Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2016

Elsti banki í heimi veldur titringi í evrulöndunum

Elsti banki í heimi, ítalski bankinn Monte dei Paschi, veldur nú titringi á evrusvæðinu. Seðlabanki Evrópu hefur neitað bankanum um frekari frest til þess að afla fjármagns til að tryggja áframhaldandi starfsemi bankans. Staða og áhrif bankans er enn ein birtingarmynd vandræðanna í fjármálum á evrusvæðinu.

Sjá nánar hér:

Viðskiptablaðið 12. desember 2016.

The Guardian 9. desember 2016.

BBC 5. desember 2016

Forbes.com 9. desember 2016.

Forbes.com 10. desember 2016.

 

 

 

 


Ítalir valda titringi í evruhópnum

italianflagEnn á ný hriktir í stoðum ESB. Evrukreppan hefur varað í næstum áratug og nú vill einn helsti stjórnmálaflokkurinn á Ítalíu að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla þar í land um það hvort Ítalir eigi að taka upp eigin gjaldmiðil.

Mbl.is greinir svo frá:

Fimm stjörnu hreyf­ing­in á Ítal­íu vill að fram fari þjóðar­at­kvæði þar í landi um evr­una. Flokk­ur­inn er helsti stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur­inn á Ítal­íu og var fremst í flokki þeirra sem börðust gegn breyt­ing­um á stjórn­skip­un lands­ins í ný­af­staðinni þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Breyt­ing­un­um var hafnað sem varð til þess að Matteo Renzi for­sæt­is­ráðherra sagði af sér.

Hugs­an­legt er að Fimm stjörnu hreyf­ing­in eigi eft­ir að taka sæti í næstu rík­is­stjórn Ítal­íu. Haft er eft­ir Al­ess­andro Di Batt­i­sta, ein­um að leiðtog­um flokks­ins, í ít­alska dag­blaðinu La Repubblica í gær að þar á bæ sé vilji til þess að leggja það í dóm þjóðar­inn­ar hvort hætt verði að nota evr­una og sjálf­stæður ít­alsk­ur gjald­miðill tek­inn upp í staðinn á nýj­an leik. 


mbl.is Vilja þjóðaratkvæði um evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RUV segir ekki frá BREXIT-samþykkt þingsins?

Athygli hefur verið vakin á því að Ríkisútvarpið hefur ekki sagt frá þeirri samþykkt stórs meirihluta neðri deildar breska þingsins, með 461 atkvæði gegn 89, að virkja grein 50 í Lissabon-sáttmála ESB þannig að hægt verið að hefja útgöngu Breta.

Sé þetta misskilningur skal hann leiðréttur - en hefur annars nokkur séð eða heyrt þessa frétt hjá RUV nokkurs staðar?

  


Grikkir mótmæla álögum ESB

grikklandÞúsundir grískra launþega tóku í dag þátt í mótmælum gegn kjaraskerðingum, sem þing landsins afgreiðir á sunnudaginn kemur að kröfu lánardrottna landsins, sem eru fyrst og fremst ESB og ýmsar stofnanir þess og aðildarríki. Að sögn lögreglunnar mótmæltu fimmtán þúsund manns í höfuðborginni Aþenu og fimm þúsund í Þessalóníku.

Opinberir starfsmenn, starfsfólk í bönkum og fleiri starfstéttir eru í verkfalli í einn sólarhring til að mótmæla því að laun verða lækkuð og skattar hækkaðir að kröfu lánardrottna gríska ríksins. Áætlað er að með hækkuðum sköttum aukist tekjur ríkissjóðs um einn milljarð evra eða svo. Hækka á skatta af bílum, eldsneyti, tóbaki, kaffi og bjór svo nokkuð sé nefnt. Áformað er að lækka laun, eftirlaun og greiðslur til bótaþega um 5,7 milljarða evra.

Stéttarfélög í Grikklandi hafa einnig mótmælt því að til standi að auka tekjur ríkissjóðs um tvær milljónir evra með því að selja ríkisfyrirtæki, þar á meðal flugvelli á landsbyggðinni.

Þetta hafa Grikkir upp úr því að gerast aðilar ESB og evrusvæðinu.


Rothögg fyrir breska Brexit-andstæðinga

Andstæðingar Brexit vonuðu sumir að breska þingið myndi stöðva útgönguferli Breta - og lögðu því fram kæru til dómstóla. Undirréttur úrskurðaði að breska þingið yrði að taka málið fyrir. Hæstiréttur ætlar að taka málið fyrir. Nú hefur breska þingið samþykkt með 461 atkvæði gegn 89 að virkja grein 50 í Lissabon-sáttmála ESB þannig að hægt verði að hefja útgöngu Breta.

Með þessu hefur Theresa May, forsætisráðherra Breta, sigrað andstæðinga Brexit á tæknilegu rothöggi.


mbl.is Breska þingið samþykkti Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugtakaruglingur á Ríkisútvarpinu

Þorvaldur Friðriksson fréttamaður sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins rétt í þessu að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Ítalíu í gær um stjórnarskrárbreytingar væri túlkuð sem áfall fyrir Evrópusinna í landinu. Þessi orðanotkun er ónákvæm og er í raun áróðursbragð þeirra sem aðhyllast aðild Íslands að ESB. Það er jafn fjarri lagi í þessu samhengi að tala um Ítala sem Evrópusinna og það að tala um íbúa Reykjavíkur sem Íslandssinna. Ísland er þar sem það er og Reykvíkingar eru hluti af því á sama hátt og Ítalía er og verður hluti af Evrópu. Það sem verið er að vísa til snýst ekki um Evrópu heldur um Evrópusambandið. Það er allt annað. Á sama hátt er rétt að tala um ESB-þingið en ekki Evrópuþingið. 


Andstæðingar Evrópusambandsins sigra á Ítalíu

italianflagNiðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrárbreytingar á Ítalíu í dag staðfesta meðal annars hina miklu óánægju sem er meðal Ítala um þá þróun sem hefur orðið á Evrópusambandinu. Breytingarnar voru ESB að skapi en ítalska þjóðin hafnaði þeim. Renzi forsætisráðherra hefur staðfest að hann muni segja af sér. Búast má við einhverjum titringi í stjórnmálum og efnahagsmálum í ESB-löndunum vegna þessa.


mbl.is Renzi mun segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt frá fullveldishátíð Heimssýnar

FullvmyndFullveldishátíð Heimssýnar var haldin 1. desember síðastliðinn í húsakynnum Heimssýnar, Ármúla 4-6 í Reykjavík. Dagskrá var fjölbreytt. Ávörp fluttu Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar og Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar, hátíðarræðu fultti Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, hljómsveitin Reggí Óðins flutti nokkur lög og Sigurður Alfonsson harmonikkuleikari lék ljúfa tóna. Kynnir var Þollý Rósmundsdóttir.

Á myndinni eru flestir þeir sem fram komu á fullveldishátíðinni. Talið frá vinstri: Haraldur Ólafsson, Halldóra Hjaltadóttir, Þollý Rósmundsdóttir, Reggí Óðinsdóttir og Jón Bjarnason. Á myndina vantar Sigurð Alfonsson og svo aðra meðlimi í hljómsveit Reggí Óðins.

Ávörp sem flutt voru verða birt hér von bráðar.


Íslenskir ESB-aðildarsinnar óttaslegnir

Íslenskir ESB-aðildarsinnar eru þessa dagana logandi hræddir við að dagar sambandsins séu senn taldir. Nú er það þeirra trú að það eitt geti orðið ESB til bjargar að óttinn við Trump og Pútin vaxi svo að fölnandi leifarnar í ESB þjappi sér saman.


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 128
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 2537
  • Frá upphafi: 1165911

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 108

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband