Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2020

Hugvekja til Íslendinga árið 2020

 

heimssyn-thingvellir

Árið 1848 ritaði Jón Sigurðsson hugvekju til Íslendinga.  Hún fjallaði um að farsælast væri að Íslendingar réðu málum sínum sjálfir.  Ólíkt því sem sumir halda var hugvekja Jóns ekki rómantískur vafningur, hnýttur saman með Danahatri, heldur færði hann skynsamleg rök fyrir því að það væri hagstæðast og skynsamlegast að haga málum þannig að lög um íslensk málefni væru sett af Íslendingum sjálfum.  Þau rök eiga svo sannarlega við í dag, en svo virðist sem margir hafi gleymt því. 

Nú, árið 2020 ritar Arnar Þór Jónsson merka grein um hina nýju sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.  Greinin er að hluta endurómur af málflutningi Jóns Sigurðssonar og er vel ígrunduð og skýr og hana mætti gjarnan lesa upphátt við setningu Alþingis næstu árin.  Arnar Þór kemur víða við og um EES-samninginn segir hann m.a.

Með hliðsjón af öllu framanrituðu ber að beina sjónum íslensks almennings að þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er, þ.e. að ytri mörk heimilaðs framsals íslensks ríkisvalds eru næsta óljós og að viðamikið framsal valdheimilda íslenska ríkisins til stofnana EES byggir á veikum stjórnskipulegum grunni sem íslenskri þjóð ber að hafa vakandi auga með. 

Og Arnar Þór hvetur þjóðina og fulltrúa hennar til að horfast í augu við vandamálin og velta fyrir sér valkostum í samskiptum við útönd, öðrum en EES-samningnum.

„Hverra lög eru þetta?“ Undirritaður, sem unnið hefur drengskaparheit að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, telur sér bæði rétt og skylt að bera þessa spurningu fram hér, jafnframt því að kalla eftir því að kjörnir embættismenn leiði upplýsta umræðu um þátttöku Íslands í EES-samstarfinu og aðra valkosti.

Það er svo sannarlega tímabært.

https://thjodmal.is/2020/11/23/sjalfstaedisbarattan-nyja/

 

 


Hvorki lýðræðlegt né heiðarlegt

Heimssýn hefur sent Alþingi eftirfarandi umsögn:

 

skjaldarmerki

Umsögn um frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands,

lagt fram á 151. löggjafarþingi 2020-2021, þingskjal nr. 26.

 Fyrsti flutningsmaður: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

 

Frumvarp það sem hér er lagt fram inniheldur ákvæði um framsal ríkisvalds til erlendra aðila.  Er þá einkum vísað til 113. greinar frumvarpsins, en hún er afar vond og skorum við á Alþingi að samþykkja þá grein ekki óbreytta. 

Ljóst er að 113. grein miðar fyrst og fremst að því að auðvelda inngöngu Íslands í Evrópusambandið, annað hvort með beinum hætti eða með valdaframsali í smáum skömmtum í gegnum EES-samninginn.  Hvort tveggja er ekki aðeins varasamt, heldur óásættanlegt.  Rök fyrir nauðsyn þess að setja í stjórnarskrá rúmar heimildir til að framselja vald úr landi eru að mestu óljós. Að því leyti sem þau er ljós, og vísa í samninga við erlenda aðila, verður ekki á þau fallist.  Stangist samningur á borð við EES-samninginn við núgildandi stjórnarskrá er rétt að leysa það með því að taka viðkomandi samning til endurskoðunar eða segja honum upp, ekki að opna stjórnarskrá fyrir valdaframsali sem óljóst er hvert leiðir og getur valdið miklu tjóni.    

Ákvæði frumvarpsins um framsal valds til útlanda er til komið með einkennilegum hætti.  Í undanfara starfs stjórnlagaráðs var ljóst að drjúgur meirihluti þjóðarinnar taldi, og telur enn, að standa beri vörð um fullveldi Íslands. Engu að síður var niðurstaða stjórnlagaráðs að liðka ætti verulega fyrir framsali fullveldis til Evrópusambandsins og er það tekið upp í frumvarpinu sem hér er lagt fram.  Hér er um að ræða stærsta einstaka atriði varðandi breytingar á stjórnarskrá Íslands, en engu að síður var látið hjá líða að spyrja sérstaklega í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem haldin var 2012 hvort þjóðin teldi þörf á að auðvelda framsal fullveldisins.  Þess í stað var spurt um nokkur önnur atriði, sem öll eiga sameiginlegt að vera afturkræf, ólíkt framsali fullveldis sem getur tekið áratugi eða aldir að endurheimta, eins og sagan hefur sýnt.  Ákvæðum um framsal fullveldis er með öðrum orðum laumað með öðrum ákvæðum sem sérstaklega er haldið á lofti og kalla mætti söluvænleg.  Þar má nefna ákvæði um nýtingu náttúruauðlinda og arð af þeim og þjóðaratkvæðagreiðslur.  Það var gert árið 2012 og virðist vera ætlunin að gera núna líka.  Sú aðferð er hvorki lýðræðisleg né heiðarleg.

Í frumvarpinu sem hér um ræðir er víða gert ráð fyrir að aukinn meirihluta þurfi í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Gert er ráð fyrir að breytingar á stjórnarskránni gangi ekki fram nema aukinn meirihluti Alþingis og aukinn meirihluti þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu samþykki breytingarnar.  Í öllum þeim tilvikum sem tilgreint er að aukinn meirihluta þurfi er um að ræða afturkræfar ákvarðanir eða ákvarðanir sem vart munu skipta sköpum fyrir Íslendinga.  Á hinn bóginn er ekki gert ráð fyrir auknum meirihluta í uppskrift frumvarpsins að inngöngu Íslands í Evrópusambandið í 113. grein. Þar er þó um að ræða ákvörðun sem mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er að draga til baka.  Ósamræmið er hér himinhrópandi, en væri auðvelt að leysa með því að bæta við 113. grein ákvæði um að ¾ hluta Alþingis og þjóðarinnar þyrfti til að samþykkja valdaframsal á borð við aðild að Evrópusambandinu, eða öðrum samningum sem þar gætu fallið undir.  Óháð því frumvarpi sem hér er lagt fram væri slík málsmeðferð eðlileg. 


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 45
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 2008
  • Frá upphafi: 1176862

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1828
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband