leiðtoga evruríkjanna í dag. Þetta sagði Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikklands, við BBC í gær.

Tillagan er sögð í samræmi við skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf út í síðustu viku þar sem fram kom að skuldahlutfall gríska ríkisins væri orðið ósjálfbært. Lána þyrfti Grikkjum 60 milljarða evra til viðbótar á næstu árum. Skuldir gríska ríkisins eru yfir 310 milljarðar evra eða sem nemur um 177 prósentum af landsframleiðslu.

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, sagði að stofnunin væri tilbúin að veita Grikkjum hjálp óskuðu þeir þess.


Sigur grísku þjóðarinnar - ósigur ESB

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi í gær er sigur grísku þjóðarinnar gegn óbilgjörnum kröfum lánardrottna og þá ekki síst ESB. AGS hafði þegar viðurkennt að Grikkir myndu ekki geta staðið undir þeim ókjörum sem á þá voru lögð. 

En valdaöflin í ESB heimta eitthvað fyrir sinn snúð. Þau telja sig þurfa að geta sagt að þau hafi náð einhverju fram áður en þau halda áfram að semja við Grikki. Þess vegja heimtar ESB að Varoufakis, hinn skeleggi fjármálaráðherra Grikkja, fari frá - svona svipað og ESB hefur sjálfsagt gert í öðrum tilvikum sem standa okkur nær.

 


mbl.is Óttast ekki áhrif á önnur evruríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi kosningar í Grikklandi

Þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í dag um aðhaldsaðgerðir að kröfu EBS eru spennandi. Úrslit eru tvísýn og niðurstaðan getur orðið afdrifarík á hvorn veginn sem hún verður. Hún getur orðið afdrifarík fyrir líf grísku ríkisstjórnarinnar en hún getur jafnframt orðið afdrifarík fyrir þróun efnahagsmála í Grikklandi. Þá geta kosningarnar haft áhrif á þróun efnahagsmála á evrusvæðinu til skamms tíma og jafnvel til lengri tíma. 

Þetta eru því ákaflega spennandi kosningar.

Niðurstaða þeirra breytir því þó ekki að það mun taka Grikki langan tíma að komast upp úr þeirri efnahags- og skuldakreppu sem þeir hafa komist í, meðal annars með hjálp evrunnar.

Það mun taka Grikki langan tíma að jafna sig hvernig sem fer í dag.


mbl.is Grikkir greiða atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tala AGS og ESB ekki saman um Grikkland?

Þessi frétt ber með sér að upplýsingamiðlun á milli AGS og ESB sé ekki mjög skilvirk. Það getur ekki verið að sérfræðingar og stjórnendur AGS séu fyrst núna að átta sig á því að Grikkir geti ekki staðið undir þeim skuldakröfum sem þríeykið, ESB, AGS og ECB, hafa slengt á gríska þjóð.

AGS segir núna, á elleftu stundu, að Grikkir geti ekki staðið undir skuldbindingunum og segir að það þurfi að lengja í lánum og fella eitthvað af þeim niður. 

Hvers konar stjórnsýsla er þetta af hálfu þessara stofnana? Gögn um skuldir Grikkja hafa legið fyrir í langan tíma. Þorir AGS ekki að malda í móinn við ESB fyrr en í algjört óefni er komið?


mbl.is AGS kallar eftir skuldaniðurfellingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB misnotar gríska lýðræðið

Forkólfar ESB hafa tekið lýðræðislegan rétt af Grikkjum. Forystumenn ESB gefa sig nú af öllu afli inn í kosningabaráttu um nauðungasamningana sem ESB er að þvinga upp á Grikki.

ESB hefur forystumenn helstu stórríkja álfunnar á bak við sig og þeir hafa greiðan aðgang að öllum helstu fjölmiðlum álfunnar. Gríska þjóðin er því á milli steins og sleggju. Sleggjan eru hótanir ESB og steinninn er hinn þungbæri efnahagslegi veruleiki sem evran hefur komið Grikkjum í.

Þessar hörmungar sem gríska þjóðn býr nú við hefur valdið því að heldur hafa þeir hægt um sig sem helst hafa haldið því fram að Ísland ætti að ganga í ESB og taka upp evruna. Þeir aðilar hafa nánast hlaupið í felur. 

Samt hafa nú ekki allir látið af ESB- og evrutrúnni. 

Ennþá undarlegra er að flokkur eins og VG skuli krefjast þess að Ísland klári viðræður um aðild að ESB í ljósi þess hvernig ESB er að fara með Grikki.

Íslenskum stjórnvöldum ber skilyrðislaus skylda til að afturkalla refjalaust umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið og fá staðfesta kvittun um það frá Juncker og Merkel um að hún hafi verið send til baka.

Þeir einstaklingar og íslensk stjórnmálasamtök sem enn flytja tillögur á alþingi um áframhald beiðni um inngöngu í ESB ættu snarast að sjá að sér og biðjast afsökunar.


mbl.is „Nei“ skilar ekki betri niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Bjarnason: Styðjum frjálst Grikkland

jon_bjarnason_1198010Það er full ástæða til að lýsa yfir fullum stuðningi við grísku þjóðina í baráttu hennar fyrir lýðræðislegu og efnahagslegu sjálfstæði. Jafnframt er ástæða til að fordæma einstæða hörku, hroka og yfirgang sem Evrópusambandið hefur sýnt Grikkjum. Það er því ekki undarlegt að grísk stjórnvöld hafa haft áform um að skjóta afarkostum Evrópusambandsins til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þau viðbrögð eru sambærileg því þegar íslenska þjóðin ákvað að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave samningana sem gerðir voru í skugga ESB-umsóknarinnar árið 2009. 

Það er með ólíkindum að til séu þeir aðilar á Íslandi sem vilja enn halda til streitu umsókn og inngöngu í Evrópusambandið sem beitir aðildarríki sín slíkum afarkostum og Grikkland stendur nú frammi fyrir.

Heimssýn hefur ítrekað krafist þess að umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði afdráttarlaust afturkölluð og áróðursmiðstöð Evrópusambandsins hér á landi, Evrópustofu, verði lokað.

Íslensk stjórnvöld eiga að bjóða Grikkjum alla þá aðstoð sem þau mögulega geta veitt, bæði pólitískt og efnahagslega.

Verum minnug þess þegar sömu aðilar beittu Íslendinga afarkostum og hótuðu einangrun og beittu okkur hryðjuverkalögum í hruni fjármalakerfisins á Íslandi haustið 2008.
 
Stöndum með Grikkjum í sjálfstæðisbaráttu þeirra.

Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum.

 


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 172
  • Sl. viku: 966
  • Frá upphafi: 1117889

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 858
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband