Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021
Fimmtudagur, 27. maí 2021
Sérhagsmunir Íslendinga
Þekktur fjölmiðlamaður sem lengi hefur stjórnað umfjöllun um stjórnmál og önnur samfélagsmál í Ríkisútvarpinu býður sig nú fram fyrir lítinn stjórnmálaflokk sem hverfist um hugmyndina að færa vald til Evrópusambandsins, helst með því að gera Íslendinga að þegnum í því félagi. Af því tilefni segir:
Flokkurinn vill stokka upp gömul kerfi og setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum
Það hljómar óneitanlega vel við fyrstu sýn. Þess ber þó að gæta að í augum Evrópusambandsins og allra þess embættismanna eru almannahagsmunirnir hagsmunir fleiri en fjögur hundruð milljóna þegna sambandsins, hvernig sem þeir kunna að vera skilgreindir hverju sinni.
Skólabókardæmi um sérhagsmuni örlítils minnihlutahóps væru hagsmunir allra Íslendinga.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/05/27/sigmar_i_frambod_fyrir_vidreisn/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 23. maí 2021
Allt of flókið lýðræði
Það hefur viljað loða við hóp manna á Íslandi að telja lýðræði aðeins nothæft til þess að skella í atkvæðagreiðslu um afnám lýðræðis. Að henni lokinni þyrfti ekki að greiða atkvæði framar, nema um smámál. Aðeins þyrfti að gæta að því að stóra atkvæðagreiðslan um valdaframsalið yrði haldin við heppilegar aðstæður, þ.e. þegar hægt væri að ná niðurstöðu í skjóli ringulreiðar og ótta undir lúðrablæstri fjölmiðla sem hallir væru undir hið erlenda vald.
En lýðræðið ristir dýpra. Arnar Þór Jónsson hefur rætt það frá ýmsum hliðum og veltir m.a. fyrir sér hvers vegna margir sem þó hafa mikinn áhuga á stjórnmálum forðast að ræða lýðræðið. Arnar Þór segir m.a.:
En hvað veldur þögn annarra, þar á meðal fjölmiðla, um þetta alvarlega mál? Er umræða um veika stöðu íslensks lýðræðis of flókin fyrir þjóð sem vill þó kenna sig við lýðræðislegt stjórnarfar? Getur verið að í landi þar sem enginn skortur er á fólki með sterka réttlætiskennd, sem er ófeimið við að tjá skoðanir sínar á öllu milli himins og jarðar, sé lýðræðið sjálft í einhverjum skilningi of flókið viðfangsefni til að það veki áhuga?
Er kannski of flókið að útskýra að landinu eigi að stjórna af mönnum sem þiggja ekki umboð sitt frá fólkinu sem þar býr?
Fimmtudagur, 13. maí 2021
Það andmælir enginn
Einn stjórnmálaflokkanna er í þann mund að hreppa feitan bita. Arnar Þór Jónsson hefur oft og iðulega skrifað um ýmis grundvallaratriði hins lýðræðislega þjóðskipulags og fleira sem því tengist. Arnar Þór kemur miklum sannindum í skýr orð og það er áberandi að andmæli heyrast ekki. Örfáum mönnum finnst Arnar Þór bera seiga bita á borð, en í stað þess að takast á við bitana hafa þeir mælst til þess að Arnar Þór þegi. Það má túlka sem staðfestingu á réttmæti málflutnings Arnars Þórs.
Sjálfsagt hefðu margir stjórnmálaflokkar viljað fá Arnar Þór á listann sinn. Þeir hafa nú þann kost að finna aðra frambjóðendur sem líka hafa skýra sýn á lýðræði, fullveldi þjóðarinnar og efnahagslegan tilverugrundvöll Íslands. Heimssýn óskar þeim góðs gengis í þeirri leit.
Sunnudagur, 9. maí 2021
Eru fleiri sem skilja hlutverk Alþingismanna?
Vatnaskil urðu í íslenskri stjórnmálaumræðu í tengslum við orkulagabálk Evrópusambandsins. Yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna allra stjórnmálaflokka var andvígur því að vald í orkumálum yrði fært til útlanda. Engu að síður samþykkti Alþingi að gera það. Aldrei komu fram haldbær rök fyrir þeirri ákvörðun. Skýjum hærra flugu undarlegar fullyrðingar um að það væri ekki hægt að neita, því þá mundi eitthvað hræðilegt gerast. Fólk á meginlandi Evrópu mundi hætta að borða fisk ofan af Íslandi eða að hann yrði látinn úldna í tolli, Ísland yrði rekið úr Evrópusöngvakeppninni og annað í þeim dúr. Allt var það þvæla.
Þessi undarlega orkulagaumræða varpaði ljósi á þá kreppu sem Ísland er komið í. Sífellt fleiri lög eru sett án raunverulegrar aðkomu lýðræðislega kjörinna manna, fulltrúa sem einhver tengsl hafa við Ísland og hægt er að kalla til ábyrgðar. Það er stórkostlegt vandamál sem verður að taka á.
Núna stefnir í að Sjálfstæðisflokkurinn eignist frambjóðanda sem lítur svo á að hlutverk löggjafa sé ekki bara að gæta þess að valda ekki hneykslun, heldur líka, og fyrst og fremst, að setja landsmönnum lög.
Það eru líka lýðræðissinnar í öðrum stjórnmálaflokkum, jafnvel þeim sem segjast vilja færa stjórnvaldið til útlanda. Er ekki kominn tími til að þeir fari á fætur?
Laugardagur, 1. maí 2021
Hagsmunir alþýðu felast í fullveldi þjóðarinnar og lýðræði
Fyrsti maí er baráttudagur verkalýðsins. Sú barátta hefur tekið á sig ýmsar myndir og er víða. Vinnulaun og ýmis önnur réttindi eru tryggð með samningum, en líka með löggjöf. Færa má rök fyrir því að löggjöf í þeim málum víki aldrei langt frá því sem gerist í nágrannalöndunum, hvernig sem staðið er að henni. Með öðrum orðum er ekki víst að miklu muni hvort reglur um vinnuvernd eru skrifaðar með hliðsjón af handriti í Osló, Ottawa eða Brussel.
Á hinn bóginn verður ekki á móti mælt að kjör allrar alþýðu á Íslandi byggja á skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda og hún lýtur stjórn kjörinna manna á Íslandi. Deilt er um ýmislegt varðandi þá stjórn, en óþarfi er að deila um að ef stjórnvaldið væri annars staðar en á Íslandi kæmi að því fyrr eða síðar að auðlindirnar yrðu fyrst og fremst nýttar öðrum til hagsbóta en fólkinu sem byggir landið. Erlend stjórnvöld þyrftu aldrei að hirða um endurkjör og umræða um hvað mætti betur fara í stjórninni væri til lítils. Þess í stað mundu menn ræða um hvernig ætti að ráðstafa molunum sem reglur hins erlenda valds mundu úthluta Íslendingum.
Um hríð voru ýmis samtök launþega höll undir hið erlenda vald, líklega mest vegna misskilnings eða gremju sem stundum nær að dafna í skugga hins hversdagslega þjarks. Sá tími er blessunarlega liðinn og kemur vonandi aldrei aftur. Vonandi mun íslensk alþýða gera sér grein fyrir að velsæld hennar og framtíð byggjast á að Íslandi sé stjórnað af einstaklingum sem þiggja umboð sitt hjá þjóðinni sjálfri.
Nýjustu færslur
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
- Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 1964
- Frá upphafi: 1176818
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1789
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar