Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2022

Hin sanna hetja

heimssyn-sevastopol

Atburđir undanfarinna mánađa hafa minnt á hversu ólík íslensk menning er menningu flestra annarra Evrópuríkja. 

Suđur í heimi og ekki síst í austurhéruđum Evrópu eru mestar hetjur í augum ţjóđa sinna, ţeir sem flesta drepa.  Sérlegur verđur hetjuskapurinn ef ţeim tekst líka ađ hnika til landamćrum eđa víglínu.

Á Íslandi hafa hinar sönnu hetjur veriđ ţeir sem mest og best hafa fest á bókfell.  Aukastig fást fyrir fallega mynd eđa tónverk.  Á Íslandi eru styttur af skáldum en ekki herforingjum.

Miklu skiptir fyrir framtíđ ţjóđarinnar ađ hún gangist ekki undir lög ţessara erlendu, vígreifu ţjóđa.


1914 á ný

wwi-photos-german-troops

Mannfórnir í stórum stíl eru nú stundađar í A-Evrópu.  Ţađ er djúpt í menningu Evrópumanna og margra annarra ađ viđ vissar pólitískar ađstćđur sé rétt ađ hefja manndráp og ţađ hefur nú veriđ gert. 

Beggja vegna landamćra sem kannski breytast og kannski ekki eru stórar ţjóđir sem virđast eiga sameiginlegt ađ vera upp til hópa sannfćrđar um ágćti málstađar eigin ríkisstjórnar, og ţađ sem meira er: eru tilbúnar ađ drepa og drepa ţar til enginn getur taliđ líkin lengur.

Svona var ţetta víst 1914.  Ekkert er nýtt undir sólinni.

Eins og stundum áđur reynir á ađ Íslendingar geti umgengist dýrin í garđinum án ţess ađ breytast sjálfir í skepnur.


Musteri upplýsingaóreiđunnar

 heimssyn-oreida-mai22

Frést hefur ađ Evrópusambandiđ kaupi rannsóknir á upplýsingaóreiđu og lyđrćđi.  Ţađ fer vel á ţví.  Óreiđa af ţví tagi og ađför ađ lýđrćđi náđi nefnilega sögulegu hámarki í nafni baráttu fyrir innlimun Íslendinga í  Evrópusambandiđ á sínum tíma. 

Kenndi ţar margra grasa.  Trúbođar ćptu í sífellu ađ fullveldi ríkisins yrđi í engu skert en raunveruleikinn er vitaskuld ađ međ ađild hverfur ćđsta ríkisvald úr landi til vandalausra manna, manna sem engu sleppa baráttulaust.  Spurđu menn á ţeim tíma hvort Danmörk vćri ekki fullvalda ríki.  Evrópusambandiđ svarađi sjálft međ ţví ađ tilkynna Dönum ađ Fćreysk skip mćttu ekki lengur landa í Danmörku. 

Sífellt var talađ um samninga og undanţágur, ţrátt fyrir ađ ávallt vćri ljóst ađ undanţágur frá gildandi reglum og ekki síđur reglum um ókomna framtíđ vćri ekki ađ fá.   Embćttismenn Evrópusambandsins viđurkenndu ţađ fúslega hvenćr sem ţeir voru spurđir, og jafnvel óspurđir.

Söngurinn um ađ mikil auđćfi fengjust međ ţví ađ skipta um lit á peningaseđlunum ómađi um alla sali.  Hámarki í falsi var náđ ţegar leiđtogum safnađarins tókst ađ sannfćra fjöldamarga fjölmiđlamenn og stjórnmálamen um ađ leyfilegt vćri ađ skipta raunvöxtum út fyrir nafnvexti til ađ bera saman leiguverđ á peningum.  Ţađ heitir ađ reikna skakkt og er fölsun. 

Ţá sóru bođberar Evrópusambandsins á Íslandi ađ sambandiđ hefđi ekkert međ vígvćđingu og hernađ ađ gera.  Allt var ţađ á skjön viđ Lissabonsáttmálann eins og hann var og er sem og raunveruleikann í A-Evrópu síđastliđnar vikur og mánuđi.  

Öll ţessi upplýsingaóreiđa, falsiđ og rangfćrslurnar höfđu ađ markmiđi ađ breyta stjórn Íslands úr hefđbundnu fulltrúalýđrćđi í evrópskt skrifrćđi ókjörinna fulltrúa.   Ţađ verđa hćg heimatökin hjá háskólamönnum á Íslandi ađ rannsaka upplýsingaóreiđu og lýđrćđi.   Heimildirnar eru í kippum á timarit.is og eitthvađ er líklega enn í skúffunum á ţeirra eigin skrifstofum. 

https://www.ruv.is/frett/2022/05/05/fengu-420-milljonir-til-ad-rannsaka-upplysingaoreidu?itm_source=parsely-api


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 39
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 2002
  • Frá upphafi: 1176856

Annađ

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 1824
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband