Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2018

Yfirmaður AGS útlistar vanda evrunnar í Hörpu

ThomsenPoul M. Thomsen, Daninn eitilharði, sem saumaði saman efnahagsáætlun með íslenskum stjórnvöldum haustið 2008, fór síðan og gerði það sama í Grikklandi og Portúgal, og er nú yfirmaður Evrópumála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sagði aðspurður á fundi í Hörpu í dag að viðreisnin í Grikklandi hefði verið miklu, miklu erfiðari en á Íslandi, ekki hvað síst vegna aðildar Grikklands að evrusvæðinu.

Reyndar hefði aðild Grikklands að evrusvæðinu átt stóran þátt í að skapa hinn gígantíska skuldavanda sem orsakaði kreppuna þar í landi með of lágum vöxtum og of auðveldum aðgangi að lánsfé, en svo hefði lausn vandans orðið miklu erfiðari þar sem ekki var hægt að fella gengið heldur þurfti mjög sársaukafullar sparnaðaraðgerðir hins opinbera, svokölluð innri gengisfelling, að koma til. 

Það var líka athyglisvert Poul Thomsen sagði aðspurður að það hefði verið hagstætt fyrir Íslendinga að vera með sjálfstæða peningastefnu og sveigjanlegt gengi


Á Ísland að taka upp orkulöggjöf Evrópusambandsins? Umræðufundur í dag.

Hvers vegna?  Hvers vegna ekki? Skiptir valdaframsal til erlends ríkjasambands máli eða ekki? Gerist eitthvað ef Íslendingar afþakka Evrópulögin?

Ísafold, Herjan og Heimssýn boða til opins fundar um orkumál í stofu HT105 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands kl. 17.30 í dag, mánudaginn 10. september.

Fulltrúar þingflokka munu ávarpa fundinn og opið verður fyrir fyrirspurnir.

Allir velkomnir!

 

 

 


Hvernig borðar maður fíl? Eins og ESB innlimar lönd!

orkubitinnStundum er sagt að leiðin til að ljúka stóru verki sé að taka lítil skref í einu og halda áfram. Ætli maður að borða heilan fíl er því leiðin sú að taka einn bita í einu allt þar til síðasti bitinn hefur verið innbyrtur.

Hugsunin er hin sama hjá ESB gagnvart EES-löndunum. Þar komum við að spægipylsu-aðferðinni sem sumir hafa umorðað sem koníaksleið Monnet. Meðfylgjandi mynd Helga Sig sem birt var í Morgunblaðinu síðasta laugardag lýsir fyrirbærinu best og óþarfi að fjölyrða um þetta frekar. Svo virðist þó ætla að fara að „orkubitinn“ muni standa í ýmsum og verða öðrum tormeltur.


Sighvatur Björgvinsson vill ekki orkuyfirvald ESB hér á landi

SighvaturBSighvatur Björgvinsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra og formaður Alþýðuflokksins, skrifar í grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag að tilskipunin um þriðja orkupakka ESB komi okkur nákvæmlega ekkert við og að hann beri ekki að innleiða í lög hér á landi. Andstaðan við orkupakka ESB fer því vaxandi og hefur skotið djúpum rótum meðal krata hér á landi.


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 54
  • Sl. sólarhring: 415
  • Sl. viku: 2463
  • Frá upphafi: 1165837

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 2139
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband