Samábyrgð ESB
Fráleitt væri að halda því fram að Grikkir beri enga ábyrgð á óförum sínum. ... Ábyrgðin liggur þó víðar. Þjóðverjum, Frökkum og öðrum forustuþjóðum ESB bar að bregðast við óskum grískra kjósenda um hraðferð inn í meginstraum evrópskra stjórnmála með því að veita grískum stjórnvöldum aðhald. ... ESB hefði með lagni átt að beina Grikklandi inn á rétta braut en gerði það ekki. ... En ESB á að geta haft fleiri bolta en einn á lofti í einu. Þarna brást Þjóðverjum og Frökkum bogalistin. Við bættist að ESB sá ekkert athugavert við ótæpilegar lánveitingar þýzkra og franskra banka til Grikklands eins og enginn væri morgundagurinn. ESB svaf á verðinum ... Alvarlegasta skyssa Þjóðverja var þó sú að þýzka stjórnin tók forustu fyrir þríeyki ESB, AGS og Seðlabanka Evrópu í samningum við Grikkland um lausn á skuldavanda landsins og beitti mikilli hörku. AGS varaði við afleiðingum of mikils niðurskurðar í ríkisfjármálum úr því að ekki var hægt að bregðast við niðurskurðinum með vaxtalækkun til mótvægis þar eð Grikkland er evruland, en Þjóðverjar féllust ekki á röksemdir sjóðsins. .....