Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021

Nýr fullveldisfjölmiðill

heimssyn-fullveldi-hjortur

Fram er kominn nýr fjölmiðill, fullveldi.is.  Hugsuðurinn og framkvæmdamaðurinn sem þar er að baki er hin þjóðkunni Hjörtur J. Guðmundsson, stjórnmála- og sagnfræðingur og sérfræðingur í alþjóðamálum. 

Fullveldi.is hefur nú þegar að geyma fróðlegt efni um átök og völd, ekki síst í tengslum við Evrópusambandið og þá sem þar ráða. 

Ástæða er til að fagna fullveldi.is.  Það vorar enn í samfélagsumræðu á Íslandi.

 

http://fullveldi.is/

 


Skynsemi og rómantík hönd í hönd

heimssyn-jon-sigurdsson

Sautjánda júní minnumst við stofnun lýðveldis á Íslandi.  Í augum margra var það lokahnykkur á aldarlangri sjálfstæðisbaráttu sem var merk fyrir margra hluta sakir.  Í augum okkar nútímamanna er óvenjulegt að fátækustu hreppar ríkis vilji aðskilnað, því þannig er það ekki í dag.  Það eru Bretar, en ekki Portúgalir, sem vilja yfirgefa Evrópusambandið, Katalónar en ekki Andalúsíumenn sem vilja yfirgefa spænska ríkið og svo mætti áfram telja.  Ísland var vissulega fátækara en flestar, ef ekki allar sveitir Danmerkur, en engu að síður vildu Íslendingar sjálfstæði og fengu það um síðir.  Kannski hefði farið á annan veg ef meira af þeim auði sem fór í hallir Danakóngs, eða graut handa þeim sem höfðu fyrir starfa að höggva Svía eða Prússa, hefði farið í að smíða skip til að draga fisk við strendur Íslands.  Það er þó ekki víst, því þjóðernisrómantíkin var sterk á 19. öld.

Það var þó síst rómantík sem stjórnaði penna Jóns Sigurðssonar.  Jóni var tamara að skrifa um frjálsa verslun, lög og rétt en sunnangolu og foldarskart.  Jón taldi að það væri einfaldlega skynsamlegt að Íslendingar settu sér lög sjálfir, því þannig fengjust best lög.  Í því fólst engin anduð á Dönum.

Persónudýrkun er með minnsta móti á Íslandi.  Hún er líka ólík því sem tíðkast víða um heim þar sem minningu manna er því meira haldið á lofti sem þeir hafa drepið fleiri.  Engan drap Jón forseti.  Jón varði ævi sinni til að berjast fyrir hagsmunum og réttindum Íslendinga og því þótti viðeigandi að stofna lýðveldi á fæðingardegi Jóns.  Hefði Jón fæðst í desember hefðu lýðveldismenn þó varla valið þann dag.  Það hentar illa að halda þjóðhátíð í myrkri og hríð, en það gæti hentað vel til að koma þjóðhátíðardegi fyrir kattarnef.

Þótt það fyrirkomulag að reka sjálfstætt lýðveldi hafi margsannað sig eru enn menn sem efast.  Þeir vilja flytja löggjafarvaldið úr landi, og helst sem mest af framkvæmda- og dómsvaldinu í leiðinni.  Ef það gengur ekki að gera það í einu lagi, þá skal reyna það í bútum.  Engan skyldi undra að þessum mönnum leiðist 17. júní og finnist hvimleitt að hafa Jón Sigurðsson yfir sér í hvert sinn sem þeir eiga leið um Austurvöll.  Við hin reynum hvað við getum að sýna þessum furðufuglum umburðarlyndi, höldum upp á afmæli Jóns, lýðveldisins og stjórnarskrárinnar og göngum glöð út í sumarið.  

https://www.frettabladid.is/frettir/haettum-ad-hygla-joni-sem-hetju-og-holdum-thjodhatid-i-desember/


Arnar Þór ávarpar Heimssýnarfund

arnarthor-mynd-jun21Arnar Þór Jónsson, dómari og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins ávarpaði aðalfund Heimssýnar 9. júní sl. Arnar Þór ræddi meðal annars með hvaða hætti vald hefur færst í smáum skömmtum út fyrir landsteinana í skjóli EES-samningsins án þess að nein umræða hafi farið fram um það að heitið geti.  Hann lagði áherslu á að það væri misskilningur að ákvæði um að Íslendingar gætu afþakkað tilskipanir frá Evrópusambandinu væru bara til skrauts. 

Ávarpi Arnars Þórs var afar vel tekið og spunnust fjörugar umræður.  Þess er von að fjörið verði ekki minna í herbúðum Arnars Þórs þegar talið verður í yfirstandandi prófkjöri Sjálfstæðismanna um helgina. 

 

 

 


Það er útúrsnúningur

heimssyn-skipaleidir“Það er útúrsnúningur" segir Arnar Þór Jónsson í ágætu viðtali sem tengt er inn á hér að neðan.  Tilefnið hin margtuggða spurning um hvort efasemdir um að Evrópusambandið eigi að ráða séu efasemdir um alþjóðlegt samstarf og viðskipti. 

Það er háttur þeirra sem slæman hafa málstað að gera andstæðingi sínum upp skoðun og ráðast síðan að henni.  Þannig hafa þeir fáu en háværu, sem vilja að Evrópusambandið ráði sem mestu á Íslandi, talað.  Auðvitað er Arnar Þór ekki andvígur alþjóðasamstarfi og utanríkisverslun.  Hann vill bara ekki að utanríkisverslun Íslendinga sé stjórnað af ókjörnum mönnum í fjarlægu landi.  Hann veit að það mun enda illa. 

Mörg gullkorn eru í viðtalinu og gott að hlusta á það í gróandanum. 

 

https://open.spotify.com/episode/3NItUmIcGlnjUd9CiYrVSY


Aðalfundur Heimssýnar í Friðarhúsi 9. júní kl. 17.30 - Arnar Þór Jónsson talar

Boðað er til aðalfundar í Heimssýn.  Fundurinn verður haldinn í Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar 9. júní nk. kl. 17.30.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.  Lagðar verða fram tillögur að lagabreytingum um  stjórn félagsins sem lúta að því að unnt verði að fullnægja kröfum um varnir gegn peningaþvætti og könnun á áreiðanleika. 

 

Kl. 18.00 mun Arnar Þór Jónsson, dómari, ávarpa fundinn.  Arnar Þór hefur að undanförnu rætt mikilvægi lýðræðis og fullveldis Íslendinga og hefur verið fjallað um sumar af greinum Arnars Þórs í nýlegum færslum á þessari síðu. 

 

 

 

 

 

 


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 1964
  • Frá upphafi: 1176818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1789
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband