Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2020

Landsreglari útskýrir hvað Íslendingar mega og mega ekki í orkumálum

Eins og við mátti búast hefur landsreglari Evrópusambandsins skoðun á því hvernig orkuauðlindum á Íslandi er ráðstafað.  Málpípa hans segir m.a. um vindorkuvirkjun:

"Sé það svo, kæmi það í hlut Orkustofnunar að skilgreina vindorkulandsvæðin.  Hin "takmörkuðu gæði", sem þannig verða til í eignarlandi sumra - en ekki allra - eða í þjóðlendum, yrði ríkið að bjóða út.  Slíkt útboð tæki til skipulagssvæðis með gildu virkjunarleyfi fyrir vindlund til handa orkufyrirtæki á grundvelli jafnræðis innan Evrópska efnahagssvæðisins."

 

Um þetta fjallar Bjarni Jónsson skilmerkilega:

https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2251627/?fb=1&fbclid=IwAR0eWi-SIoBdMefpn1DMTfcgXVeTKIIZJ5kro2bVQn4l27xNq9yFkyXq4tQ

 

 


Þingmaður veit ekki hver er best til þess fallinn að stjórna Íslandi

heimssyn-mogensen

Þingmaður Pírata, Halldóra Mogensen, ræðir málin á Útvarpi Sögu.  Hún hefur skoðanir á ýmsum málum, en þegar kemur að spurningunni um hvort Ísland eigi að vera fullvalda ríki eða hvort það eigi að lúta bandalagi gömlu evrópsku nýlenduveldanna hefur hún ekki skoðun. 

Það er merkilegt að stjórnmálamaður skuli ekki geta gert upp hug sinn í slíku grundvallarmáli. 

https://www.utvarpsaga.is/piratar-stjornarskra-breytingar/

 


Fylgjendur innlimunar í Evrópusambandið sjá rautt

 

heimssyn-4juli20

Út er komið myndband með afar myndrænum tilvísunum í landvætti og það er gagnrýnt. Helstu gagnrýnendur eiga sameiginlegt að vera frelsaðir í trú á stórt og sterkt Evrópusamband þar sem Ísland á sæti við borð.  Þeir gefa í skyn að þeim leiðist þjóðerniskennd, en þó er það svo að hið evrópska stjórnvald sem þeir dást svo að leggur mikla áherslu á sameiningu fólks, þjóðerniskennd og fánaburð. Það er evrópsk sameining, evrópsk þjóðerniskennd og evrópski fáninn sem þar eiga í hlut.

Þeir sem þarna hafa horn í síðu tilvísana í íslenskar goðsagnir gera það ekki vegna andúðar á þjóðerniskennd, heldur vegna andúðar á íslenskri þjóðerniskennd sem þeim finnst flækjast fyrir innlimun Íslands í framtíðarríki Evrópusambandsins.

 

https://www.visir.is/g/20201987454d/nytt-myndband-fra-ksi-reynist-umdeilt-thessi-thjodrembings-oskop-honnud-af-instagram-aeskunni- 

 

 

 

 

 

 


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1964
  • Frá upphafi: 1176818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1789
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband