Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018
Sunnudagur, 22. júlí 2018
ESB-reglur ógn við landbúnað í Svíþjóð
Sænska sjónvarpið, SVT, greindi frá því í gær í frétt að verði orðið við kröfum ESB um að landamæraeftirlit með dýrainnflutningi verði fellt niður gæti það ógnað heilbrigði dýra í Svíþjóð. Ástæðan er meðal annars sú að í Svíþjóð er notkun á sýklalyfjum fyrir dýr í landbúnaði aðeins brot af því sem almennt gerist í ESB-löndunum og verði landamæraeftirlit lagt niður, eins og ESB krefst, sé veruleg hætta á að dýr í Svíþjóð sýkist í auknum mæli af ýmsum smitandi og hættulegum sjúkdómum. Því yrði jafnframt viðbúið að auka yrði verulega notkun á sýklalyfjum í landbúnaði í Svíþjóð.
Samtök bænda hafa brugðist við þessu og vilja ekki að verslunarfrelsi ESB fái með þessum hætti að ógna heilbrigði í sænskum landbúnaði. Åsa Odell, varaformaður samtaka bænda, segir að það sé engin þörf á því að fylgja reglum ESB í einu og öllu í þessum efnum. Hagsmunir Svía og heilsa dýra ætti að ganga fyrir í þessum efnum. Hættan vofir einkum yfir nautgripum og sauðfé, sem gætu smitast í auknum mæli af lungnasjúkdómum og svín gætu orðið í auknum mæli fyrir barðinu á æslunarfæris- og lungnasjúkdómum (PRRS). Þessir sjúkdómar eru mjög smitandi og oft lífshættulegir.
Rétt er að hafa í huga að á Íslandi er enn minna notað af sýklalyfjum en í Svíþjóð. Því vaknar spurningin hvort þær reglur sem Svíar þurfa nú væntanlega að beygja sig undir muni einnig ná til Íslands?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. júlí 2018
Jarðakaup útlendinga eftir aldarfjórðung í EES
Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur ritar grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag um ofangreint efni. Í greininni fer hann yfir það hvernig EES-samningurinn hefur opnað aðgang erlendra aðila að jarðnæði á Íslandi og hann hvetur til þess að undirstaðan fyrir sjálfbæra nýtingu og íslenskan umráðarétt verði styrkt. Greinin í Morgunblaðinu er endurbirt hér:
Jarðakaup útlendinga eftir aldarfjórðung í EES
EES-samningurinn og vettlingatök stjórnvalda
Það ferli sem hér er komið á fullt skrið víða um land á rætur í EES-samningnum og háskalegum vettlingatökum íslenskra stjórnvalda við gerð hans. Í opnu bréfi til Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra sem birtist í Tímanum 1. febrúar 1991 vakti ég athygli á hvert stefndi þvert á yfirlýsingar hans við upphaf málsins 1989. Í svargrein hans í sama blaði viku síðar vísaði Steingrímur í forkaupsrétt sveitarfélaga og bætti við: Allt slíkt er gert ráð fyrir að herða. Eignarhald erlendra aðila á landi, sem ekki er nauðsynlegt vegna atvinnureksturs, verður ekki leyft. Eftir stjórnarskiptin 1991 var fallið frá flestum fyrirvörum við samninginn af Íslands hálfu og vísað til væntanlegra ákvæða í fjárfestinga-, fasteigna-, jarða- og ábúðarlögum, sem sett voru síðar á árabilinu 1996-2004. Þegar til kastanna kom reyndust þau haldlítil eða haldlaus, enda þar að margra mati gengið lengra í að opna fyrir fjárfestingar útlendinga en EES-rétturinn krafðist. Á 140. löggjafarþingi 2011-2012 flutti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi (329. mál). Í ítarlegri greinargerð rakti hún lið fyrir lið undanhald og hyskni stjórnvalda, meirihluta Alþingis og ríkisstjórna, við að gæta íslenskra hagsmuna á þessu sviði um langt skeið. Vinstri grænir endurfluttu tillöguna þrívegis óbreytta, síðast Svandís Svavarsdóttir ásamt fleirum vorið 2017, en sem fyrr án teljandi viðbragða frá öðrum þingflokkum. Það er loks nú að ýmsum öðrum á Alþingi og í sveitarstjórnum virðist orðin ljós alvara málsins.Fótfesta í stjórnarsáttmála
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir undir liðnum byggðamál eftirfarandi: Kannaðar verða leiðir til að setja skilyrði við kaup á landi sem taka mið af stefnu stjórnvalda um þróun byggðar, landnýtingu og umgengni um auðlindir. Þótt hér sé ekki fast að orði kveðið vekur þetta ákvæði vonir um að loks verði brugðist við þeirri háskalegu þróun sem við blasir. Þar duga augljóslega engin vettlingatök. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf til kynna um síðustu helgi að unnið væri að málinu á vegum ríkisstjórnarinnar og fregna væri að vænta í næsta mánuði um undirbúning að fyrirhuguðum aðgerðum. Hér er um afar stórt og margþætt mál að ræða, sem reynt getur á túlkun og þanþol EES-samningsins. Miklu skiptir að ríki og sveitarstjórnir nái saman um leiðir að marki, þar sem túlkun skipulagsákvæða, náttúruvernd, vatnsvernd og margir fleiri þættir geta komið við sögu.Auðlindir, sameign eða séreign
Afdrifaríkt skref var stigið fyrir tveimur áratugum þegar sett voru lög nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Í 3. grein þeirra segir: Eignarlandi fylgir eignarréttur að auðlindum í jörðu, en í þjóðlendum eru auðlindir í jörðu eign íslenska ríkisins, nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra. Um sama leyti voru sett lögin um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda og afrétta (nr. 58/1988) sem mjög hafa komið við sögu síðan. Með fyrrnefndu lögunum var eigendum jarða í einkaeign afhentur eignarréttur auðlinda sem þeim tengjast svo langt niður sem komist verður. Hérlendis snertir þetta ekki síst réttinn til jarðhita. Með þessum lögum var hafnað lagafrumvarpi sem ég ásamt fleiri þingmönnum Alþýðubandalagsins hafði flutt margsinnis um að lögfesta sem þjóðareign allan jarðhita undir 100 metra dýpi, líkt og kveðið er á um víða erlendis, m.a. í Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Lærdómsríkt er að skoða afleiðingar þessa við núverandi aðstæður þegar útlendingar eru að eignast æ fleiri jarðir hérlendis. Betur tókst til þegar Alþingi setti fyrstu lögin um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins innan íslenskrar efnahagslögsögu (nr. 73/1990). Samkvæmt þeim er íslenska ríkið eigandi allra auðlinda á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga.
Nú á afmælisári fullveldis er þess óskandi að stjórnvöld leggist saman á árar til að treysta undirstöðuna sem felst í íslenskum umráðarétti og sjálfbærri nýtingu gæða lands og hafs.
Höfundur er náttúrufræðingur.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8. júlí 2018
Hvers vegna vilja þeir að erlend ríki stjórni orkumálum á Íslandi?
Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, ritaði grein með þessu heiti sem Morgunblaðið birti síðastliðinn föstudag. Greinin er svohljóðandi:
Ekki verður fullyrt hér að loku sé fyrir það skotið að Íslendingar geti grætt á að viðhafa markaðsbúskap í orkumálum, en ekki er heldur erfitt að skilja sjónarmið þeirra sem fullyrða að það kosti bara meiri umsýslu og vesen. Fáir hafa að minnsta kosti enn sem komið er misst nætursvefn vegna sverðaglamurs í orkusölusamkeppni. Óháð öllum slíkum vangaveltum er Íslendingum vitaskuld í lófa lagið að stunda hverjar þær markaðsæfingar sem þeim sýnist í orkumálum án þess að afhenda nein völd til erlendra aðila. Það er deginum ljósara og þess vegna fráleitt að halda áfram undirbúningi fyrir framsal valds í orkumálum í óþökk yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.
Höfundur er formaður Heimssýnar haraldur68@gmail.com
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
- Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 110
- Sl. viku: 1964
- Frá upphafi: 1176818
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1789
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar